Skessuhorn


Skessuhorn - 25.07.2018, Blaðsíða 20

Skessuhorn - 25.07.2018, Blaðsíða 20
MIÐVIKUDAGUR 25. JÚlÍ 201820 Borgfirðingabók 2018 er komin úr prentun og er þessa dagana að berast áskrifendum. Bókin er 19. árgangur ársrits Sögufélags Borg- arfjarðar. Borgfirðingabók er meginverkefni sögufélagsins nú um stundir, mikið hefur verið lagt í útgáfuna sem er 288 blaðsíð- ur með efni eftir 29 höfunda sem skreytt er og skýrt með yfir 150 ljósmyndum. Í formála minnist Sögufélagið dr. Þuríðar J. Krist- jánsdóttur en hún lést 18. apríl síðastliðinn. Hún var einn af höf- undum Borgfirskra æviskráa og var í stjórn félagsins um árabil. Eins og að líkum lætur koma höfundar víða við og er efnið bæði af gömlum og nýj- um toga. Fjórar af greinunum eru í raun framhald greina úr síðustu B o r g f i r ð i n g a - bók. Það er um- fjöllun Theodórs Kr. Þórðarsonar um leikstarfsemi Umf. Skalla- gríms, Hreinn Ómar Arason heldur áfram að rekja fyrstu MB og M bílnúmer- in, Helgi Bjarna- son fjallar áfram um íþróttamót Borgfirðinga og einnig er samantekt Eyjólfs Andr- éssonar á símhringingum utan Skarðsheiðar. Meðal annars efnis má nefna að Guðbrandur Guð- brandsson greinir frá starfsemi Búnaðarfélags Mýramanna, Ingi- björg Inga Guðmundsdóttir seg- ir frá fyrirkomulagi sem kallast smiðjuhelgar í Grunnskóla Borg- arfjarðar og Gunnlaugur Auðunn Júlíusson stiklar á stóru varðandi helstu viðfangsefni Borgarbyggð- ar. Fjallað er um Fljótstungurétt í grein Magnúsar Sigurðssonar, Kristján Franklín Oddsson segir frá Ásmundi á Högnastöðum og Ásdís Haraldsdóttir tók saman nokkur atriði úr meistararitgerð sinni um upplifun leitarmanna á Álfthreppingaafrétti. Birt eru ljóð eftir Helgu laufeyju Hannesdótt- ur, Sigurð Jónsson og Gunnar J. Straumland ásamt þýðingu Ás- geirs Ásgeirssonar á smásögu eft- ir Gabríel García Marquez. Birt- ar eru vísur eftir Sigga ha, ásamt stuttri samantekt Andrésar Eyj- ólfssonar á lífshlaupi hans, Elín Birna Daníelsdóttir og Brandur Fróði Einarsson segja frá Guð- rúnu Helgadóttur og Kristrún Heimisdóttir fjallar um ævi ömmu sinnar – frú Önnu Bjarnadótt- ur. Birt eru fiskimið fyrir Mýrum sem þeir Jóhann Jónatansson, Jón Samúelsson og Hallbjörn Gísla- son áttu í fórum sínum, Þórir E. Gunnarsson segir frá engjaslætti á Ölvaldsstöðum og birt er saman- tekt Þorgríms Jónssonar á stofn- un og starfsemi Skógræktarfé- lags Innri-Akraneshrepps. Guð- rún Jónsdóttir tók saman þátt þar sem sagt er af Magnúsi Jón- assyni, bílstjóra í tilefni þess að 100 ár eru lið- in frá því hann keypti fyrstu bif- reiðina sem kom í Borgarnes. Guð- rún Kristjáns- dóttir segir frá lífinu í heima- vist Barnaskól- ans á Varmalandi og Tinna Krist- ín Finnbogadótt- ir gefur innsýn í skákferil sinn. Birt er umfjöllun Brynjólfs Guðmundssonar um Stafholtskirkju sem flutt var á 140 ára vígsluafmæli kirkjunnar. Í bókarlok er fjallað stuttlega um þær bækur sem komu út árið 2017 og tengjast Borgarfjarðarhéraði. Mynd á bókarkápu á Bjarni Joh- ansen en í bókinni er kynning á honum og því handverki sem hann hefur fengist við sem eink- um er útskurður. Þessa dagana er bókin að berast áskrifendum sínum. Þau sem hafa frekari áhuga á bókinni geta nálg- ast upplýsingar á fésbókarsíðu Sögufélags Borgarfjarðar eða haft samband við Ingibjörgu Daníels- dóttur í síma 894-8108 en ásamt henni eru þeir Guðmundur Þór Brynjúlfsson og Sævar Ingi Jóns- son í ritnefnd Borgfirðingabókar. id/mm Hann kveðst vera Gaflari, fædd- ur og uppalinn í Hafnarfirði, en flutti búferlum síðastliðið sumar og settist að á Reykhólum. Þar kenn- ir hann börnum að spila á hljóð- færi, er organisti í sjö kirkjum og nú oddviti Reykhólahrepps auk þess að vera eiginmaður Silvíu Kristjánsdóttur og pabbi Skarp- héðins, Ingibjargar og Melkorku. Ingimar Ingimarsson tók vel á móti blaðamanni Skessuhorns í sólinni á Reykhólum síðastliðinn fimmtu- dag fyrir utan stórt blátt hús með fallegu útsýni yfir Skarðsströndina en Skarðsströnd skipar einmitt sess í hjarta húsráðanda og kemur þá að tengingu Ingimars við Reykhóla og nágrenni. Pabbi hans átti jörð á Skarðsströnd ásamt bróður sínum og fjölskyldunni frá Kleifum og var þar með hross. Þar dvaldi Ingimar einn mánuð í senn öll sumur sem barn og þegar hann var 17-18 ára vann hann í Fóðuriðjunni í Ólafs- dal. Silvía kemur úr Borgarfirðin- um en systir hennar býr á Grund, skammt fyrir utan Reykhóla, með sína fjölskyldu. Við ræðum verkefni Ingimars til þessa og þau sem ný sveitarstjórn stendur frammi fyrir. Stóðu á tímamótum Ingimar er garðyrkjufræðingur að mennt og vann lengi vel við þá iðju eða þar til hann fékk nóg eftir tvö rigningarsumur. „Að vinna úti allt árið getur verið erfitt hér á landi en yfir veturinn heldur það manni gangandi hversu gott þetta verður þegar sumarið kemur. Þegar sum- Borgfirðingabók 2018 komin út Flutti að Reykhólum og var kominn í sveitarstjórn tæpu ári síðar Rætt við Ingimar Ingimarsson oddvita Reykhólahrepps arið hafði svo varla komið þarna tvö ár í röð fékk ég nóg,“ segir hann og bætir því við að hann þakki fyrir að hafa ekki verið í garðvinnu það sem af er þessu sumri. Næstu þrjú ár vann Ingimar við að selja lyftara og Silvía vann hjá tískuversluninni Topshop. „Á mjög stuttum tíma breyttust aðstæður okkar töluvert. Móðir mín lést, en pabbi hafði far- ið einu og hálfu ári fyrr, fyrirtækið sem ég vann hjá fór í gjaldþrot og Topshop var lokað. Foreldrar Silvíu voru bæði látin svo við stóðum eftir atvinnulaus og munaðarlaus! Þetta var því upplagður tími til að prófa bara eitthvað alveg nýtt og eftir hvatningu frá Ástu og Guðmundi á Grund ákváðum að flytja hingað á Reykhóla.“ Ingimar fékk vinnu í Þörunga- verksmiðjunni á Reykhólum en færði sig um set skömmu síðar þeg- ar hann fékk starf við tónlistarskól- ann. Hann var einnig fljótlega orð- inn organisti í kirkjum í Reykhóla- prestakalli og líkar honum það vel. „Við erum með flottan kirkjukór sem ég æfi með en það væri mjög ánægjulegt ef fleiri myndu koma í kórinn,“ segir hann brosandi. „Ég byrjaði að spila á orgel þegar ég var 10 ára og hef verið að spila síð- an. Þetta er þó í fyrsta skipti sem ég starfa sem organisti þó ég hafi reglulega tekið að mér að spila við einstök tilefni, þá helst í brúðkaup- um.“ Átti alls ekki von á svo mörgum atkvæðum Ingimar hefur alltaf verið virkur í stjórnmálum og tók þátt í bæjar- pólitíkinni í Hafnarfirði í 16 ár. Hann var ekki tilbúinn að segja al- veg skilið við pólitíkina og þegar leið að kosningum síðastliðið vor ákvað hann að gefa kost á sér. „Ég hef alltaf haft áhuga á pólitík og finnst ég hafa margt fram að færa til samfélagsins. Ég ákvað því að lýsa yfir áhuga á að taka þátt í sveitar- stjórn hér á Reykhólum. Ég hafði nú samt heyrt af því að hér þætti ekki flott að bjóða sig svona fram. Ég hafði meira heyrt um að fólki þætti jafnvel kvöð að lenda í sveit- arstjórn,“ segir Ingimar og heldur áfram. „Það fór þó svo að fleiri gáfu líka kost á sér sem var mjög ánægju- legt. Ég var nokkuð bjartsýnn á að komast inn í sveitarstjórn en gerði alls ekki ráð fyrir flestum atkvæð- um og oddvitasætinu. Þó ég hafi reynslu úr stjórnmálum er margt nýtt sem ég er að læra núna, bæði eru stjórnmálin hér annars eðlis og svo er maður kjörinn sem persóna og hefur því ekki flokk bakvið sig,“ segir hann. Sveitarfélagið byggir parhús Aðspurður hvaða verkefni séu fram- undan hjá nýrri sveitarstjórn svar- ar Ingimar því að næstu verkefni séu að ráða sveitarstjóra og halda Reykhóladaga sem verða um kom- andi helgi. „Stóru verkefni þessarar sveitarstjórnar verða að fylgja eft- ir því gríðarstóra verkefni sem frá- farandi sveitarstjórn arfleiddi okk- ur um nýjan Vestfjarðarveg og að bregðast við húsnæðisskorti,“ seg- ir Ingimar og bendir blaðamanni á niðurstöður fundar skipulags,- byggingar- húsnæðis- og hafnar- nefndar þann 9. júlí þar sem sam- þykkt var að sveitarfélagið byggi nýtt parhús á Reykhólum. „Næsta skref hjá okkur er að senda parhús- ið í útboð.“ En hver eru næstu skref varðandi nýjan Vestfjarðarveg? „Fyrri sveit- arstjórn fékk til okkar norska sér- fræðinga til að rýna í vegkosti Vega- gerðarinnar um hver væri besta staðsetningin fyrir Vestfjarðarveg. En það sem Norðmennirnir gerðu var að leggja til alveg nýja leið, svo- kallaða R-leið, þar sem Þorskafjörð- urinn er þveraður með landfyllingu og 800 metra brú yfir mynni fjarð- arins. Þetta er í raun svipuð leið og A1 leið sem áður hafði verið rædd en þótti of dýr. En þar var gert ráð fyrir breytingu á veginum að Reyk- hólum sem norsku sérfræðingarnir segja óþarfa,“ segir Ingimar. „Sú leið sem Vegagerðin hefur helst tal- að um að fara er svokölluð ÞH-leið sem liggur um Teigsskóg en hann nýtur náttúruverndar og teljum við því ekki hægt að fara þá leið nema skoða alla aðra kosti fyrst. Sveitar- stjórnin hefur því sett það í hendur Vegagerðarinnar að skoða R-leið- ina sem alvöru kost og gerum við ráð fyrir skýrslu frá þeim um miðj- an október.“ Brýnt að finna lausn Aðspurður segir Ingimar of snemmt að segja til um hvaða leið verði lík- legasta niðurstaðan. „Ég hugsa að það endi með að farin verði önn- ur þessara tveggja leiða, R-leið eða ÞH-leið. Það er ekki tímabært að segja til um hvor þeirra verði val- in fyrr en Vegagerðin hefur skoð- að þessa kosti vel og gefið út sína afstöðu,“ segir Ingimar og heldur áfram. „Báðar leiðir hafa að sjálf- sögðu sína kosti og galla. Ef R-leið- in verður farin mun það setja Reyk- hóla í alfaraleið, sem ég tel að opni ýmsa möguleika hér á svæðinu en aðrir sjá það eflaust sem galla. Þá þarf ekki að fara í gegnum Teigsskóg með tilheyrandi umhverfisspjöllum. Skógurinn nýtur náttúruverndar og ég er hræddur um að ef niðurstað- an verður að fara þar í gegn muni verkefnið festast í kærumálum. Nú- verandi vegur er ónýtur og því ekki okkur íbúum á Vestfjörðum og öðr- um bjóðandi að keyra hann, því er afar brýnt að greiða úr þessu sem fyrst enda nú þegar orðið of lang- dregið mál. R-leið er þó ekki galla- laus því hún krefst þess að vegur- inn fari í gegnum tvær bújarðir sem gæti komið sér illa fyrir ábúendur þar. Ég hef sjálfur þá tilfinningu að R-leið sé betri kostur ef á heildina er litið. Bæði vegna þess að ég trúi því að sú leið yrði mikil lyftistöng fyrir Reykhóla og því ÞH-leið fer um friðlýst svæði. Þó er ekki hægt að segja til um það með vissu fyrr en öll gögn liggja fyrir,“ segir Ingi- mar. arg Ingimar Ingimarsson er nýr oddviti Reykhólahrepps. Með honum á myndinni er Ingibjörg dóttir hans.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.