Skessuhorn


Skessuhorn - 25.07.2018, Blaðsíða 27

Skessuhorn - 25.07.2018, Blaðsíða 27
MIÐVIKUDAGUR 25. JÚlÍ 2018 27 Avery traktorinn tekið í ágúst 1998, tveimur mánuðum áður en hann lést. Framleiðandinn Avery Company of Peoria, Illin- ois, Bandaríkjunum rekur sögu sína allt aftur til ársins 1874 og tveggja bræðra Cyrus og Robert Avery. Upphaflega framleiddi fyrirtækið sáðvélar ásamt ýmsum búnaði fyrir landbúnað. Síðar hófu þeir fram- leiðslu á gufuaflsvélum og þreskj- urum. Fyrirtækið hóf tilraunir með dráttarvélar fyrir 1910 og hófu þeir fljótlega fjöldaframleiðslu á þeim, og um 1914 bauð fyrirtækið fleiri módel og stærðir en aðrir keppi- nautar. Um 1915 smíðaði Avery fyrirtækið margar mjög áhugaverð- ar tegundir af traktorum. Þrátt fyrir það að flestar tegundir traktora frá Avery hafi reynst vel, þá má segja að þeir hafi að lokum orðið und- ir í samkeppni m.a. við Hart-Parr eða IHC Titan svo einhverjir séu nefndir. Fyrirtækið lenti í fjárhags- erfiðleikum í kringum 1920 og varð endanlega gjaldþrota árið 1924. Gerð var tilraun til að endurskipu- leggja fyrirtækið og gekk það sæmi- lega þar til kreppan mikla herjaði á Bandaríkin 1930-31. Aftur var Avery reist við og átti það nokkur góð ár fram að síðari heimsstyrjöld, að það hætti endanlega. Þúfnabanarnir Innflutningur þúfnabananna varð til þess að traktorinn var tíma- bundið afræktur sem ræktunar- vél, og að bændur kæmust upp á að nota venjulega traktora við ný- rækt og aðra jarðvinnslu. Alls voru sex þúfnabanar keyptir hingað til lands frá 1921 til 1927, en þeir voru í raun aðeins stórir jarðtætarar. Áhugi framámanna fyrir þúfnabön- um minnkaði og þeir beindu sjón- um sínum aftur í auknum mæli að minni dráttarvélum. Traktorar Árið 1926 veitti Búnaðarfélagið ýmsum búnaðarfélögum styrki eða lán til kaupa á dráttarvélum. Marg- ir af þessum traktorum munu hafa verið af Fordson gerð, og á árun- um 1929-1931 flutti S.Í.S. inn 43 dráttarvélar af gerðinni Inter- national. Þetta voru járnhjólatrak- torar sem kallaðir voru 10/20, en það stóð fyrir afl þeirra. Traktor- arnir voru 20 hestöfl, en tíu þeirra fóru í að knýja sjálfa vélina áfram og 10 hestafla kraftur var þá eft- ir fyrir drátt. Fyrsta traktoranám- skeiðið var haldið vorið 1930 og voru vélarnar af gerðinni Inter- national 10/20. Nemendur þeir sem tóku þátt í námskeiðinu voru spariklæddir með hatta eða húfur á höfði, og er það til marks um mikil- vægi slíkra véla og þá virðingu sem borin var fyrir þeim. Thor Jensen Búskaparsaga Thors Jensen er merkileg, en hann var fyrstur manna hér á landi til þess að gera tilraun með vélvæddan stórbúskap. Um svipað leyti og hann keypti Austin vélina (1923) seldi Vega- gerðin honum báða Cleveland bel- tatraktorana, en þá notaði hann einnig við jarðvinnslu. Þessar vélar voru notaðar við ræktunarstarfið á Korpúlfsstöðum, ásamt þúfnaban- anum svokallaða. Akranes og landbúnaðarbyltingin Auk þess að kaupa fyrsta traktorinn til landsins árið 1918, þá má geta þess að Þórður Ásmundsson keypti ásamt Birni lárussyni bónda á Ósi fyrstu skurðgröfuna til landsins (Priestman Cub), 1. júní 1942, og hóf hún þá þegar vinnu í Garðafló- anum, og var reynslan mjög góð. Hún var lánuð Akranesbæ veturinn 1943-44 og notuð sem bryggju- krani við að landa fiski þegar bátar komu úr róðrum. Gafst þetta ágæt- lega og þótti mikilsverð nýjung í vinnubrögðum. Fyrsta jarðýtan (International TD9) sem flutt var til landsins hóf einnig vinnu í Garðalandinu í ágúst 1943. Einnig var hún við vinnu að gatnagerð á Akranesi auk þess að ryðja skurð-ruðningunum í Garða- flóa. Þá hélt hún upp á Skorholts- mela í leirár- og Melasveit, en þar var lagður fyrsti alvöru vegarspott- inn sem gerður var með jarðýtu og íslenskum mönnum. Þá var fyrsta verkstæðisþjónusta Verkfæranefndar og Vélasjóðs haf- in í vélaskemmunni í Garðaholti á Akranesi, ásamt fyrsta viðgerðar- bílnum hér á landi. Garðaflóinn á Akranesi var erf- iður yfirferðar fyrr á öldum, blaut- ur með keldum, og varla fær öðr- um en fuglinum fljúgandi. Það voru því ekki tilviljanir sem réðu því að fyrstu tilraunir með notkun á land- búnaðarvélum voru gerðar einmitt þar. Aldamótakynslóðin Sú kynslóð landsmanna, m.a. bænda og sjómanna, sem mótaðist af hugs- unarhætti og framfarahug í byrjun 20. aldar, hefur verið kölluð alda- mótakynslóðin, og af þeirri kyn- slóð eru allir þeir sem hér komu við sögu. Hér ber sérstaklega að geta þáttar Sumarliða Halldórssonar, en hann var um árabil samstarfsmað- ur Þórðar Ásmundssonar, bæði hér á Akranesi, í Sandgerði og á Siglu- firði. Þegar hann var í Danmörku aflaði hann fyrir Þórð upplýsinga um ýmislegt það sem til framfara mætti horfa. Ég vil sérstaklega vekja athygli á bréfi Sumarliða til Þórð- ar 25. mars 1916 frá Skagen í Dan- mörku. Þar sem gerð er góð grein fyrir kostnaði við að reisa móverk- smiðju þá sem Þórður hafði hugsað sér að reisa í Garðaflóanum, einu mesta mósvæði landsins. Það bréf er einstök heimild. Einnig minnist hann á plóga og traktora sem e.t.v. yrðu keyptir í tengslum við bygg- ingu verksmiðjunnar. Þá er þarna stórmerkilegt bréf, eða öllu heldur útdráttur úr dagbók við garðrækt- ina á Ósi í maí 1919, þar sem fyrsti traktorinn kom við sögu, en þetta mun vera fyrsta véladagbókin sem skráð er hér á landi. Háteigur Þórður Ásmundsson var fædd- ur og alinn upp á Háteigi, sem var ein af elstu og stærstu jörðunum á Akranesi. Margir orðlagðir fram- kvæmdamenn höfðu búið þar í gegnum tíðina og er ekki ólíklegt að líf þeirra og störf hafi haft áhrif á hinn unga mann. Einar Þorvarð- arson, orðlagður framkvæmdamað- ur á sínum tíma, kom þangað 1832 en hann drukknaði 1864. Kona hans var Gunnhildur Halldórsdótt- ir ljósmóðir. Árið 1844 kemur á Háteig Sigurður lynge, fjölfróður listamaður, en hann ræktaði kart- öflur fyrstur manna á Skaganum, auk þess sem hann gerði skurði til jarðabóta; einnig túnsléttur í Há- teigsmýrinni. Einnig hlóð hann mikið af görðum um tún og kál- garða, sem lengi stóðu á Háteigs- jörðinni. Fleiri framkvæmdamenn voru frá Háteigi, m.a. Guðmund- ur Þorbjarnarson. Guðmundur var steinsmiður og stóð hann m.a. fyr- ir byggingu steinstöplabryggjunn- ar í Steinsvör árið 1907, en það þótti vandasamt verk á sínum tíma að steypa í sjó og sprengja með dínamíti. Guðmundur var eftirsótt- ur iðnaðarmaður, m.a. sá hann um allt múrverk á hinu sérstæða húsi Gunnars Gunnarssonar skálds á Skriðuklaustri. Þá má geta þess að foreldrar Þórðar, þau Ásmundur og Ólína voru framfarasinnuð og bættu Háteigsjörðina meðan þau bjuggu þar. Akranesstraktorinn – endalok fyrstu dráttar- vélarinnar Eins og svo margar vélar og tæki sem getið hafa sér gott orð og mik- il afköst þá fór vélin endanlega í brotajárn, að undanskildum einum hlut - kveikjunni - sem er magn- etukveikja, model T frá The KW Ignition Co. í Cleveland í Banda- ríkjunum. Sú kveikja er því bók- staflega kveikjan að afl- og vélvæð- ingu íslensks landbúnaðar. Hún er nú varðveitt í héraðsminjasafninu í Görðum á Akranesi. Ásmundur Ólafsson skráði. Heimildir: Rit Árna G. Eylands og Ólafs B. Björnssonar; bréf og ritskrár Sumarliða Halldórssonar og Þórðar Ásmundssonar ásamt minningum og viðtölum við Júlíus Þórðarson; einnig blöð og tímarit m.a. frá 1918. Akranestraktorinn kominn að niðurlotum. Síðasta myndin sem vitað er um af fyrstu dráttarvélinni sem flutt var til landsins. Mynd í eigu Þórðar H. Ólafssonar. Félagar og samstarfsmenn, frá vinstri Þórður Ásmundsson og Bjarni Ólafsson. Þetta er sjálf kveikjan úr fyrsta traktornum, en hún er varðveitt í Byggðasafninu í Görðum, þar sem myndin er tekin af Þórði H. Ólafssyni. Háteigur. Á síðari hluta 19. aldar voru tveir portbyggðir bæir á Háteigi; þeir stóðu hlið við hlið með inngangi í báða milli þeirra. Bæir þessir stóðu nokkuð fram yfir aldamótin 1900. Teikning Jóns M. Guðjónssonar.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.