Skessuhorn


Skessuhorn - 25.07.2018, Blaðsíða 17

Skessuhorn - 25.07.2018, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 25. JÚlÍ 2018 17 Mat á umhverfisáhrifum Athugun Skipulagsstofnunar Stækkun kjúklingabús að Hurðarbaki, Hvalfjarðarsveit Matfugl hefur tilkynnt til umfjöllunar Skipulagsstofnunar frummatsskýrslu um ofangreinda framkvæmd. Tillaga að ofangreindri framkvæmd og skýrsla um mat á umhverfisá- hrifum hennar liggur frammi til kynningar frá 19. júlí til 31. ágúst 2018 á eftirtöldum stöðum: Á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar, í Þjóðarbókhlöðunni og hjá Skipulagsstofnun. Frummatsskýrslan er aðgengileg á vefsíðu stofnunarinnar: www. skipulag.is. Allir hafa rétt til að kynna sér framkvæmdina og leggja fram athugasemdir. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en 31. ágúst 2018 til Skipulagsstofnunar bréfleiðis eða með tölvupósti á skipulag@skipulag.is. Skipulagsstofnun S A M V E R A ER EIN BESTA FORVÖRNIN Vegna skemmda sem varð í eldsvoða í húsinu Skagabraut 15 á Akranesi síðastliðið föstudagskvöld, hafa nágrannar hrundið af stað fjársöfnun. Allt sem safnast mun renna til stuðnings Jóhönnu Kristínar og dætra hennar. Reikningsnúmer: 0186-05-010136 Kennitala: 090283-5459 Fjársöfnun vegna bruna Síðastliðinn vetur sóttu Akranes- kaupstaður og landbúnaðarháskóli Íslands um styrk til Nýsköpunar- sjóðs námsmanna til að vinna verk- efnið: „Aðlaðandi bæir, umhverf- isvæn endurnýjun og samkeppnis- hæfni í norrænum þéttbýlum. Bæir sem veita fólki góð lífsskilyrði.“ Sjóðurinn ákvað að styrkja verk- efnið og vinnur Ása Katrín Bjarna- dóttir, nemandi í Umhverfisskipu- lagi frá landbúnaðarháskóla Ís- lands, að þessu verkefni í sumar en markmiðið er að rannsaka og örva tilfinningu og vitund fólks fyrir gæðum og lifandi umhverfi bæjar- ins. Rauði þráðurinn er miðbæjar- mynd Akraness en verkefnið teyg- ir anga sína á fleiri staði. Núver- andi eiginleikar miðbæjarins verða skoðaðir út frá viðurkenndum fræð- um og fyrri rannsóknum og reynt að finna hvar styrkleikar liggja og hvað megi mögulega bæta. „Hver staður hefur sín einkenni og sinn anda en oft er erfitt að setja puttann nákvæmlega á hvað það er sem geri Akranes, sem og aðra bæi, að aðlaðandi stað til að dvelja á en ég ætla að gera mitt besta,“ seg- ir Ása og bætir við að ef veður og vindar leyfi þá sé ætlunin að hafa nokkurs konar innsetningar á völd- um stöðum í bænum. „Þar mæti ég með eitthvað skemmtilegt eins og kubb, sápukúlur, keilu eða snúsnú- bönd og vona að fólk sjái tæki- færi til að stoppa, dvelja og njóta á svæðunum.“ Ása hefur nú þegar verið einu sinni á Akratorgi og segir það hafa heppnast mjög vel en planið sé að endurtaka þetta nokkrum sinnum á næstu vikum. Samhliða innsetn- ingunum verða framkvæmdar taln- ingar á tveimur svæðum þar sem fylgst er með því hvernig fólk nýti svæðin, ásamt viðtölum og spurn- ingalistum í valin fyrirtæki. Einnig verður farið yfir sögu deiliskipulags á Miðbæjarreit og Akratorgsreit. Nýsköpunarverkefnið er hluti af stærra verkefni sem Akraneskaup- staður og Umhverfisskipulags- braut lbhÍ taka nú þátt í á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar til að vinna með og varpa ljósi á sjálf- bærnimarkmið Sameinuðu þjóð- anna og gæði meðalstórra bæja á Norðurlöndum. Markmið verkefn- isins er að undirbúa sameiginlega norræna áætlun um hvernig bæir og nærliggjandi svæði þeirra geta orðið meira aðlaðandi með þróun á lifandi og heildrænu þéttbýlisum- hverfi, sem umhverfisvænt og efna- hagslega og félagslega sjálfbært. Unnið verður með kortlagn- ingu, þróun og notkun aðferða til að meta sjálfbærni í þéttbýli og auka samkeppnishæfni. Fulltrúar þeirra norrænu bæja sem taka þátt í verkefninu munu deila þekkingu milli norrænna stjórnenda, stjórn- sýslu og fræðasviða. Niðurstaðan á að vera sameiginleg norræn áætl- un fyrir aðlaðandi og heildrænt Við innsetningar mætir Ása með eitthvað skemmtilegt eins og kubb, sápukúlur, keilu eða snúsnúbönd og vonar að fólk sjái tækifæri til að stoppa, dvelja og njóta. Verkefni til að efla vitund um umhverfi: Rauði þráðurinn er miðbæjarmynd Akraness þéttbýlisumhverfi. Með Akranesi í verkefninu eru Vaxjö í Svíþjóð, Middelfart í Danmörku og Salo í Finnlandi. Sindri Birgisson skipu- lagsfræðingur og umhverfisstjóri hjá Akraneskaupstað og Helena Guttormsdóttir, lektor við lbhÍ, leiða verkefnið. mm/ Ljósm. hg. Ása Katrín Bjarnadóttir vinnur að verkefninu. Ung blómarós nýtur stundar og staðar. Svipmynd frá innsetningu á Akratorgi.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.