Skessuhorn


Skessuhorn - 25.07.2018, Blaðsíða 22

Skessuhorn - 25.07.2018, Blaðsíða 22
MIÐVIKUDAGUR 25. JÚlÍ 201822 Framkvæmdir við nýtt fiskvinnslu- hús Guðmundar Runólfssonar hf ganga vel en nú er komin mynd á bygginguna og byrjað að setja þak- ið. Skip útgerðarinnar; Helgi SH og Hringur SH fara á sjó á næstu dög- um en vinnsla á að hefjast á mánu- daginn. Það verður því væntanlega mikill hamagangur í öskjunni þegar vinnsla hefst með allar þessar fram- kvæmdir í gangi og það mun vænt- anlega mikið mæða á starfsmönn- um fyrirtækisins. tfk Sveinn Björnsson hefur rekið garð- yrkjustöðina Varmaland við Reyk- holt í Borgarfirði í 54 ár. „Ég ólst upp hérna og ólst upp við þetta. Pabbi minn var í ræktun og ég var löngu farinn að vinna við þetta áður en ég tók við af honum. Svo deyr pabbi árið 1971 aðeins 59 ára gam- all. Allar systur mínar voru þá flutt- ar að heiman og ég sjálfkrafa tek við ræktuninni,“ segir Sveinn sem var aðeins 19 ára gamall þegar hann byrjaði í garðyrkju og hefur alla tíð eftir það stundað tómatarækt- un. Sveinn ræddi við Skessuhorn um þróun í tómataræktun í garð- yrkjustöðinni sinni að Varmalandi í Reykholti. Gróf upp flesta grunna sjálfur Ekkert af upphaflegu gróðurhús- unum sem byggð voru á árunum eftir 1938 standa enn. Sveinn hóf uppbyggingu á landinu árið 1964, þá 19 ára gamall, og hefur bætt við gróðurhúsum alveg til ársins 2008. Þau þekja nú um 2000 fermetra lands. „Ég gróf upp flesta grunna með skóflu nema fyrir síðasta hús- inu, enda var ég ungur og frískur þá,“ segir Sveinn sem einnig byggði öll sín gróðurhús sjálfur. „Ég fékk líka hjálp úr sveitinni. Til dæm- is þegar þurfti að glerja þá var best að gera það allt í einum rykk. Ef maður tók pásu frá framkvæmdum þá var meiri hætta á að vindurinn myndi koma og sprengja upp gler- ið sem væri þegar búið að leggja. Ég hringdi því á flesta bæi í ná- grenninu og fékk oft um tíu menn með mér í lið og þannig myndaðist skemmtileg stemning. Ég kallaði þá glerkallana mína,“ segir hann og hlær. Stöðug vinna Á Varmalandi eru um 4500 tóm- ataplöntur og þarf stöðugt að vera að hlúa að ræktuninni sem hefst í desembermánuð ár hvert. Þá byrjar Sveinn að sá í bakka í uppeldishús- inu. Þar fá plönturnar að vaxa í um hálfan mánuð. Því næst er pottað úr bökkunum og þá standa plönturnar undir ljósi fram í miðjan febrúar og stundum lengur. Það er nauðsyn- legt fyrir plönturnar að vera undir ljósi því það er svo dimmt á þess- um tíma árs að plönturnar þríf- ast ekki öðruvísi en undir birtunni. „Um miðjan febrúar er dagsbirt- an sögð vera nóg til að tómatapl- antan þoli að fara út en oft ef það er mikil dimmviða og rigningar- tíð þá verða plönturnar ekki góðar, þær þurfa svo mikla birtu,“ útskýr- ir Sveinn. „Við byrjum svo að tína í apríl og alveg fram í nóvember. Þá hendi ég út og hreinsa öll húsin, og notast við háþrýstidælu til að smúla allt að innan. Svo sjóðum við jarð- veginn með heitu vatni til að dauð- hreinsa hann því oft getur ræktast upp mygla og svoleiðis í húsunum ef maður gerir það ekki. Þetta er ótrúleg og endalaus vinna.“ Sveinn bætir því líka við að uppskeran í ár er töluvert minni en oft áður á Varmalandi en það er út af fáum sólardögum í vor og sumar en eins og hann nefnir þá þurfa plönturnar ljósið til að vera upp á sitt besta og gefa vel af sér. Betri tækni í dag Töluvert hefur breyst frá því Sveinn byrjaði fyrst í garðyrkju en á stöð- inni hans á Varmalandi framleiðir hann mun meira af tómötum í dag en fyrrum. Margt af því er tækninni að þakka. „Það er búin að vera gíf- urleg þróun undanfarin ár í tækja- búnaði og slíku. Í gamla daga var þetta ofboðsins handavinna. Þeg- ar maður var krakki þá sendi pabbi mann út í hús til að tosa í böndin sem opnuðu gluggana þegar það var gott veður. Núna er þetta allt tölvustýrt. Með tækninni er hægt að stilla nákvæmlega á hvaða tíma dags gluggarnir opnast og hvernig hitinn er í rörunum. Þetta er miklu þægilegra enda erum við að fram- leiða miklu meira af tómötum í dag,“ segir Sveinn þegar hann rifj- ar upp þróunina yfir árin. Aðspurð- ur út í hvernig honum þykir best að borða tómatinn þá svarar hann. „Mér finnast tómatarnir langbest- ir svona volgir beint af plöntunni,“ segir hann að lokum með brosi á vör. glh Byrjað að setja þak á nýtt fisk- vinnsluhús G.Run Hefur stundað tómataræktun í 54 ár Borgfirðingurinn Sveinn Björnsson byrjaði 19 ára að starfa við garðyrkju Gróðurhúsin þekja nú um 2000 fermetra á Varmalandi. Sveinn Björnsson garðyrkjubóndi að Varmalandi. Um 5000 tómataplöntur eru til ræktunar á garðyrkjustöðinni. Tómatarnir eru yfirleitt tíndir af plönt- unum áður en þeir verða fullþroskaðir. Þessir verða eldrauðir eftir vikutíma, eftirþroskinn er svo mikill.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.