Skessuhorn


Skessuhorn - 10.10.2018, Blaðsíða 11

Skessuhorn - 10.10.2018, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 10. OKTÓBER 2018 11 FOSSBERG I Ð N A Ð A R V Ö R U R O G V E R K F Æ R I í Bresabúð, Kalmansvöllum 1, Akranesi fimmtudaginn 11. október frá kl. 15.00 Fjöldi tilboða á staðnum og kynningar á nýjungum! Fossberg verður með ljósakynningu Orkuveita Reykjavíkur hefur birt fjár- hagsspá samstæðunnar fyrir tímabil- ið 2019-2024. Innan hennar eru, auk móðurfélagsins, Veitur, Orka nátt- úrunnar og Gagnaveita Reykjavíkur. Fjárhagsspáin var samþykkt af stjórn OR í síðustu viku. „Rekstur og fjár- hagur Orkuveitu Reykjavíkur stend- ur traustum fótum og engar skarp- ar breytingar á tekjum eða rekstrar- gjöldum eru fyrirséðar,“ segir í til- kynningu stjórnar. „Við sjáum fram á uppfærslu veitu- kerfa, sem mörg hver eru gömul í grunninn, aukna sjálfvirkni í þjónustu og það mikilvæga umhverfisverkefni sem orkuskipti í samgöngum eru. Þetta eru áform sem teygja sig lengra en sem nemur tímabili þessarar fjár- hagsspár en þeirra gætir í fjárfesting- um samkvæmt henni.“ Meðal þess sem fram kemur í fjárhagsspánni er að nettóskuldir OR munu lækka um 14,1 milljarð frá 2018 til ársloka 2024. Skuldir eru nú 128,6 milljarð- ar króna en því er spáð að þær verði 114,5 milljarðar að fimm árum liðn- um. Gert er ráð fyrir að verð fyrir þjónustu fyrirtækjanna fylgi í stórum dráttum almennu verðlagi í landinu. Tekjuskattur og fjármagnstekjuskatt- ur til ríkissjóðs verður 18,4 milljarðar króna á tímabilinu, gangi spáin eftir. Arðgreiðslur til eigenda munu nema 13,8 milljörðum króna á árunum 2018-2024, samkvæmt spánni. Það þýðir að Akraneskaupstaður (eigandi 5% hlutar) mun taka til sín á næstu árum arð sem nemur 690 milljónum króna og Borgarbyggð 138 milljón- um (1% hlutur). Á vegum Veitna eru umfangs- mestu fjárfestingarverkefnin á næstu fimm árum framhald endurnýjunar á aðveituæð hitaveitu Akraness og Borgarness, Deildartunguæð, sem áætlað er að ljúki árið 2025. Þá verð- ur áfram unnið að snjallmælavæð- ingu og framkvæmdum sem stuðla að sporlausri fráveitu. „Umfangs- mestu fjárfestingar ON eru viðhalds- boranir til gufuöflunar fyrir virkjan- irnar á Hengilssvæðinu ásamt frekari þróun niðurrennslislausna. Stækkun varmastöðvar Hellisheiðarvirkjun- ar, þar sem er unnið heitt vatn fyrir hitaveituna á höfuðborgarsvæðinu, er í spánni auk umhverfisverkefna og nýsköpunar í Jarðhitagarði ON. Fjárfestingar Gagnaveitu Reykjavík- ur eru að mestu fólgnar í lagningu ljósleiðara í sveitarfélögum í sam- ræmi við nýlegar viljayfirlýsingar við viðkomandi sveitarstjórnir.“ Skipt um útveggi Vesturhúss Því má við þetta bæta að síðasta ár hefur verið unnið að greiningu á nokkrum valkostum til að ráða niðurlögum rakaskemmda á Vest- urhúsi Orkuveitu Reykjavíkur við Bæjarháls í Reykjavík. „Niðurstað- an eftir mat sérfræðinga er að hag- kvæmasti og öruggasti kosturinn sé að skipta um alla útveggi hússins en láta burðarvirki og gólf halda sér. Áður en lokaákvörðun um fram- haldið verður tekin verður verk- fræðihönnun boðin út. Hönnunin er forsenda vandaðrar kostnaðar- áætlunar fyrir viðgerðina. Ákvörð- un um framhaldið verður tekin þegar sú áætlun liggur fyrir. Vest- urhúsið hefur nú staðið autt í rúmt ár,“ segir í tilkynningu frá OR. mm OR gefur út fjárhagsspá fyrir næstu fimm ár Áætlað er að Akraneskaupstaður og Borgarbyggð leysi til sín 828 milljónir í arð á næstu fimm árum Starfsmaður OR les af mælum. Áfram mun fyrirtækið vinna að snjallmælavæðingu sem sparar álestur. Ljósm. úr safni Skessuhorns. Starfshópur um endurskoðun eign- arhalds á bújörðum, sem skipaður var af sjávarútvegs- og landbúnað- arráðherra í júní 2017, skilaði ný- verið skýrslu þar sem lagðar eru til breytingar á lögum í því skyni að viðhalda ræktanlegu landbúnaðar- landi og búsetu í sveitum landsins. Í framhaldi af þeirri vinnu hyggst forsætisráðherra skipa starfshóp um endurskoðun laga og reglna er varða eignarhald á landi og fast- eignum hér á landi í samræmi við samþykkt ríkisstjórnar Íslands síð- astliðinn föstudag. Meginmarkmið endurskoðunar- innar verður að meta lögmæti mis- munandi leiða til að setja almenn- ar takmarkanir á stærð landareigna og/eða fjölda fasteigna sem einn og sami aðili, sem og tengdir að- ilar, geta haft afnotarétt yfir. Jafn- framt verður það hlutverk starfs- hópsins að skoða mögulegar leið- ir til að sporna gegn því að land í landbúnaðarafnotum sé tekið til annarra nota og tryggja að ef ekki telst grundvöllur fyrir áframhald- andi landbúnaðarafnotum að bú- seta á jörð haldist enda þótt land- búnaðarafnot leggist af í því skyni að sporna gegn íbúafækkun og við- halda byggð á viðkomandi svæði. Starfshópurinn mun verða skip- aður fulltrúum sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra, dómsmálaráð- herra, umhverfis- og auðlindar- áðherra og samgöngu- og sveitar- stjórnarráðherra auk fulltrúa for- sætisráðherra sem mun stýra vinnu hópsins. mm Lagasetning í undirbúningi um eignarhald bújarða

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.