Skessuhorn - 10.10.2018, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 10. OKTÓBER 2018 13
www.kb.is
Egilsholti 1, 310 Borgarnes
Tel. 430 5500
Kuldagallar og
ullarundirföt í
úrvali fyrir börn
og fullorðna
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
8
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
8
Starf iðju- eða
þroskaþjáfa
Brekkubæjarskóli óskar eftir að ráða iðju- eða þroskaþjálfa,
eða einstakling með aðra uppeldismenntun, sem hefur áhuga
og reynslu af að vinna með börnum. Um er að ræða
100% starf tímabundið frá 1. nóv. n.k. til loka skólaársins.
Nánari upplýsingar um verkefni og hæfniskröfur
starfsins má finna á www.akranes.is/lausstorf.
Umsóknarfrestur er til og með 21. október.
Laugardaginn 13. október fer fram
fyrsta afhending hópsins „REKO
Vesturland“ sem um leið er fyrsta
REKO afhendingin hér á landi. Í
Skessuhorni nýverið var sagt frá
verkefninu sem nú er formlega
farið í gang. Vörur sem pantað-
ar hafa verið verða afhentar kaup-
endum við bílaplan Krónunnar
á Akranesi milli kl. 11 og 12. Að
sögn aðstandenda REKO verður í
boði fjölbreytt úrval frá fjölmörg-
um bændum og smáframleiðend-
um víðs vegar af suðvestanverðu
landinu.
Meðal þess sem er hægt að
panta og fá afhent á laugardag-
inn er birkireykt bleikja, tvíreykt
hrákæfa, kanínukjöt, fersk jarðar-
ber, kofareykt bjúgu, nautakjöt,
kimchi, handgerður brjóstsykur,
alikálfakjöt, grafinn geitavöðvi,
mintusulta, súrkál, jarðarberjas-
íróp, lambakjöt, kindahakk, sir-
lon nautasteik, nautahamborg-
arar, landnámshænuegg, jarðar-
berjasulta, heimasætu salsa, svína-
kjöt, útbeinaðað fyllt lambalæri og
birkireyktur bláberjavöðvi.
Viðskiptin fara þannig fram að
áhugasamir kaupendur skrá sig
í næsta afhendingahóp á REKO
Vesturland á Facebook. Fara þarf
inn í viðburðinn og skoða færslur
frá framleiðendum sem bjóða mat-
vörur til sölu, setja í athugasemd
við hverja færslu hvað þeir vilji
kaupa eða senda skilaboð beint
á framleiðanda. Hver framleið-
andi sér síðan um að innheimta
greiðslur fyrir sínar vörur fyrir af-
hendingardaginn. Loks þarf kaup-
andinn að sækja vörurnar sem búið
er að panta og greiða fyrir á fyrr-
greindum tíma.
Þeir sem hafa spurningar um
REKO Vesturland eru hvattir
til að hafa samband við Hlédísi
Sveinsdóttur í síma 892-1780.
Hún verður einnig stödd á Les-
bókinni á Akranesi með tölvu milli
kl. 17 og 18 í dag, miðvikudaginn
10. október.
mm
Fjölbreytt úrval í boði á fyrstu REKO afhendingunni
Handavinnuhúsinu í Hyrnutorgi í
Borgarnesi hefur verið lokað eft-
ir 12 ára farsælan rekstur, fyrsta
áratuginn við Brákarbraut 3 og nú
síðustu tvö árin í Hyrnutorgi. Sig-
ríður Karlsdóttir, eigandi Handa-
vinnuhússins, segir í samtali við
Skessuhorn að reksturinn hafi
gengið mjög vel og það hafi ekk-
ert með lokunina að gera. „Ég er
búin að sjá um þennan rekstur í
tólf ár og var bara búin að fá nóg
og ætla að snúa mér að einhverju
öðru,“ segir Sigríður. „Ég vil bara
þakka öllum mínum viðskiptavin-
um kærlega fyrir,“ segir Sigríður.
arg
Handavinnuhúsinu
hefur verið lokað
Handavinnuhúsið var staðsett í Hyrnutorgi síðustu tvö ár en stendur nú tómt.