Skessuhorn


Skessuhorn - 10.10.2018, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 10.10.2018, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 10. OKTÓBER 20188 Svínapest breiðist um Evrópu LANDIÐ: Ekki hefur tekist að stöðva útbreiðslu afríkanskrar svínapestar í Evrópu, þrátt fyrir margvígslegar aðgerðir. Brýnt er að gæta smitvarna við flutn- ing og ferðir milli landa sem og við umgengni og fóðrun svína. Sjúkdómurinn berst þó ekki í mannfólk, að því er fram kem- ur í tilkynningu frá Matvæla- stofnun. „Um er að ræða alvar- legan sjúkdóm í svínum, sem í flestum tilvikum veldur dauða. Sjúkdómurinn berst ekki í önn- ur dýr né fólk. Veiran sem veld- ur sjúkdómnum getur m.a. borist með sýktum svínum og sæði, hráu kjöti af sýktum dýr- um, sem og farartækjum, bún- aði, fatnaði o.fl. sem mengast hafa af veirunni. Smitdreifing til nýrra landa er oftast rakin til matvæla og lifandi svína,“ segir í tilkynningunni. Til að sporna við að smit berist til Íslands segir stofnunin mikilvægt að fólk sem ferðast erlendis, sér- staklega til landa þar sem sjúk- dómurinn hefur greinst, taki alls ekki hrátt eða illa hitameð- höndlað kjöt með sér heim. Þau Evrópulönd sem um ræðir eru Rússland, Úkraína, Hvíta-Rúss- land, Eistland, Lettland, Lithá- en, Pólland, Tékkland, Rúm- enía, Ungverjaland, Búlgaría, Moldavíka, Belgía og ítalska Miðjarðarhafseyjan Sardinía. Þar að auki er sjúkdómurinn jafnframt til staðar í mörgum löndum Afríku. „Mikilvægt er að svínaeigendur viðhafi ávallt góðar smitvarnir og tryggi að svínin komist ekki í matarleifar sem innihalda kjötafurðir. Jafn- framt er rétt að minna á þá al- mennu reglu að bannað er að fóðra dýr sem alin eru til mann- eldis á dýrapróteinum, að und- anskildu fiskimjöli.“ -kgk Aflatölur fyrir Vesturland dagana 29. september - 5. október Tölur (í kílóum) frá Fiski- stofu: Akranes: Engar landanir á tímabilinu. Arnarstapi: Engar landanir á tímabilinu. Grundarfjörður: 4 bátar. Heildarlöndun: 276.000 kg. Mestur afli: Steinunn SF: 119.345 kg í tveimur lönd- unum. Ólafsvík: 13 bátar. Heildarlöndun: 139.110 kg. Mestur afli: Ólafur Bjarna- son: 26.740 kg í fjórum róðrum. Rif: 8 bátar. Heildarlöndun: 78.648 kg. Mestur afli: Magnús SH: 25.649 kg í fjórum róðrum. Stykkishólmur: 5 bátar. Heildarlöndun: 72.098 kg. Mestur afli: Leynri SH: 24.352 kg í fjórum löndun- um. Topp fimm landanir á tímabilinu: 1. Hringur SH - GRU: 67.986 kg. 3. október. 2. Steinunn SF - GRU: 64.764 kg. 2. október. 3. Steinunn SF - GRU: 54.581 kg. 29. september. 4. Helgi SH - GRU: 47.992 kg. 30. september. 5. Farsæll SH - GRU: 40.609 kg. 1. október. -kgk Í liðnum mánuði keypti Eðalfisk- ur í Borgarnesi þrotabú Egils sjáv- arafurða á Siglufirði. Innifalið í kaupum voru vélar, tæki og vöru- merkið Egils síld. „Meginhluti starfsemi Egils var reyktur lax sem seldur var á Bandaríkjamarkað og með kaupunum erum við hjá Eð- alfiski að styrkja stöðu okkar með útflutningi. Nú má segja að Eg- ill sé kominn heim í Borgarfjörð,“ segir Kristján Rafn Sigurðsson framkvæmdastjóri Eðalfisks í sam- tali við Skessuhorn. mm Egill kominn heim í Borgarnes Pökkun á reyktum laxi hjá Eðalfiski. Ljósm. úr safni Skessuhorns. Eins og vegfarendur í Saurbæ í Dölum urðu varir við á ferðum sín- um þar síðastliðinn vetur og í sumar voru þar miklar vegaframkvæmdir. Þar voru starfsmenn Borgarverks að störfum en vegurinn var breikk- aður og byggður upp á um 5,7 kíló- metra kafla. Þá voru vegaxlir jafn- aðar og kantarnir gerðir flatari til að auka öryggi vegfarenda. Verkið er nú vel á veg komið og búið er að leggja fyrra slitlag af klæðningu yfir veginn. Seinna lagið verður svo lagt næsta vor og lýkur þá verkinu. arg Mikil breyting á veginum um Saurbæ Hafnar eru framkvæmdir við end- urgerð Kalmanstorgs á Akranesi, en það er hringtorgið á mótum Esju- brautar, Kalmansbrautar og Akra- nesvegar. Er torgið í daglegu tali stundum kallað spæleggið. Útbú- inn verður nýr göngustígur norð- an við Esjubraut og lagfæra á yfir- borð götunnar til austurs að Esju- torgi, á mótum Esjubrautar, Inn- nesvegar og Þjóðbrautar. Samhliða gatnaframkvæmdunum munu Veit- ur endurnýja hitaveitu, vatnsveitu, fráveitu og rafveitu á svæðinu. Umferð er beint með hjáleið inn á Esjubraut í báðar áttir frá Akra- nesvegi. Einnig er lokað fyrir um- ferð um Kalmanstorg og hluta Kal- mansbrautar frá Esjubraut að inn- keyrslunni á bakvið Skagaver. Gera má ráð fyrir aukinni umferð vinnu- véla á svæðinu og öðru raski vegna framkvæmdanna. Íbúar mega auk þess búast við rekstrartruflunum í veitukerfum á verktíma. Verða þeir upplýstir um þær hverju sinni. kgk Gatnaframkvæmdir í gangi á Akranesi Kalmanstorg er á mótum Esjubrautar, Kalmansbrautar og Akranesvegar. Steypt gatan var brotin upp með fleyg og efninu mokað á bíl með beltagröfu. Norðan hvassviðri gekk yfir vest- anvert landið síðasta fimmtudag og slitnaði þá upp innsiglingarbaujan fyrir utan Ólafsvíkurhöfn og rak upp í fjöru. Hafði Þórður Björns- son samband við Lífsbjörgu og bað um aðstoð við að ná baujunni úr fjörunni. Fóru fjórir félagar á At- landic slöngubát Lífsbjargar að ná í baujuna þar sem hún maraði hálf í kafi. Þar sem hún hékk í keðjunni á flóðinu gekk hálf brösuglega að koma taug í hana vegna þess að það var þungur sjór og töluverð hreyf- ing á henni. Þurfti einn björgun- arsveitamaður að fara í sjóinn og koma tauginni í baujuna en þegar var togað í hana vildi ekki betur til en spottinn slitnaði og var þá tek- inn sú ákvörðun að hnýta utanum baujuna og gekk þá að ná henni. Var hún svo dreginn inn í höfn- ina þar sem kranabíll frá Þorgeir ehf hífði hana á land. Ekki er vitað hvenær baujan kemur í gagnið aft- ur en þar til eru skipstjórnarmenn beðnir að gæta að sér. þa Innsiglingarbaujan slitnaði upp

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.