Skessuhorn


Skessuhorn - 10.10.2018, Blaðsíða 20

Skessuhorn - 10.10.2018, Blaðsíða 20
MIÐVIKUDAGUR 10. OKTÓBER 201820 Guðrún Sigríður Gísladóttir, forstöðumaður Vinnumála- stofnunar á Vesturlandi, segir að þátttaka í Fyrirmyndardeg- inum hafi verið gríðarlega góð á öllu Vesturlandi í ár. Þátt- taka fyrirtækja og vinnustaða á Vesturlandi hafi alltaf verið til fyrirmyndar. Á föstudeginum 5. október í síðustu viku var Fyrirmyndardagurinn haldinn í fimmta sinn og fyrirtæki og gestastarfsmenn á Vesturlandi voru þátttakendur í ár sem og fyrri ár. Á Fyrirmyndardeginum bjóða fyrirtæki og vinnustað- ir til sín einstaklingum með fötlun eða skerta starfsgetu til að kynnast nýjum störfum og verkefnum á vinnumarkaði. Með því er vonast til að fyrirtæki og vinnustaðir opni augun fyr- ir starfskröftum og starfshæfni fólks með skerta starfsgetu og sýni um leið fólki sem að öllu jöfnu vinnur önnur störf hve verkefni og störf eru fjölbreytt úti á vinnumarkaðnum. „Allur undirbúningur í tengslum við Fyrirmyndardaginn var unninn í frábæru samstarfi við Starfsendurhæfingu Vest- urlands, Endurhæfingarhúsið Hver, Fjöliðjuna á Akranesi, Ölduna í Borgarnesi, Ásbyrgi í Stykkishólmi og Smiðjuna í Snæfellsbæ,“ segir Guðrún Sigríður. Alls tóku fimmtíu og þrír gestastarfsmenn þátt í Fyrirmyndardeginum á Vesturlandi, langflestir á Akranesi. Fyrirtæki og vinnustaðir á Vesturlandi sem tóku þátt voru fjörutíu og sex. Sú breyting varð á Fyrir- myndardeginum í ár að hann var ekki afmarkaður við einn dag. „Í raun varð þetta Fyrirmyndarvika því þátttökunni var dreift á alla vikuna eftir því hvað hentaði bæði þátttakendum og fyrirækjum,“ segir Guðrún Sigríður. Meðfylgjandi myndir voru teknar á Fyrirmyndardeginum á nokkrum stöðum á Vesturlandi. Þær sýna glöggt hversu fjöl- breytt og skemmtileg störf fólk fékk að kynnast. klj Frábær þátttaka í Fyrirmyndardeginum á Vesturlandi Stebbi fékk að reyna fyrir sér í Gámu. Með honum á mynd er Elli. Aldís var gestastarfsmaður hjá Olís á Akranesi. Hjá Nesbrauði í Stykkishólmi fékk Sigurður Fannar að spreyta sig. Ólafía Sæunn fékk kynningu á þvottahúsinu á Dvalarheimilinu í Stykkishólmi. Ívar kíkti á vinnustofuna hjá Dýrfinnu gullsmið á Akranesi. Thor og Jökull fóru saman til Dodda hjá Sansa á Akranesi. Laufey bar fram veitingar á kaffihúsinu Lesbókinni á Akranesi. Helgi Jóhann reyndi fyrir sér hjá Hafnarvoginni í Stykkishólmi. Guðmundur kannaði starf hjá Póstinum í Borgarnesi. Máni fékk kynningu á starfsemi Lögreglunnar á Vesturlandi. Ölver fór í Íþróttamiðstöðina í Borgarnesi. Óli prófaði að vinna í Olís á Akranesi.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.