Skessuhorn


Skessuhorn - 10.10.2018, Blaðsíða 22

Skessuhorn - 10.10.2018, Blaðsíða 22
MIÐVIKUDAGUR 10. OKTÓBER 201822 Haustmarkaðurinn Búsældar var haldinn 6. október í Upplýsinga- miðstöðinni á sunnanverðu Snæ- fellsnesi, í félagsheimilinu Breiða- bliki. Á boðstólnum var alls konar handverk og matur úr héraði. Var markaðurinn vel sóttur þrátt fyrir mjög slæmt veður þennan dag. Um kaffiveitingar sáu nemendur í Laug- argerðisskóla og rann allur ágóði til foreldrafélagsins í skólanum. iss Héldu haustmarkað í Breiðabliki Skemmdarverk voru unnin á úti- bekk við leikskólann Skýjaborg í Hvalfjarðarsveit síðustu helgina í september. Bekkurinn var brot- inn og virðast skemmdirnar vera af mannavöldum, fremur en vegna veðurs. Einnig var rúða brot- in í leikskólanum fyrr í vor. Leik- skólastjóri biðlar til samfélagsins að standa saman og gæta að eigum annarra og eigum sveitarfélagsins. klj Skemmdarverk við Skýjaborg Ungmennafélagið Víkingur í Snæ- fellsbæ var 90 ára 6. október síð- astliðinn. Haldið var upp á daginn og bauð félagið til veislu í Íþrótta- húsi Snæfellsbæjar á sunnudag- inn. Margrét Sif Sævarsdóttir, for- maður Umf. Víkings/Reynis, bauð gesti velkomna og sagði stuttlega frá sögu félagsins. Þar kom meðal annars fram að þegar Víkingur var stofnaður var það eins og flest ung- mennafélög á þeim tíma meira eins og málfundafélag en íþróttafélag og tók virkan þátt í þjóðfélagsumræð- unni. Starfsemi félagsins fór þó að breytast í kringum 1940 og starf- semin að færast meira yfir í íþróttir. Það var svo í kringum 1969 sem fé- lagið eignaðist merkið sitt sem not- að hefur verið síðan. Það var Helgi Jónsson, starfsmaður rafveitunnar í Ólafsvík á þeim tíma, sem teiknaði merkið. Voru frjálsar íþróttir fyrir- ferðamiklar til að byrja með. Margar deildir hafa starfað inn- an Víkings og verið mjög öflug- ar. Til dæmis stóð krakkablakdeild félagsins fyrir tveimur Íslandsmót- um. Einnig hafa starfað júdódeild, sunddeild, skíðadeild, fimleikar og körfubolti svo eitthvað sé nefnt. Knattspyrnudeild félagsins hefur á undaförnum árum vakið verðskuld- aða athygli fyrir árangur sinn. En það var í kringum 1960 sem knatt- spyrnan hófst fyrir alvöru í Ólafs- vík. Voru það þeir Gylfi Scheving og Sigurður Rúnar Elíasson sem lögðu þung lóð á vogarskálarnar í þeirri þróun. En félagið hefur frá árinu 1967 tekið þátt í Íslandsmóti í knattspyrnu annað hvort undir merkjum Víkings eða HSH. Fram- an af flakkaði liðið milli deilda en í fyrsta sinn sumarið 2012 vann það sér þátttökurétt í deild hinna bestu og lék í efstu deild í fyrsta sinn árið 2013. Hefur liðið síðan einnig spil- að í efstu deild árin 2016 og 2017 og tvívegis komist í undanúrslit bikarmótsins. Barna- og unglinga- starf félagsins hefur undanfarin ár verið í samstarfi við Ungmenna- félagið Reyni sem og önnur félag á Snæfellsnesi og það gengið vel. Að loknum ræðuhöldum á sunnu- daginn var boðið upp á veitingar, kaffi, Svala og afmælisköku. Börn- in gátu svo notið sín í íþróttahúsinu við að leika sér í hoppukastala og fleiri þrautum sem í boði voru. þa Ungmennafélagið Víkingur er 90 ára Glæsileg afmælisterta var í boði. Margrét Sif Sævarsdóttir formaður Umf. Víkings/Reynis í ræðustól. Sumarið kom vel út á Vesturlandi og veiði var fín í flestum laxveiði- ám landshlutans. Hér verður rennt yfir laxveiðiárnar og lokaveiðitölur skoðaðar. „Lokatölurnar úr Hvolsá eru 320 laxar og um 200 bleikjur,“ segir Þórarinn Birgir Þórarinsson í Hvítadal, spurður um Hvolsá og Staðarhólsá í Dölum. Báðar gáfu þær vel í sumar. „Sleppingar og lagfæringar í lóninu eru að skila sér, fiskurinn stoppar minna í lón- inu,“ bætir Þórarinn við. Krossá gaf 91 lax en áin er að fara í útboð eftir að hafa um nokkurra ára skeið verið í umsjá Hreggnasa. Búðardalsá gaf 331 lax og Íslend- ingar sem voru við veiðar í henni í ágúst og fengu fína veiði, enda hafði þá rignt aðeins. „Flekku- dalsáin endaði í 170 löxum,“ segir Ingólfur Helgason leigutaki. Veiðitölur hafa ekki fengist úr Fáskrúð en breytt eignaraðild er að ánni og aðeins Stangveiðifélag Akraness með sína daga. Landeig- endur við ána eru með restina af dögunum. „Við enduðum veiðina í Laxá í Dölum í 1207 löxum,“ seg- ir Haraldur Eiríksson, en það er töluvert betri veiði en í fyrra. Enn fremur komu nokkrir vænir laxir upp úr ánni í sumar. Haukadalsá endaði í 629 löxum þetta sumarið, Miðá kom vel út með 374 laxa og helling af bleikju. Veiðimenn sem við hittum við ána fyrr í sumar voru búnir að veiða sex laxa eftir einn dag og töluvert af silungi. Veiði í Haffjarðará var frábær. Samtals veiddust 1545 laxar á sex stangir í sumar, sem er miklu betri veiði en í fyrra. Straumfjarðará endaði í 349 löxum á fyrsta sumr- inu sem Stangveiðifélag Reykja- víkur er með ána. „Lokatölur úr Hítará eru 629 laxar,“ sagði Ingimundur Bergsson hjá Stangveiðifélagi Reykjavíkur. Hún bætti við sig 120 löxum og verður það að teljast gott eftir allar hamfarirnar við ána á liðnu sumri. „Sumarið var fínt við Langá og lokatalan er 1635 laxar,“ sagði Kalli Lú, spurður um Langá á Mýrum. Gljúfurá endaði í 298 löxum og Norðurá í 1692 löxum. „Þetta var gott sumar í Þverá og lokatölurn- ar 2.455 laxar,“ segir Ingólfur Ás- geirsson um Þverá og Kjarará sem gáfu vel í sumar. „Brennan gaf 360 laxa og Straumarnir 215 laxa,“ bætir Ingólfur við. Flókadalsá endaði í 477 löx- um og margir fengu vel í soðið úr henni. „Við enduðum í 267 löx- um í Reykjadalsá og 60 urriðum. Þrír laxanna voru yfir 90 sentí- metra langir,“ segir Óskar Færseth spurður um Reykjadalsá. Norð- lingafljót gaf 239 laxa, sem er mun minna en í fyrra en þá veiddust nærri þúsund laxar. Lokatölur úr Grímsá eru 1036 laxar og Laxá í Leirársveit endaði í 671 laxi. „Við erum enn að veiða í Leirá til 10. október og það hefur veiðst vel síðustu daga,“ segir Stef- án Sigurðsson nýkominn úr Leirá með nokkra sjóbirtinga og allavega tvo laxa sem öllum var sleppt aft- ur í ána. „Mér finnst sjóbirtings- veiðin hafa lagast verulega eftir að við fórum að sleppa honum,“ segir Stefán að endingu. gb Veiðin gekk vel á Vesturlandi í sumar Sindri Sigurgeirsson í Bakkakoti með Einari Sigfússyni við opnun Norðurár, sem endaði í 1692 löxum þetta sumarið. Ljósm. María Gunnarsdóttir. Sigurlaug Sverrisdóttir með 84 cm lax úr Kirkjustreng í Þverá. Góð veiði var í Þverá og Kjarará, en 2455 laxar komu upp úr ánni í sumar. Ljósm. Aðalsteinn Pétursson.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.