Skessuhorn


Skessuhorn - 10.10.2018, Blaðsíða 19

Skessuhorn - 10.10.2018, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 10. OKTÓBER 2018 19 Myndhöggvarinn Gerhard Kö- nig hefur verið fenginn til að gera við styttuna Stúlka með löngu eftir Guðmund frá Miðdal. Styttan stóð áður í Bæjargarðinum á Akranesi. Styttan er frá árinu 1956. Gerhard hefur nú þegar endurgert stytt- una Hafmeyjuna eftir Guðmund frá Miðdal sem að nýju hefur ver- ið komið á stall sinn í Skallagríms- garðinum í Borgarnesi. Þá má geta þess að síðasta sumar vann hann að endurbótum á safni Samúels Jóns- sonar í Selárdal. Stúlka með löngu brotnaði í sjö misstóra hluta og Gerhard hef- ur náð að líma saman meirihlut- ann af verkinu. Styttan brotnaði vegna frostskemmda og er töluvert skemmd vegna veðrunar í áranna rás. Upp í gegnum miðjuna á stytt- unni gengur pípa fyrir vatn. Stúlka með löngu var hluti af gosbrunni, líkt og Hafmeyjan í Skallagríms- garðinum. Gerhard segir að gallinn við stytturnar hans Guðmundar frá Miðdal og verk Samúels Jónssonar í Selárdal sé að þær skortir járna- bindingu í steypuna. Hann áætlar því að bæta við ryðfríum stálvír sem bindingu. Einnig mun hann nota vatnsvarða steypu til að húða stytt- una á ný, til að minnka líkurnar á að hún springi að nýju. klj Listaverkið Stúlka með löngu í viðgerð Gerhard König er hér að gera við styttuna. Í Þurranesi í Saurbæ rekur Jón Ingi Ólafsson sauðfjárbú og ferðaþjón- ustu. Þar er hann með með þrjá fullbúna sumarbústaði sem hver hefur heitan pott og gistipláss er fyrir sex manns. Að auki eru uppá- búin rúm fyrir 20 manns í gamla íbúðarhúsinu á bænum, þar sem einnig er búið að byggja við matsal fyrir 30 manns í sæti. Jón Ingi tók við búinu af foreldrum sínum og er hann þriðji ættliðurinn til að vera með sauðfé í Þurranesi. „Ég tók við sauðfjárbúinu í byrjun árs 2015 og í upphafi þessa árs tók ég einnig yfir ferðaþjónustuna,“ segir Jón Ingi en foreldrar hans hafa rekið ferðaþjón- ustu í Þurranesi í tvo áratugi. Góð aðstaða fyrir hópa Aðspurður hvernig aðsókn ferða- manna hafi verið í sumar segir Jón Ingi hana hafa verið mjög góða. „Það var ekkert lát á bókunum frá erlendum ferðamönnum en það var aðeins minna af Íslendingum í sum- ar,“ segir hann. „Það hefur verið vinsælt meðal Íslendinga að leigja gamla íbúðarhúsið fyrir lítil ætt- armót, gönguhópa, hjólreiðahópa eða aðra slíka hópa en núna í sum- ar var aðeins minna um slíkar bók- anir. Mögulega hafði Heimsmeist- aramótið í fótbolta eitthvað um það að segja nú eða veðrið sem var nú ekkert sérstakt í allt sumar. Ætli Ís- lendingar hafi ekki farið meira til útlanda í sumar.“ Jón Ingi segir flesta ferðamann sem gisti í Þurranesi koma frá Evr- ópu. „Ætli stærsti hópurinn sem kemur til mín séu ekki Þjóðverjar. Það er allur gangur á því hversu margar nætur þeir gista en sum- ir eru alveg upp undir viku í einu. Staðsetningin hér er góð fyrir þá sem vilja skoða sig um á Vesturlandi og Vestfjörðum, hér er svona mið- punktur. Fólk dvelur oft hér í þrjár til fjórar nætur og tekur dagsferðir út á Snæfellsnes, Vestfirði eða bara um Vesturland,“ segir Jón Ingi. Vill auka ferðaþjónustu yfir veturinn Jón Ingi segist hafa í huga að stækka ferðaþjónustuna og lengja ferða- tímabilið hjá sér. „Það er náttúru- lega mest að gera hjá mér yfir sum- arið en ég stefni á að auglýsa mig betur yfir veturinn og reyna að fá fólk meira til mín allt árið. Ég held að það sé alveg forsenda fyrir því, það er alveg nóg um ferðamenn sem koma til landsins allt árið,“ segir Jón Ingi og bætir því við að hann sjái mikla möguleika í ferða- þjónustu í Dölum. „Ég hef fulla trú á því að hér í Dölunum séu enn ónýttar auðlindir í ferðaþjónustu. Sem dæmi er ég viss um að við gæt- um gert meira út á það mikla fugla- líf sem er hér. Til mín hefur verið að koma fuglaáhugafólk frá Belgíu og Hollandi að skoða mófuglana á Íslandi. Ég held að við gætum gert meira með þetta en hér á landi er mikið um fugla sem sjást varla á meginlandinu. Eins og til dæmis spóinn sem er hér um allt yfir sum- arið. Hann fer til Afríku yfir vet- urinn en stoppar bara í Hollandi í örfáa daga á leiðinni á milli. Þetta er því fuglategund sem margir Evr- ópubúar sjá varla. Ég er viss um að ef við myndum auglýsa þetta betur myndi fuglaáhugafólk sækja meira hingað í Dalina og jafnvel stoppa í nokkra daga í einu,“ segir Jón Ingi. arg Fuglalífið í Dölum vannýtt auðlind í ferðaþjónustu Jón Ingi Ólafsson bóndi í Þurranesi í Saurbæ ásamt syni sínum, Ólafi Vigni. Sumarhúsin eru öll vel búin með tveimur svefnherbergjum og svefnlofti. Í Þurranesi er matsalur fyrir 30 manns í sæti.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.