Skessuhorn


Skessuhorn - 10.10.2018, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 10.10.2018, Blaðsíða 10
MIÐVIKUDAGUR 10. OKTÓBER 201810 Um klukkan 17:30 síðastliðinn miðvikudag voru björgunarsveit- ir kallaðar út til leitar og björgunar í Kirkjufelli við Grundarfjörð. Fór björgunarsveitarfólk af Snæfells- nesi og víðar af Vesturlandi, sjúkra- flutningamenn, sem og þyrlusveit Landhelgisgæslunnar ásamt sér- hæfðum fjallabjörgunarmönnum til leitar. Alls munu 150 viðbragðsað- ilar hafa komið að útkallinu, en að- gerðum lauk klukkan 21 um kvöld- ið. Neyðarkall hafði borist frá tví- tugri franskri konu sem hringdi úr hlíðum fjallsins. Hafði hún slasast á höfði og fæti við það að renna niður snarbratta hlíð í fjallinu. Stöðvaðist hún einungis feti frá fjallsbrún, það- an sem lóðrétt fall var tugi metra niður. Aðstæður til leitar og björg- unar voru mjög varasamar síðast- liðinn miðvikudag; krapi í hlíðum fjallsins, hált og byrjað að rökkva. Þegar björgunaraðilar komu að konunni var hún orðin köld og við það að líða útaf. Náðist að koma konunni í búnað til að hægt væri að hífa hana um borð í þyrlu Gæsl- unnar og með henni var konan flutt á sjúkrahús í Reykjavík. Björgunarfólki var brugðið Samkvæmt upplýsingum Skessu- horns lögðu björgunaraðilar sig í töluverða hættu við þessa leit og björgun. Meðal annars lýstu fé- lagar í Lífsbjörgu í Snæfellsbæ að- stæðum þannig: „Gönguhópar björgunarsveita og sjúkraflutninga- menn komust að þeim slasaða eftir þó nokkra stund en fjallið var erf- itt yfirferðar. Á fjallinu eru mikil klettabelti, blautur og laus gróður, skriður og nýfallinn snjór í miklum bratta.“ Strax um kvöldið var rætt í röðum björgunarfólks og íbúa um nauðsyn þess að hefja umræðu, í ljósi tíðra slysa í Kirkjufelli, um hvort ástæða væri til að takmarka eða jafnvel banna göngur á fjallið yfir vetrartímann. Björgunarfólk sem Skessuhorn hefur rætt við tel- ur að ekki sé forsvaranlegt að fólk, jafnvel óvant fjallgöngum, reyni við uppgöngu á fjallið óháð veðri, færð, búnaði, klæðnaði og aðstæðum al- mennt. Ekki heimild til valdboðs Björg Ágústsdóttir er bæjarstjóri í Grundarfirði. Aðspurð segir hún að sveitarfélagið sem slíkt hafi ekki formleg ráð til að bregðast við för fólks á Kirkjufell með beinum hætti, ekkert valdboð sé til staðar. Lögreglan hafi ákveðnar heimild- ir, en þær séu þó einnig takmark- aðar. Kirkjufellið sé í eigu þriggja jarða, en meginleiðin á fjallið liggi í gegnum land jarðanna Kirkjufells og Háls. Heimildir til að takmarka eða banna för fólks sé í höndum landeigenda, en meira að segja þeir þurfi að gera slíkt á réttum forsendum því að meginreglu til sé almenningi heimil för um landið og dvöl þar í lögmætum tilgangi, samkvæmt svokölluðum almanna- rétti. Björg segir að landeigendur skoði nú hvernig heppilegast sé að bregðast við ferðum vanbúins fólks á fjallið. Hún segir að landeigend- ur hafi að sjálfsögðu heimild til að setja upp skilti á sínu landi og vara fólk við hættum. „Undirbúning- ur landeigenda að slíku var hafinn og í september settu landeigendur Háls upp staura og band til að gefa til kynna lokun gönguleiðar upp að fjallinu. Það hafði því miður lít- ið að segja,“ segir Björg. Bæjar- ráð Grundarfjarðarbæjar fundaði síðastliðinn föstudag með fulltrú- um landeigenda til að meta stöð- una og ræða viðbrögð við þessum tíðu og alvarlegu slysum. „Þarna eru landeigendur í rauninni að fá í fangið verkefni sem þeir hafa ekki kallað eftir, en þurfa engu að síð- ur að bregðast við. Landeigendur ráða ferðinni og bæjarstjórn leitast við að styðja þá,“ segir hún. Margir fjölfarnir staðir hættulegir Björg segir að fólk bregðist við tíðindum af þessum slysum með mismunandi hætti. Björgunar- fólk, heimamenn og landeigendur séu vissulega slegnir. Ferðamenn halda hins vegar áfram að streyma á svæðið. Staðreyndin sé sú að tæknilega væri erfitt að loka fyrir umferð á fjallið. Kirkjufell sé frægt fyrir formfegurð sína enda eitt mest myndaða fjall á Íslandi. Gríð- arlegur fjöldi ferðafólks heimsæki áningarstaðinn við Kirkjufells- fossa, hinum megin þjóðvegarins, og margir sjái í hillingum að klífa fjallið. Aðstæður við Kirkjufell eru þó ekkert ósvipaðar fleiri stöðum þar sem slys hafa orðið. „Það er víða ferðast um hættulegar slóð- ir hér á landi vegna mikilfengleika náttúrunnar. Hættan felst í því að á fjallið sæki fólk sem ekki er vant fjallgöngum og ekki rétt útbúið til þeirra. Þess vegna er gríðarlega mikilvægt að samræma skilaboð og koma upplýsingum til ferðafólks um að ganga á Kirkjufell sé ekki fyrir venjulegt ferðafólk, heldur einungis fyrir vana fjallagarpa með góðan búnað og við kjöraðstæður,“ segir Björg. Upplýsingamiðstöð um Kirkjufell? Björg segir jafnframt að líta verði á þetta tiltekna mál í stærra sam- hengi og þar geti sveitarfélagið og fleiri aðilar haft mikið að segja. „Bráðaaðgerðir felast í að setja upp skilti, koma enn betri upplýsing- um til ferðafólks og mögulega að verja svæðið tímabundið, eins og landeigendur standa frammi fyr- ir. Í stærra samhengi verðum við hins vegar að skoða skipulag inn- viða og uppbyggingu áfangastaða. Leggja þarf fjármuni í göngustíga- gerð og minnka álag akandi um- ferðar á svæðið. Það er líka orðið mjög skýrt í mínum huga að við þurfum að beina för fólks mark- visst inn í þéttbýlið og gera það eftirsótt að skoða Kirkjufellið úr fjarlægð. Við þurfum fleiri skipu- lagða áningarstaði - líka í þéttbýl- inu. Það eru til dæmis margir stað- ir hér innan þéttbýlisins þar sem fjallið er mjög fagurt á að líta. Við þurfum að beina fólki kerfisbund- ið á slíka staði, setja upp spennandi aðstöðu og gera fleiri sjónarhorn á fjallið vinsæl og helst „fræg“. Þetta er þekkt úr skipulagsfræð- inni. Íslendingar verða einfaldlega að leggja meiri fjármuni í stíga- gerð, upplýsingagjöf og góða án- ingarstaði þannig að ferðafólk upplifi náttúruna á þeim forsend- um sem það ræður við. Þannig má vera að besta svarið okkar væri að byggja upp sérstaka upplýsinga- miðstöð um Kirkjufell í þéttbýl- inu, til að fræða fólk og gera því kleift að upplifa fjallið með fjöl- breyttum hætti. Auk þess að vera tækifæri til atvinnusköpunar, þá gæti slíkt dregið úr líkum á að fólk reyni uppgöngu á fjallið og fari sér og öðrum að voða,“ segir Björg Ágústsdóttir. mm Kona var hætt komin í Kirkjufelli Aukin upplýsingagjöf talin vænlegust til að fækka megi slysum Frá aðgerðum við Kirkjufell að kvöldi miðvikudags. Sjá má ljós þyrlunnar við hlíðar fjallsins. Ljósm. Björgunarsveitin Lífsbjörg, Snæfellsbæ á Facebook. „Bráðaaðgerðir felast í að setja upp skilti, koma upplýsingum til ferðafólks og mögulega að verja svæðið tímabundið. Í stærra samhengi verðum við að skoða skipulag innviða og uppbyggingu áfangastaða,“ segir Björg. Ljósm. tfk. Frá björgunaraðgerðum við Kirkjufell þegar banaslys varð í fjallinu í liðnum mánuði. Ljósm. tfk.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.