Skessuhorn


Skessuhorn - 10.10.2018, Blaðsíða 28

Skessuhorn - 10.10.2018, Blaðsíða 28
MIÐVIKUDAGUR 10. OKTÓBER 201828 Guðrún Hannesdóttir hefur sent frá sér ljóðabókina Þessa heims. Þetta er sjöunda ljóðabók Guðrún- ar sem hefur fengið mikið lof fyr- ir fyrri ljóðabækur sínar. Hún hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vörn árið 2007 og ljóðabókin Humátt var tilnefnd til Fjöruverðlaunanna árið 2016. Í umsögn um Humátt var sagt að hún væri eftirminnileg, innihaldsrík og vönduð ljóðabók sem einkennist af skörpu innsæi, aðdáunarverðum stílbrögðum og óbilandi tilfinningu fyrir möguleikum ljóðsins. Í ljóðabókinni Þessa heims fjallar Guðrún um fortíð og nútíð og dregur upp sterkar myndrænar myndir í ljóðum sínum. Bókin er skrýdd ranghverfu af altarisklæði úr Laufáskirkju frá 1694. klj Vörur og þjónusta R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 H P Pípulagnir ehf. Alhliða pípulagnaþjónusta Hilmir 820-3722 Páll 699-4067 hppipulagnir@gmail.com SK ES SU H O R N 2 01 8 TEK AÐ MÉR GARÐAÚÐUN ALLA DAGA VIKUNNAR GARÐAÚÐUN REYNIS SIG SÍMI: 899-0304 Fyrir alla vigtun Húsarafmagn Töflusmíði Iðnaðarrafmagn Bátarafmagn Bílarafmagn RAFMAGN vogir@vogir.is Sími 433-2202 VOGIR Bílavogir Kranavogir Skeifuvogir Pallvogir Aflestrarhausar Hönnun prentgripa & alhliða prentþjónusta Drei bréf - Boðsbréf Ritgerðir - Skýrslur Reikningar - Eyðublöð Umslög - Bréfsefni Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Getum við aðstoðað þig? sími: 437 2360 olgeirhelgi@islandia.is www.skessuhorn.is Fyrirlestur dr. Hauks Þorgeirsson- ar í minningu Snorra Sturlusonar, sem fresta þurfti 2. október síðast- liðinn verður á dagskrá í Bókhlöðu Snorrastofu í þriðjudaginn 16. októ- ber kl. 20:30. „Eins og áður hefur komið fram gerir Haukur þar grein fyrir leitinni að höfundi Íslendinga- sagna, sem á áhugaverðan hátt teng- ist nafni Snorra. Snorrastofa hvet- ur fólk til að kynna sér þær áhuga- verðu rannsóknir, sem Haukur hef- ur stundað og framtíðarsýn þeirra, sem ástunda slíka höfundaleit,“ seg- ir í tilkynningu. Um fyrirlesturinn segir Haukur sjálfur: „Hverjir sömdu Íslendinga sög- urnar? Í miðaldahandritum er eng- in þeirra eignuð höfundi með skýr- um hætti en fræðimenn hafa með ýmsum rökum tengt þær við nafn- greinda einstaklinga frá 13. öld. Sér- staklega hefur sjónum verið beint að Sturlungum. Egils saga hefur ver- ið kennd Snorra Sturlusyni og Lax- dæla saga Ólafi Þórðarsyni. Sturla Þórðarson hefur verið orðaður við Eyrbyggja sögu, Grettis sögu, Njáls sögu og Gull-Þóris sögu. Rökin fyrir þessu eru missterk. Í erindinu verður rætt um þau rök sem beitt hefur verið á þessu sviði og sérstak- lega fjallað um um stórtækan sam- anburð á orðtíðni textanna. Stílmæl- ing með aðstoð hugbúnaðar er að- ferð sem hefur sannað gildi sitt við rannsóknir á höfundum en hún hef- ur einnig ákveðnar takmarkanir, sér- staklega þegar henni er beitt á texta frá miðöldum. Farið verður yfir ný- legar rannsóknir á sviðinu og reif- að hvers konar framhaldsrannsóknir gætu varpað frekara ljósi á málin.“ Haukur Þorgeirsson er rannsókn- ardósent við Stofnun Árna Magn- ússonar í íslenskum fræðum. Hann hefur doktorspróf í íslenskri mál- fræði og MS-próf í tölvunarfræði. Í rannsóknum sínum hefur Haukur fengist við forna texta frá málfræði- legu og textafræðilegu sjónarmiði. Eftir fyrirlesturinn verður boðið til kaffiveitinga og umræðna. Að- gangur er kr. 500. mm Sömdu Sturlungar þetta allt saman? Dr. Haukur Þorgeirsson. Skagfirski kammerkórinn ræðst í stórverkefni í til- efni afmælis fullveldis á Íslandi en það er flutn- ingur á verkinu Magnifi- cat eftir breska tónskáld- ið John Rutter. Fyrstu tónleikarnir verða í Mið- garði í Skagafirði sunnu- daginn 21. október kl. 16.00, aðrir tónleikar verða í Bíóhöllinni Akra- nesi á Vökudögum 27. október kl. 16.00 og þeir þriðju í Langholtskirkju í Reykjavík 28. október kl. 16.00. Kórinn hefur fengið til sam- starfs við sig hljómsveitarstjórann Guðmund Óla Gunnarsson, Sin- fóníettu Vesturlands, Kammerkór Norðurlands og Kalman listfélag á Akranesi. Einsöngvari í verkinu er Helga Rós Indriðadóttir sem jafnframt er söngstjóri Skagfirska kammerkórsins. Annar hluti tón- leikanna er helgaður íslenska ein- söngslaginu en það hefur lifað með þjóðinni í hundrað ár við píanó- undirleik. Hér er ætlunin að gera þeim enn hærra undir höfði en venjulega en lög eins og Bikarinn eftir Eyþór Stefánsson, Í fögrum dal eftir Emil Thoroddsen og Sól- setursljóð eftir Bjarna Thorsteins- son hljóma í nýjum útsetning- um Guðmundar Óla, fyrir hljóm- sveit, sungin af Kolbeini Ketilssyni og Helgu Rós. Einnig syngja þau nokkur lög saman. Magnificat er marglaga verk sem frumflutt var 1990. Það er gleðióður til Maríu Guðsmóður og sækir Rutter innblástur í há- tíðahöld suðrænna landa. Segir hann sjálfur Magnificat vera fullt af fögnuði, þar sem sólin skíni frá upphafi til enda. Verkið á því vel við á 100 ára afmæli fullveldis Ís- lands, í landi þar sem sólin gengur aldrei undir á sumrin og vetur eru oft langir og dimmir. Það á ekki síður við þar sem áhrif erlendis frá hafa haft mikil áhrif á mótun sam- félagsins og á tónlistarlífið síðustu hundrað árin. Dagskrá tónleikanna sýnir þró- unina í verkefnavali almennra kóra á þeim hundrað árum sem liðin eru frá fullveldi og hvað Íslending- ar eru að fást við í dag á 100 ára afmælinu. Styrktaraðilar verkefnisins eru: Fullveldissjóður, Tónlistarsjóður, Uppbyggingarsjóður Vesturlands og Uppbyggingarsjóður Norður- lands vestra. Miðar fást á midi.is -fréttatilkynning Skagfirðingar halda tónleikana; Í takt við tímann Guðrún gefur út nýja ljóðabók Menntamálastofnun og Samtök ís- lenskra barna- og unglingabókahöf- unda (SÍUNG) bjóða upp á nám- skeið í skapandi skrifum í völdum skólum á Vesturlandi. Bergrún Íris Sævarsdóttir, rithöfundur og teikn- ari, stýrir námskeiðinu sem er ætl- að til að auka áhuga barna á lestri bóka og ritun. Allir skólar á Vest- urlandi sem boðið var upp á nám- skeiðið hafa þegið boðið. Bergrún Íris skrifaði metsölu- bókina „Langelstur í bekknum“ og fleiri vinsælar barnabækur. Í til- kynningu frá Menntamálastofnun segir að hún muni taka börnin með sér í ferðalag um ævintýraheima sagnagerðar og ritunar. Kafað verð- ur í hugmyndaleit, persónusköp- un og hvernig beinagrind að sögu verður til. Að námskeiðinu loknu skilur hún eftir vandaðar æfingar sem kennarar geta nýtt í skólastarf- inu. Bergrún Íris verður á ferðinni á Vesturlandi dagana 8.-11. október og heimsækir þá alla skóla á Vestur- landi utan Akraness, en verið er að skipuleggja heimsókn þangað. Námskeiðið er miðað að börnum á miðstigi grunnskóla. Ekkert er því til fyrirstöðu að börn á yngsta og elsta stigi njóti góðs af námskeið- inu í fámennari skólum. Mennta- málastofnun hefur áður boðið upp á svipuð námskeið í samstarfi við SÍUNG. Til dæmis var Gunnar Helgason með fræðslu á Austur- landi í mars og Þorgrímur Þráins- son með námskeið í skapandi skrif- um fyrir skóla á Vestfjörðum í sept- ember síðastliðnum. Heiðrún Scheving Ingvarsdóttir, læsisráðgjafi hjá menntamálastofn- un og einn skipuleggjandi nám- skeiðsins, segir að reynslan af nám- skeiðunum sé mjög góð. „Kenn- arar og aðrir sem sinna störfum á skólabókasöfnum tala um mikla aukningu á útláni bóka eftir að rit- höfundar hafa verið í heimsókn.“ Niðurstaðan sé því að námskeið af þessu tagi eða heimsóknir rit- höfunda hafi jákvæð áhrif á lestr- aráhuga nemenda. „En þetta segir okkur líka hversu mikilvægt það er að sveitarfélögin búi vel að bóka- kosti bæði skóla- og almennings- bókasafna.“ klj Námskeið fyrir grunnskólabörn á Vestur- landi í skapandi skrifum Bergrún Íris Sævarsdóttir, rithöfundur og teiknari, heimsækir á næstunni grunnskólabörn á Vesturlandi.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.