Skessuhorn


Skessuhorn - 10.10.2018, Blaðsíða 25

Skessuhorn - 10.10.2018, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 10. OKTÓBER 2018 25 Meðfylgjandi mynd tók Guðlaugur Albertsson um liðna helgi frá Gufuskálum. Sýnir hún rosabaug, en þeir myndast þegar sólin skín í gegnum þunna skýjabreiðu, oftast bliku, sem er hátt á himni og ljósbrot verður í ískristöllum skýjanna í frosti háloftanna. Ljósið frá sólinni brotnar í kristöllunum og það myndast eins konar regnbogi kringum sólina. Ískristallarnir eru sexstrendingar og þegar ljósið fer í gegnum þá breytir það um stefnu, en misjafnlega mikið eftir því hvernig það fellur á strendinginn. „Algengasta stefnubreytingin er 22 gráður, og þess vegna myndast hringur í þeirri fjarlægð frá sól á himnin- um. Þetta gerist þótt ískristallarnir snúi á alla mögulega vegu í skýjunum; við sjáum samsafn ljóss sem fer gegnum þá kristalla sem hafa mátulega stefnu,“ segir í útskýringu Kristínar Her- mannsdóttur á vef Veðurstofunnar. mm/ Ljósm. ga. Rosabaugur yfir Snæfellsjökli Hjónin Reynir Þór Róbertsson og Ása Fossdal opnuðu veitingastað- inn 380 Restaurant á Reykhólum í júní síðastliðnum en þau hafa í sama húsnæði rekið verslunina Hólabúð í fjögur ár. Þegar blaðamaður Skessu- horns kom þar við fyrir helgi voru starfsmenn úr Þörungaverksmiðj- unni í hádegismat hjá þeim Ásu og Reyni, en þau bjóða upp á hádegis- hlaðborð alla virka daga. „Það eru alltaf einhverjir sem kíkja hér í há- deginu,“ segir Reynir. „Við erum alltaf með ferskt grænmeti, súpu og kjöt- eða fiskrétt,“ bætir Ása við. Sumarið var mjög gott hjá þeim á 380 Restaurant og oft vildu fleiri komast að en gátu. „Þetta fór alveg fram úr okkar björtustu vonum og því miður þurftum við stundum að vísa fólki frá. Það hefur vissulega að- eins róast núna en við getum þó ekki kvartað,“ segir Reynir. Reynir og Ása ætla að vera dug- leg að bjóða upp á skemmtilega við- burði á veitingastaðnum í vetur. „Hera Björk verður með jólatón- leika í Reykhólakirkju í desember og við ætlum að bjóða upp á villirétt- amatseðil fyrir tónleikana. Við verð- um einnig með jólahlaðborð og svo ætlum við að reyna að vera dugleg að halda pub quiz og aðra skemmti- lega viðburði í vetur,“ segir Ása. Vilja meiri uppbyggingu Auk þess að reka verslun og veit- ingastað stefna þau Reynir og Ása á að byggja tvö raðhús á Reykhól- um til að selja. „Fólk vill koma hing- að og það eru næg atvinnutækifæri en húsnæðisskorturinn kemur í veg fyrir að fólk geti flutt hingað,“ segir Reynir. „Við lögðumst í smá rann- sóknarvinnu og höfðum samband við verktaka og sveitarfélagið. Við fundum góð einingahús sem myndu henta vel og sveitarfélagið tók vel í að fella niður gatnagerðagjöld og fráveitugjöld. Einnig erum við kom- in með verktaka sem er tilbúinn að gera þetta fyrir lágmarks hagnað en það er allt stopp hjá lánastofnunum,“ bætir Reynir við. Þau hafa gengið milli lánastofnana og alls staðar hef- ur fólki fundist þetta frábært framtak en verkefnið stoppar alltaf á kostn- aðaráætlun. „Við erum að áætla of lága upphæð í þetta að mati lána- stofnana,“ segir Ása. „Lánastofnanir vilja fara eftir föstu fermetragjaldi en það gengur ekki upp í okkar tilfelli. Við erum með verktaka sem er ekki að leitast eftir því að hagnast á verk- inu og sveitarfélagið ætlar að taka þátt með að fella niður gjöld,“ segir Reynir og bætir því við að þau muni áfram reyna að koma þessu verki í gegn. En af hverju eru þau að leggj- ast í þetta verkefni? „Við erum ein- göngu að þessu því það vantar fólk hingað í þorpið okkar og svona upp- bygging er hagur okkar allra,“ svarar Reynir og Ása tekur undir. arg Veitingarekstur gengur vel á Reykhólum Reynir og Ása bjóða upp á veglegt hádegisverðahlaðborð á 380 Restaurant alla virka daga.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.