Skessuhorn


Skessuhorn - 10.10.2018, Blaðsíða 17

Skessuhorn - 10.10.2018, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 10. OKTÓBER 2018 17 SK ES SU H O R N 2 01 8 Sérfræðingar skóla- og frístundasviðs Akraneskaupstaðar bjóða upp á tvo fræðslufundi sem fjalla um uppeldi í nútímasamfélagi. Aðgangur er án endurgjalds. Kát og klár kríli Fræðsla um uppeldi í nútímasamfélagi Miðvikudaginn 17. október verður haldinn fræðslufundurinn „Kát og klár kríli“. Fræðslan er ætluð foreldrum 0-3 ára barna og fer hún fram í Tónbergi, sal Tónlistarskóla Akraness, frá kl. 15:30-17:00. Hugrakkar hetjur Fræðsla um uppeldi í nútímasamfélagi Miðvikudaginn 24. október verður haldinn fræðslufundurinn „Hugrakkar hetjur“. Fræðslan er ætluð foreldrum 4-6 ára barna og fer hún fram í Tónbergi, sal Tónlistarskóla Akraness, frá kl. 15:30-17:00. Nánari upplýsingar og skráning fer fram á www.akranes.is Fræðsla um uppeldi í nútímasamfélagi Snorrastofa, menningar- og miðaldasetur í Reykholti Sími 433 8000 www.snorrastofa.is snorrastofa@snorrastofa.is „Sömdu Sturlungar þetta allt saman?“ Dr. Haukur Þorgeirsson flytur Snorrastofa í Reykholti Minningarfyrirlestur um Snorra Sturluson Þriðjudagurinn 16. október 2018 kl. 20:30 í Bókhlöðu Snorrastofu Fjallað verður um stórtækan samanburð á orðtíðni miðalda- texta í leitinni að höfundum þeirra. Stílmæling með aðstoð hugbúnaðar er aðferð sem, hefur sannað gildi sitt, en hún hefur einnig ákveðnar takmarkanir. Umræður og kaffiveitingar Aðgangur kr. 500 Hver er framtíð skógræktar í ljósi kolefnisbindingar? Samráðsfundur Skógræktarinnar með skógarbændum á Vesturlandi Hótel Hamri Borgarnesi, 16. október kl. 16:00-18:00 SK ES SU H O R N 2 01 8 Framkvæmdir við nýja frístunda- miðstöð við Garðavöll á Akranesi hófust seinni hluta janúarmánað- ar. Byrjað var að grafa fyrir húsinu í kjölfarið og voru fyrstu veggein- ingar reistar á vormánuðum. „Hér hefur allt verið á fleygiferð síð- an fyrsta skóflustungan var tekin í janúar og nú er svo komið að fram- kvæmdum utanhúss er nánast lokið og framkvæmdir inni eru komnar af stað,“ segir Guðmundur Sigvalda- son, framkvæmdastjóri Golfklúbbs- ins Leynis, í samtali við Skessu- horn. Guðmundur á jafnframt sæti í framkvæmdanefnd verkefnisins, sem skipuð var áður en framkvæmd- ir hófust. Auk hans eiga sæti í nefnd- inni Alfreð Þór Alfreðsson, rekstrar- stjóri áhaldahúss Akraneskaupstaðar og Lárus Ársælsson verkfræðing- ur. Báðir eru þeir Alfreð og Lárus jafnframt félagsmenn í Golfklúbbn- um Leyni. „Hlutverk framkvæmda- nefndarinnar er að gæta hagsmuna bæði Akraneskaupstaðar og Leynis, halda utan um verkefnið á fram- kvæmdatíma og samskipti við verk- taka. Allt saman hefur það gengið eins og best verður á kosið,“ segir Guðmundur. Húsið tilbúið að utan „Staðan á verkinu er sú í dag að steypuvirkið er allt risið og hús- ið er nánast alveg tilbúið að utan. Þakfrágangi er að mestu lokið og núna er unnið að frágangi utan- húss og undirbúningi við steyptar stéttar og plön. Innanhúss er búið að reisa milliveggina og framund- an er málningarvinna og spörsl- un. Vinna við raf- og pípulagnir verður unnin samhliða því,“ segir Guðmundur. „Næst á dagskrá er að velja gólfefni og setja það nið- ur. Í lok október hefst vinna við að koma inniaðstöðu félagsmanna í gagnið í kjallara hússins. Við í framkvæmdanefndinni munum sinna þeirri vinnu að mestu leyti sjálfir og leita til félagsmanna til að aðstoða okkur við hana. Sú vinna felst einkum í að mála veggi og loft, leggja gólfefni og síðan sinna ýmiss konar frágangi. Félagsmenn eru alltaf duglegir að leggja hönd á plóg og ég á ekki von á öðru en að þeir verði það líka þegar kemur að þessu. Ég hvet alla félagsmenn til að koma og aðstoða okkur við þá vinnu þegar þar að kemur,“ segir hann. Aðspurður segir Guðmundur gert ráð fyrir að opna inniaðstöð- una nálægt mánaðamótum nóvem- ber og desember. „Á svipuðum tíma, í lok nóvember, munum við taka skrifstofurnar og afgreiðsluna í notkun og síðan í beinu fram- haldi af því opna inniaðstöðuna í kjallaranum. Þetta er fyrsti áfangi verkefnisins. Annar áfangi, það er að segja veitingasalurinn, eld- húsið og öll sérrými önnur verða síðan tekin í notkun næsta vor og þar með verður framkvæmdum að fullu lokið,“ segir Guðmundur. „Ég held að það geti orðið mikil lyftistöng fyrir bæjarfélagið, ekki aðeins fyrir golfklúbbinn. Margir hópar, félagasamtök, aðildarfélög ÍA, og einnig Akraneskaupstað- ur koma til með að geta nýtt sér veislusalinn og eldhúsið fyrir veisl- ur og hvers kyns skemmtanir eða mannfögnuði,“ segir hann. Guð- mundur bætir því við að klúbb- urinn hyggist semja við rekstrar- aðila um veitingasölu við Garða- völl. Sá sem taki það að sér muni jafnframt annast allt sem tengist útleigu á salnum í samstarfi við golfklúbbinn. Rekstur veitingasöl- unnar verði auglýstur nánar seinna í vetur. Verklok í vor Smávægilegar tafir hafa orðið á verkinu frá því framkvæmdir hóf- ust, vegna slæms veðurs í febrúar annars vegar og seinni part apríl- mánaðar hins vegar. Guðmund- ur áætlar að fyrsti áfangi verks- ins sé um það bil sex vikum á eftir áætlun miðað við það sem gert var ráð fyrir í upphafi. „Í dag eru ekki nema níu mánuðir síðan fram- kvæmdir hófust. Framkvæmdirn- ar hófust af miklum krafti og þrátt fyrir smávægilegar tafir vegna veð- urs hefur allt gengið vel fyrir sig og allar áætlanir um að opna næsta vor standast ennþá. Þar er fyrst og fremst að þakka mikilli og góðri undirbúningsvinnu. Kostnaðar- áætlun verksins hefur sömuleið- is staðist í öllum meginatriðum,“ segir hann. „Samstarf Golfklúbbs- ins Leynis og Akraneskaupstaðar við þessa framkvæmd hefur verið alveg til fyrirmyndar. Ég færi bæj- aryfirvöldum miklar þakkir fyr- ir það og þann stuðning sem golf- klúbbnum er sýndur með því að ráðast í verkefni á borð við þetta,“ segir Guðmundur Sigvaldason að endingu. kgk Framkvæmdir við frístundamiðstöð ganga vel Guðmundur Sigvaldason, framkvæmdastjóri Golfklúbbsins Leynis. Frístundamiðstöðin við Garðavöll á Akranesi. Framkvæmdum utanhúss er nánast lokið og framkvæmdir inni eru komnar af stað. Hér sést sú hlið hússins sem snýr út á völl. Hluti kjallara frístundamiðstöðvarinnar, sem mun hýsa inniaðstöðu Golfklúbbsins Leynis. Stefnt er að því að opna inniaðstöðuna nálægt mánaðamótum nóvember og desember. Um sama leyti verða skrifstofur hússins og afgreiðsla teknar í notkun. Framkvæmdalegt um að litast í veitingasal frístundamiðstöðvarinnar, en þar verða sæti fyrir um 200 manns.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.