Skessuhorn


Skessuhorn - 10.10.2018, Page 29

Skessuhorn - 10.10.2018, Page 29
MIÐVIKUDAGUR 10. OKTÓBER 2018 29 Snæfellsbær - miðvikudagur 10. október Blóðsöfnun í Ólafsvík. Blóðbankabíllinn verður við Söluskálann ÓK í Ólafsvík frá kl. 14:30 til 18:00. Allir velkomnir. Borgarbyggð - miðvikudagur 10. október Skallagrímur mætir Breiðabliki í Domino‘s deild kvenna í körfuknattleik. Leikurinn hefst kl. 19:15 í íþróttahúsinu í Borgarnesi. Borgarbyggð - fimmtudagur 11. október Fjörtíu ára afmæli leikskólans Klettaborgar í Borgarnesi. Börn og starfsfólk leikskólans hafa í sameiningu skipulagt afmælisdaginn og verður skemmtun allan daginn. Foreldrar og aðrir velunnarar eru velkomnir í heimsókn til að þiggja veitingar í leikskólanum milli kl. 15 og 16. Borgarbyggð - fimmtudagur 11. október Skallagrímur tekur á móti Grindavík í fyrsta heimaleik vetrarins í Domino‘s deild karla í körfuknattleik. Leikurinn hefst kl. 19:15 í íþróttahúsinu í Borgarnesi. Borgarbyggð - fimmtudagur 11. október Félagsvist í hátíðarsalnum í Brákarhlíð kl. 20:00. Þriðja kvöldið í fjögurra kvölda keppni, sem dreifist á sex kvöld. Góð verðlaun og veitingar í hléi. Allir velkomnir. Snæfellsbær - fimmtudagur 11. október Opinn fundur um sjávarútvegsmál með sjávarútvegsráðherra í félagsheimlinu Röst á Hellissandi kl. 20:00. Stykkishólmur - föstudagur 12. október Snæfell mætir Hetti í fyrsta heimaleik vetrarins í 1. deild karla í körfuknattleik. Leikið verður í íþróttamiðstöðinni í Stykkishólmi frá kl. 19:15. Grundarfjörður - laugardagur 13. október Tónleikar í Grundarfjarðarkirkju. Kór Glerárkirkju heldur tónleika í Grundarfjarðarkirkju kl. 17:00. Fjölbreytt efnisskrá. Miðaverð er 1.500 kr. Enginn posi á staðnum. Snæfellsbær - laugardagur 13. október Kótilettu- og fjáröflunarkvöld Lionsklúbbs Nesþinga í félagsheimilinu Röst á Hellissandi. Andri Freyr Viðarsson sér um að halda uppi fjörinu. Happadrætti og óvænt skemmtiatriði. Miðaverð er kr. 5.000. Miðapantarnir hjá Ara í síma 866-6939 eða ari.bent@gmail. com og Andra í síma 8531004 eða andri@fmsnb.is. Stykkishólmur - þriðjudagur 16. október Ráðstefna um byggðamál verður haldin á Fosshótel Stykkishólmi dagana 16. og 17. október næstkomandi. Þar verður byggðaþróun til umræðu, umhverfismál og rætt hvernig blómleg byggð og náttúruvernd getur svarið saman. Sjá nánar frétt í Skessuhorni vikunnar. Borgarbyggð - þriðjudagur 16. október „Sömdu Sturlungar þetta allt saman?“ Minningarfyrirlestur dr. Hauks Þorgeirssonar um Snorra Sturluson í Snorrastofu í Reykholti kl. 20:30. Rætt verður um þau rök sem beitt hefur verið í leitinni að öfundum Íslendingasagna. Sérstaklega verður fjallað um stórtækan samanburð á orðtíðni þeirra. Stílmæling með aðstoð hugbúnaðar er aðferð sem hefur sannað gildi sitt en hefur einnig ákveðnar takmarkanir. Akranes - miðvikudagur 17. október Kát og klár kríli. Fræðsla um uppeldi í nútímasamfélagi í Tónbergi, sal Tónlistarskólans á Akranesi kl. 15:30 til 17:00. Fræðslan er ætluð foreldrum barna þriggja ára og yngri. Aðgangur er ókeypis. Skráning á vef Akraneskaupstaðar, www.akranes.is. Borgarbyggð - fimmtudagur 18. október Myndamorgunn í Safnahúsi Borgarfjarðar kl. 10:30 til 12:00. „Þekkir þú myndina?“ Gestir beðnir að greina óþekktar ljósmyndir. Borgarbyggð - fimmtudagur 18. október Veiðikortanámskeið á Hótel Hamri frá kl. 17:00 til 23:00. Sjá nánar á vef Umhverfisstofnunar. Leiguhúsnæði óskast Strákur úr Búðardal leitar að leiguhúsnæði á Vesturlandi. Hvorki reyki, drekk né djamma. Langar að komast í rólegt húsnæði úti á landi. Sakna sveitarinnar. Til í að skoða margt. Benedikt Jóhannesson; benni. joh@gmail.com. Skrifstofurými á Akranesi Til leigu 13 og/eða 20 fermetra skrifstofurými á Akranesi. Laust strax. Uppl. í síma 894-8998. Gæsir í fiðri og bringur Til sölu gæsir í fiðri og gæsabringur. Upplýsingar í síma 895-7679. Markaðstorg Vesturlands Nýfæddir Vestlendingar Á döfinni 2. október. Stúlka. Þyngd: 2.932 gr. Lengd: 50 cm. Foreldrar: Rakel Rún Eyjólfsdóttir og Hlynur Steinn Arinbjörnsson, Akranesi. Ljósmóðir: Elísabet Harles, sem jafnframt er amma stúlkunnar. Leigumarkaður TiL SÖLu 7. október. Stúlka. Þyngd: 3.480 gr. Lengd: 51 cm. Foreldrar: Rannveig Sif Kjartansdóttir og Andri Sævar Reynisson, Reykjavík. Ljósmóðir: Hafdís Rúnarsdóttir. 7. október. Drengur. Þyngd: 2.744 gr. Lengd: 48 cm. Foreldrar: Anja Kokoschka og Friðbjörn Rósinkar Ægisson, Reykholti í Borgarfirði. Ljósmóðir: Lóa Kristinsdóttir. Síðastliðinn fimmtudag hélt Góð- gerðarfélagið Eynir (GEY) í Fjöl- brautaskóla Vesturlands bingó til styrktar Minningarsjóðs Einars Darra. Húsfyllir var í sal FVA og seldust bingóspjöldin nánast upp. Nemendur sem stóðu fyrir viðburð- inum voru margir hverjir fyrrum skólafélagar Einars Darra. Salurinn var smekklega skreyttur og myndað- ist notaleg stemning meðal gesta og nemenda sem stóðu fyrir viðburð- inum. Fjölmörg fyrirtæki gáfu vinn- inga og safnaðist því dágóð upphæð í sjóðinn. Í aðalvinning var málverk eftir Bjarna Þór Bjarnason. Með- fylgjandi myndir voru teknar við þetta tækifæri. mm Bingó til stuðnings þjóðarátakinu #Ég á bara eitt líf

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.