Skessuhorn


Skessuhorn - 10.10.2018, Blaðsíða 21

Skessuhorn - 10.10.2018, Blaðsíða 21
MIÐVIKUDAGUR 10. OKTÓBER 2018 21 SK ES SU H O R N 2 01 8 Sérfræðingur á tæknideild Vestursvæðis í Borgarnesi Vegagerðin auglýsir eftir sérfræðingi á tæknideild Vestursvæðis með starfsstöð í Borgarnesi. Um er að ræða fullt starf, við verkefnastjórnun og umsjón framkvæmda. Tæknideild Vestursvæðis hefur umsjón og eftirlit með nýframkvæmdaverkefnum, viðhaldi á slitlögum, efnisvinnslu, styrkingum og endurbótum á vegamannvirkjum. Umdæmi deildarinnar eru Vesturland og Vestfirðir. Við erum að leita eftir öflugum starfsmanni sem hefur áhuga á að takast við krefjandi og fjölbreytt verkefni á sviðið framkvæmdaverkefna á svæðinu. Vegagerðin er eftirsóknarverður vinnustaður sem hentar jafnt báðum kynjum. Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi ríkisins og viðkomandi stéttarfélags. Umsóknar- frestur er til og með 22. október. Umsóknir berist Vegagerðinni á netfangið starf@vegagerdin.is. Í umsókninni komi fram persónulegar upplýsingar ásamt upplýsingum um þá menntun og hæfni sem gerð eru til starfsins, þar með talið menntunar- og starfsferilsskrá. Nánari upplýsingar um starfið veitir Pálmi Þór Sævarsson, deildarstjóri tæknideildar Vestursvæðis (palmi.th.saevarsson@vegagerdin.is) í síma 522 1540. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Menntunar- og hæfniskröfur Menntun í byggingartæknifræði B.Sc. eða byggingarverkfræði M.Sc. eða • önnur menntun sem nýtist í starfi. Reynsla af verkefnastjórnun og/eða vegagerð er æskileg.• Skipulagshæfni, fumkvæði og metnaður í starfi.• Hæfni til ákvarðanatöku, eftirfylgni og að vinna sjálfstætt.• Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum.• Góð íslensku- og enskukunnátta í rituðu og töluðu máli.• Starfssvið Vinna við verkefnastjórnun í framkvæmdaverkum, umsjón og eftirlit með verkum, verkefni tengd viðhaldi vega, undirbúningur og áætlanagerð ásamt öðrum tilfallandi verkefnum innan deildarinnar. FAGMENNSKA ÖRYGGI FRAMSÝNI Guðmundur Andrés Sveinsson, jafnan kallaður Addi, er Skaga- maður í húð og hár, fæddur á því herrans ári 1963 og hefur alla sína tíð verið búsettur á Akranesi. Addi var í starfskynningu á Skessuhorni á Fyrirmyndardeginum síðastlið- inn föstudag. Á þeim degi býðst fólki með skerta starfsorku tæki- færi til að heimsækja hina ýmsu vinnustaði og kynnast starfsem- inni þar. Eftir að hafa fengið kynningu á starfsemi Skessuhorns fær starfs- fólkið líka að kynnast Adda. Hann segir frá því að hann hafi alltaf haft mikinn áhuga á bílnúmerum, ekki síst þegar hann var ungur piltur á Akranesi. „Ég stóð úti á horninu á Brekkubraut og Stillholti þeg- ar ég var strákur og skráði niður bílnúmer á bílunum sem keyrðu framhjá. Ég fylgist enn með bíl- númerum og hef áhuga á þeim. Ég fékk mér einkanúmerið E-557 í september. Það er númerið sem karl faðir minn átti og var með á bílum hans,“ segir Addi. „Ég hef líka mikinn áhuga á tónlist og á dálítið gott safn af vínylplötum. Ég fór alltaf til Robba diskó, sem er frændi minn, en hann átti mik- ið safn sjálfur. Hann gaf mér hug- myndir að plötum og ég safnaði þeim í mitt safn,“ segir hann. Hefur miklar taugar til Sementsverksmiðjunnar Þegar Addi var unglingur byrjaði hann eins og margir Akurnesing- ar á hans aldri að vinna í Sements- verksmiðjunni. Þar starfaði hann í 16 ár, eða fram til ársins 1994. Hann ber hlýjar taugar til staðarins og sér á eftir Sementsverksmiðj- unni. „Mér finnst sorglegt að verk- smiðjan sé að hverfa af sjónarsvið- inu. Ég hef miklar taugar þangað, kíki reglulega á gamla vinnufélaga þar sem þeir eru að setja á bílana úr tönkunum,“ segir hann. „Einu sinni í gamla daga festist ég uppi á tönkunum. Þá var ég sendur upp að mæla hvað væri mikið sement í þeim. Það var gert þannig að mað- ur fór upp á tankana og lét málband síga niður. En þetta var að vetri til og tréhurðin sem maður gengur í gegnum þarna uppi fraus föst og ég náði ekki að sparka henni upp. Þetta var fyrir tíma farsímanna og ég gat því ekki hringt og látið vita af mér. Ég horfði á samstarfsmenn mína, hvern á fæður öðrum, koma til baka úr matartímanum ofan af tönkunum, reyndi að kalla á þá en það heyrði enginn í mér. Það er dá- lítið fyndið að eini maðurinn sem „heyrði“ í mér var heyrnarlaus,“ segir Addi og hlær við. „Ég kastaði í hann lítilli steinvölu og náði þann- ig athygli hans. Hann kom upp og opnaði. Þá hafði ég verið fastur á tönkunum í þrjá klukkutíma, misst af matartímanum og var orðið dá- lítið kalt,“ bætir hann við. Í Sementsverksmiðjunni kynnt- ist Addi þeim Jakobi R. Garðars- syni og Flosa Einarssyni úr hljóm- sveitinni Tíbrá og gerðist rótari hjá hljómsveitinni. „Þetta var frábær tími þegar ég var rótari hjá Tíbrá, mjög skemmtilegt að ferðast með þeim á alla þessa staði um helgar og fara á öll þessi böll. Við vorum stundum með ljósasjóv og ég sá um að stjórna því þegar það var,“ seg- ir hann og brosir við endurminn- inguna. Aldrei látið fötlunina stöðva sig Árið 1994 hóf Addi störf í Fjöliðj- unni á Akranesi og var þar til ársins 2011. „Þá tók ég fjögur ár í frí en byrjaði aftur 2016. Mér líkar rosa- lega vel í Fjöliðjunni. Þar sinni ég öllu sem til fellur. Ég var lengi í dósunum en geri núna allt sem til fellur af verkefnum. Áður var ég stundum sendur upp í Borgarnes, þegar Fjöliðjan var líka starfandi þar. Ég hef miklar taugar til Borg- arness, mér fannst alltaf gaman að fara í nýtt umhverfi og þekkti stráka þar á mínum aldri,“ segir hann. Addi hefur aldrei látið fötlun sína stöðva sig í að gera það sem hann langar til, en viðurkennir þó að það verði erfiðara með aldrinum. Hann hefur alla tíð búið einn og ver- ið virkur í hvers kyns félagsstarfi. „Ég var einn af stofnendum Þjóts, íþróttafélags fatlaðra, árið 1992. Ég keppti í boccia, hlaupum og fleiru fyrir félagið og sat í stjórn í tvö ár. Í dag er ég í Lionsklúbbi Akra- ness, búinn að vera þar síðan 2007. Það er búinn að vera skemmtileg- ur tími, góðir félagar og ýmislegt gert saman. Lionsklúbburinn held- ur íþróttamót með Þjóti einu sinni á ári. Þar tek ég að mér hvaða verk sem þarf að vinna,“ segir hann. Aðspurður kveðst hann aldrei áður hafa tekið þátt í Fyrirmyndar- deginum en lætur afar vel af hon- um. „Mér finnst mjög gaman að fá að vera með ykkur og kynnast því sem þið eruð að gera. Vonandi fæ ég að koma aftur á næsta ári,“ seg- ir hann og brosir. „Fyrirmyndar- dagurinn er flott framtak og mjög gaman að taka þátt í honum,“ seg- ir Addi að endingu og þakkar fyr- ir sig. Það gerir starfsfólk Skessu- horns einnig, ánægt að hafa feng- ið að kynnast þessum indæla manni sem Guðmundur Andrés Sveinsson er. kgk Addi tók þátt í Fyrirmyndardeginum í fyrsta sinn: „Flott framtak og mjög gaman að taka þátt“ Addi hefur haft sérstakan áhuga á bílnúmerum frá því hann var strákur. Í síðasta mánuði fékk hann sér einkanúmerið E-557 á bílinn sinn, en það er númerið sem faðir hans var með á sínum bílum í gamla daga. Guðmundur Andrés Sveinsson, eða Addi eins og hann er jafnan kallaður, fyrir framan inngang Sementsverksmiðjunnar á Akranesi.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.