Skessuhorn


Skessuhorn - 12.12.2018, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 12.12.2018, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 12. DESEMbER 20182 Nú þegar líður að jólum eru ýmsir við- burðir í anda jólanna í gangi víða í lands- hlutanum. Þar á meðal má nefna Jóla- gleði í Garðalundi á Akranesi næstkom- andi laugardag. Einnig er vert að minna þá á, sem vilja velja sér jólatré sjálfir, að jólatrjáasölur verða víða um komandi helgi. Gert er ráð fyrir vaxandi suðaustan- og síðar sunnanátt og 15-23 m/s eftir há- degi á morgun fimmtudag. Víða rigning en þurrt á Norðurlandi fram á kvöld og hiti 5 til 10 stig. Á föstudag er spáð vax- andi sunnanátt 15-23 m/s síðdegis. Þurrt á norðanverðu landinu en víða rigning í öðrum landshlutum og talsverð rign- ing á sunnanverðu landinu. Hiti á bilinu 2 til 8 stig. Á laugardag verður minnkandi suðaustanátt 8-15 m/s síðdegis og rign- ing framan af degi en skúrir seinnipart- inn. Á sunnudag er spáð norðaustanátt 8-13 m/s vestanlands en annars hægari vindur. Dálítil væta sunnanlands og með austurströndinni en annars þurrt. Vægt frost inn til landsins en frostlaust við sjó. Á mánudag er spáð suðaustanátt með smáskúrum sunnanlands og hiti 1 til 6 stig og léttskýjað á norðanverðu landinu og vægt frost. Í síðustu viku voru lesendur á vef Skessu- horns spurðir hvað þeir ætli að hafa í jólamatinn í ár. Hamborgarhryggurinn fékk flest atkvæði en 38% segjast borða hann á aðfangadagskvöld. Léttreyktur lambahryggur var í öðru sæti með 11% atkvæða, 10% svarenda fá sér eitthvað annað en nefnt var í valmöguleikum við spurningunni. Rjúpur og nýtt lamba- kjöt fengu hvort um sig 8% og kalkúnn og hangikjet fengu hvort um sig 6%. 5% svarenda ætla að fá sér pizzu, 3% nauta- kjöt, 2% hnetusteik, 1% fisk og 1% kóte- lettur. Fæstir svarendur hyggjast fá sér kjúkling eða aðeins tveir af tæplega 600 sem tóku þátt. Spurning vikunnar í næstu viku er: Hvar kaupir þú jólagjafir? Vestlendingar vikunnar eru fjölhæf ung- menni á Vesturlandi sem hafa að und- anförnu staðið fyrir útvarpsrekstri í heimabyggð. Þetta eru félagar í Sund- félagi Akraness og nemendur í Grunn- skóla Borgarness og Grunnskóla Snæ- fellsbæjar. Spurning vikunnar Til minnis Veðurhorfur Vestlendingur vikunnar Jólablað í næstu viku SKESSUHORN: Jólablað Skessuhorns kemur út miðviku- daginn 19. desember. Sökum stærðar er vinnslutími blaðsins lengri en venjulega. Auglýsend- ur eru því beðnir að panta aug- lýsingar á netfanginu auglysing- ar@skessuhorn.is eigi síðar en föstudaginn 14. desember. Inn- sent efni til ritstjórnar þarf að berast í síðasta lagi 16. desemb- er á skessuhorn@skessuhorn.is. Minnt er á símann 433-5500. blaðið verður það síðasta á árinu, en fyrsta blað á nýju ári kemur út fimmtudaginn 3. janúar. -mm Kostar 26 milljónir að rífa strompinn AKRANES: Samkomulag um niðurrif á semtentsstrompnum á Akranesi var lagt fram á fundi skipulags- og umhverfissviðs Akraneskaupstaðar á mánudags- morgun. Niðurstaða fundar- ins var sú að skipulags- og um- hverfisráð lagði til við bæjarráð að samþykkt verði samkomulag við Work North ehf. um niður- rif strompsins að fjárhæð 26.180 þúsund krónur. -kgk Verkefnið bjarnarfoss í Staðarsveit - aðgengi fyrir alla allt árið, hlaut Umhverfisverðlaun Ferðamála- stofu árið 2018. Verðlaunin voru veitt síðdegis á miðvikudaginn í lið- inni viku. Er þetta í 24. skipti sem Ferðamálastofa gegnst við útnefn- ingu umhverfisverðlauna, eða óslit- ið frá árinu 1995. Verðlaunin eru nú í þriðja sinn veitt fyrir verkefni sem hlaut styrk úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða. Það var Skarp- héðinn berg Steinarsson, ferða- Bjarnarfoss hlaut Umhverfisverðlaun Ferðamálastofu Kristinn Jónasson, bæjarstjóri í Snæfellsbæ og Margrét Björk Björnsdóttir frá SSV tóku við verðlaunum úr hendi Skarphéðins Berg Steinarssonar ferðamálastjóra. Allnokkrir þeirra sem áttu þátt í framkvæmdum við áningarstaðinn við Bjarnar- foss voru viðstaddir verðlaunaafhendinguna ásamt fulltrúum Ferðamálastofu. málastjóri sem afhenti verðlaunin. Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæ- fellsbæjar, og Margrét björk björns- dóttir frá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi, veittu verðlaununum viðtöku fyrir hönd Snæfellsbæjar. Áningarstaðurinn við bjarna- foss var útbúinn á árunum 2015 og 2016. Steypt var bílaplan og lagður göngustígur upp að fossinum, til að bæta aðgengi ferðamanna og stýra umferðinni að bjarnarfossi. Fram- kvæmdin naut styrks að verðmæti tíu milljóna króna úr Framkvæmda- sjóði ferðamannastaða. Áður hafði sveitarfélagið fengið tæpa hálfa milljón í styrk til hönnunarvinnu áningarstaðarins. „Gott dæmi um hvernig heimafólk og sveitarfélag, með liðsinni Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða, hafa unnið fag- lega að uppbyggingu áningarstað- ar þar sem allir geta notið fallegrar náttúru. Staðurinn er nú aðgengi- legur allt árið,“ segir í rökstuðningi Ferðamálastofu. bjarnarfoss er tignarlegur foss sem fellur fram af stuðlabergshömr- um í hlíðarbrúninni upp af búðum, skammt frá Mælifelli. „Fossinn, ásamt stuðlabergshömrum beggja vegna og gróskumiklum brekkum neðan þeirra, er á náttúruverndar- skrá Vesturlands. Fossinn blasir við vegfarendum sem fara um þjóð- veginn á sunnanverðu Snæfells- nesi og því ekki að undra að hann hafi dregið til sín ferðafólk í auknu mæli,“ segir í rökstuðningnum. „Göngustígurinn er lagður þannig að hann liðast eftir landinu. Notast var við svokallaðar eco-grindur sem eru lagðar í yfirborð stígsins og þær síðan fylltar með ofaníburði, þannig að auðveldara væri að fara um stíg- inn t.d. á hjólastól eða með barna- kerru. Göngubrúin yfir gilið neðan við fossinn er gerð úr viðardrumb- um og fellur vel inn í landslagið. Áningarstaðirnir eru síðan teknir út úr stígnum eftir legu landsins en þeir eru lagðir með náttúruhellum. Þar er einnig að finna áningarborð. Gott bílastæði er við upphaf stígsins og gamla brúin við veginn var end- urgerð samkvæmt upprunalegum teikningum frá árinu 1949.“ kgk Samkvæmt breytingartillögu við samgönguáætlun sem meirihluti umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis stendur á bakvið, er gert ráð fyrir því að tekin verði upp veg- gjöld á öllum stofnbrautum frá höf- uðborginni og í öllum jarðgöngum landsins, sem og að stórauka fram- kvæmdir í samgöngumálum. Tillag- an var unnin nefndinn í nánu sam- ráði við samgönguráðherra og gæti hlotið samþykki á Alþingi fyrir lok vikunnar. björn Leví Gunnarsson, þing- maður og áheyrnarfulltrúi Pírata í umhverfis- og samgöngunefnd, vakti máls á þessu við upphaf þing- fundar á mánudag. Gagnrýndi hann þessi áform, sagði þau sett fram á síðustu stundu og í miklum ágrein- ingi. „Þetta virðist vera í fljótfærni, myndi maður bara segja í síðustu viku þingsins. Núna á haustþingi er verið að flýta sér í svona yfir- gripsmiklar breytingar á samgön- guáætlun sem varða veggjöld úti um allt land og í jarðgöngum úti um allt land,“ sagði björn Leví og kallaði eftir því að málið fengi eðli- lega þinglega meðferð. Samgöngu- ráðherra var jafnframt spurður að því við upphaf þingfundarins hvers vegna nú þyrfti að koma á veggjöld- um, sem hann hafi áður mælt gegn. Ráðherra svaraði því til að fyrirséð væri að tekjur ríkisins af bensín- og dísilgjöldum færu lækkandi næstu ár. „Þær tekjur munu þá ekki duga fyrir þeim vegaframkvæmdum sem við almennt sættum okkur við,“ sagði Sigurður Ingi. Spurður hvað lægi á að ljúka málinu fyrir jól svar- aði Sigurður Ingi því til að fjögurra ára áætlunin rynni út í lok ársins. „Það er mjög mikilvægt fyrir Vega- gerðina að hafa svolítinn fyrirsjáan- leika í sínum áætlunum, hönnun og útboðum. Meðal annars til að ná fram eins mikilli hagræðingu í rekstri og útboðum og unnt er,“ svaraði Sigurður Ingi. Gjaldtaka með myndavélum breytingartillaga umhverfis- og samgöngunefndar gerir ráð fyrir því að vegtollur verði tekinn upp á öllum stofnbrautum frá Reykjavík; Reykjanesbraut, Suðurlandsvegi og Vesturlandsvegi. Einnig á tillagan við öll jarðgöng á landinu, auk þess sem að opnað verði á veggjöld fyr- ir einstakar framkvæmdir, eins og á vegi yfir Öxi og brú yfir Horna- fjörð. Ekki er gert ráð fyrir því að setja upp sérstök tollskýli heldur mynda- vélar sem skrá öll bílnúmer sem síð- an yrðu gjaldfærð. Er það gert til að koma í veg fyrir að hægja þurfi á umferð vegna innheimtu veggjalda. Gjöldin yrðu tiltölulega lág, á bilinu 140 til 150 kr. fyrir fólksbifreið í hvert skipti með afslætti en stakt gjald yrði talsvert hærra. Áætlað er að gjöldin gætu skil- að meira en tíu milljörðum króna í ríkissjóð á hverju ári, en það ræðst af útfærslu og fjárhæð gjaldanna. Yrðu þeir peningar nýttir til að flýta framkvæmdum um allt land, en mest þó á suðvesturhorni landsins. Er þá einkum litið til framkvæmda innan höfuðborgarsvæðisins og á stofnbrautum í grennd, svo sem breikkun Vesturlandsvegar áleiðis til borgarness, Reykjansbrautar og Suðurlandsvegar austur fyrir Sel- foss, auk brúargerðar yfir Ölfusá. Samgönguáætlun er þingsályktun en til að hefja innheimtu veggjalda þarf að leggja fram og samþykkja sérstakt lagafrumvarp þess efn- is. Það kæmi þá væntanlega fram á vorþingi 2019. Verði málið sam- þykkt á Alþingi má gera ráð fyrir því að minnsta kosti eitt ár taki að undirbúa gjaldtökuna. Innheimta vegtolla á stofnbrautum frá Reykja- vík og í öllum jarðgöngum landsins myndi því hefjast í fyrsta lagi árið 2020. kgk Leggja til gjaldtöku á stofnbrautum frá Reykjavík og í öllum jarðgöngum Breytingartillaga við samgönguáætlun gæti hlotið samþykki fyrir lok vikunnar Inntheimtu veggjalda fyrir akstur um Hvalfjarðargöng var hætt í lok september. Ef breytingartillaga við samgönguáætlun verður samþykkt á Alþingi gæti gjaldtaka hafist þar að nýju árið 2020, sem og í öllum öðrum jarðgöngum landsins og á stofnbrautum til og frá höfuðborginni. Ljósm. úr safni.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.