Skessuhorn


Skessuhorn - 12.12.2018, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 12.12.2018, Blaðsíða 18
MIÐVIKUDAGUR 12. DESEMbER 201818 Þegar Arion banki lokaði útibúi sínu í Grundarfirði nú á dögunum þá var ýmislegt sem kom í ljós þeg- ar verið var að ganga frá húsnæðinu til annarrar notkunar. Til dæmis fannst Steinþórsskjöldurinn í einni hirslunni og hafði verið þar í þó- nokkur ár. Steinþórsskjöldurinn var gefinn Ungmennafélagi Grund- arfjarðar árið 1943 þegar félagið fagnaði tíu ára afmæli. Skjöldurinn var í minningu um kappann Stein- þór Þorláksson á Hallbjarnareyri og var keppt um þennan skjöld á ári hverju en fyrsta keppnin fór fram 1943. Fyrstu kappleikarnir fóru fram á Hallbjarnareyri í Eyrarodda og varð þá hlupskarpastur Ein- ar Skarphéðinsson frá Harðarbóli. Síðast var keppt um skjöldinn árið 2005 en eftir það hefur mótið ekki verið haldið og skjöldurinn settur í geymslu og svo gleymst - þar til nú. Skjöldurinn er nú kominn á bæjar- skrifstofuna til varðveislu og verður honum eflaust fundinn góður stað- ur þangað til mótið verður endur- vakið. tfk Steinþórsskjöldurinn dúkkar upp Sunna Njálsdóttir bókasafnsfræðingur með skjöldinn. Steinþórsskjöldurinn nýpússaður og glæsilegur. Konur úr félagsstarfi eldri borg- ara í Snæfellsbæ afhentu í síðustu viku sjúkraflutningamönnum hjá Heilbrigðisstofnun Vesturlands 20 stykki af svokölluðum sjúkra- bílaböngsum. Verkefni þetta hef- ur staðið í nokkur ár hér á landi og byggir á því að prjóna bangsa og af- henda sjúkra- og/eða slökkviliðs- mönnum til að færa ungum skjól- stæðingum. bangsarnir taka að sér hlutverk félaga til að hafa við hlið sér á erfiðum stundum, bæði þegar ferðast þarf með sjúkrabíl eða ná- inn aðstandandi þarf að fara með sjúkrabíl. Það voru þau Patryk Zolo- bow og birna Dröfn birgisdótt- ir sjúkrafluttningamenn sem tóku við böngsunum frá þeim Guðrúnu Tryggvadóttur og Hrefnu Guð- björnsdóttur sem sáu um að af- henda þá fyrir félagsstarfið. þa Sjúkrabílabangsar teknir til starfa í Snæfellsbæ Hvorki höfundar né gestir létu hvassviðri og rigningu á sig fá og skelltu sér á árlega bókaveislu á Klifi síðasta mánudagskvöld. bókaveislan er einn af stóru við- burðum aðventunnar í Snæfellsbæ og undanfarin ár hafa nemendur 10. bekkjar Grunnskóla Snæfells- bæjar haft veg og vanda af henni ásamt kennurum sínum og foreldr- um. Áður en hin eiginlega bóka- veisla hófst höfðu nemendur ásamt kennurum tekið á móti höfundun- um í skólanum og borðað sam- an, en höfundarnir sem komu að þessu sinni voru Auður Ava Ólafs- dóttir, Einar Kárason, Hallgrímur Helgason, Yrsa Sigurðardóttir og Þorgrímur Þráinsson. Nemendur höfðu útbúið kynn- ingar á höfundunum sem þau fluttu áður en þeir lásu úr bókum sínum. Voru kynningarnar mjög skemmtilegar og höfðu nemend- ur sent spurningar á höfundana og unnið þær upp úr svörum þeirra ásamt fleiru. bækurnar sem lesið var úr voru áhugaverðar og gaman að hlusta á höfundana lesa úr verk- um sínum. Náðu þeir oft á tíðum að hrífa áheyrendur með sér með áhrifamiklum lestri. Nemendur seldu svo kaffi og tertusneið í hléi og rann ágóðinn af sölunni í ferða- sjóð þeirra. Þegar allir höfund- ar höfðu lokið við að lesa upp úr bókum sínum færðu 10. bekkingar höfundum þakkalætisvott áður en tekin var hópmynd af nemendum og höfundum. Höfundar gáfu sér svo tíma til að árita bækur sínar áður en þeir lögðu af stað heim- leiðis. þa Árleg bókaveisla á Klifi Rósa Guðrún Sveinsdóttir heldur jólatónleika með hljómsveit sinni mánudagskvöldið 17. desember klukkan 20:30 í anddyri Tónlistar- skólans á Akranesi. Rósa Guðrún er fædd og uppalin á Akranesi en býr í Reykjavík. „Ég hélt jólatónleika á Akranesi fyrir nokkrum árum, þá með gítarleikara og ég hef alltaf ver- ið á leiðinni aftur. Svo ákvað ég að slá til núna og í þetta sinn kem ég með heila hljómsveitin með mér. Það er alltaf gaman að koma á stað- inn sem maður ólst upp á og syngja fyrir fólkið sitt,“ segir Rósa Guðrún. Tónleikarnir sem verða í and- dyri skólans eru jólatónleikar og því verða flutt þar ýmis jólalög. „Stefn- an er sett að skapa huggulega stemn- ingu með nánd við áhorfendur. Við erum búin að velja alveg mjög gott prógramm, við Sigurdís.“ Með Rósu Guðrúnu á sviðinu verða Sig- urdís Sandra, jazzpíanisti, Sigmar Þór bassaleikari og Svanhildur Lóa trommuleikari. „Við Sigurdís erum búnar að útsetja nokkur lög upp á nýtt, setjum lögin í annan fíling og svo er ég búin að búa til jólatexta við lög sem eru ekki endilega þekkt sem jólalög.“ Rósa Guðrún hefur verið áber- andi í íslensku tónlistarlífi síðustu árin. Hún hefur lokið námi í bæði rytmískum söng árið 2012 og svo saxófónleik árið 2017 frá tónlistar- skóla FÍH árið 2017. „Ég er mjög stolt af því að ég er fyrsta konan sem útskrifast sem saxófónleikari frá FÍH í rytmískum saxófónleik. Aðalstarfið mitt er tónlistarkenn- ari í Skólahljómsveit Austurbæjar í Laugardalnum, þar sem ég kenni á saxófón og flautu og svo spila ég með því.“ Rósa Guðrún leikur með fjölda hljómsveita. Hún er meðlimur í hljómsveit Mugison og Ritvélum framtíðarinnar, hljómsveit Jónasar Sigurðssonar en hún hefur einnig komið fram með hljómsveit Tóm- asar R., Stórsveit Reykjavíkur og er meðlimur í jazztríóinu Meraki og jazzkvartettnum Dea Sonans. Einn- ig stjórnar hún eigin stórsveit sem flytur hennar efni og útsetningar. Miðaverð er 2.500 krónur og miðasala fer fram á midi.is og við hurð. Enginn posi verður á staðn- um. klj Jólatónleikar með hljómsveit Rósu Guðrúnar

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.