Skessuhorn


Skessuhorn - 12.12.2018, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 12.12.2018, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 12. DESEMbER 20184 Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá- auglýsinga er til kl. 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 2.976 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 2.580. Rafræn áskrift kostar 2.337 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.160 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 750 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is Anna Rósa Guðmundsdóttir arg@skessuhorn.is Katrín Lilja Jónsdóttir klj@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Hrafnhildur Harðardóttir auglysingar@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Tinna Ósk Grímarsdóttir tinna@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Leiðari Hó, hó, hó! „Krakkar mínir komiði sæl, ég er jólasveinninn.“ Þannig hljómar kunnugleg kveðja sem íslensk börn fara nú næstu dagana að heyra. Þegar þessi orð verða þrykkt á prent er Stekkjastaur í þann mund að halda ofan úr Skessuhorninu og hefja árlega yfirferð sína um byggðir landsins. Þessir þrettán sveinar, skilgetnir synir Grýlu og Leppalúða, eru ekki bara þrautseigir, heldur með eindæmum ernir. Ég minnist þess sem barn að oft varð mér hugsað til hvernig þeir færu eigin- lega að því að halda lúkkinu og vera svona dæmalaust hressir alltaf. Að geta henst milli bæja, alla þessa vegalengd og vera búnir yfirferð sinni áður en birtu sló á morgunhimin. Ég hugsaði með mér að ein- mitt vegna þess að nóttin væri svo löng, hefðu jólin verið sett á þenn- an tíma árs. Þeir einfaldlega gátu ekki komist yfir þessi ósköp á öðr- um árstíma. Það var og er hreint og klárt hagsmunamál að trúa á jólasveininn eins lengi og forsvaranlegt er og jafnvel örlítið lengur. Það hljóta allir að sjá það. Persónulega fékk ég í skóinn fram að unglingsárum, allt þar til ég aulaði því út úr mér einn morguninn hvað ég hafði verið ljónheppinn. Sveinki hafði nefnilega komið tvisvar þá um nóttina. Þau mistök voru ekki aftur tekin og skórinn fór fljótlega upp í hillu við hlið tvíburabróðurs síns. Persónulega hefur mér alltaf líkað vel við jólasveinana. Hef þó allt- af vorkennt þeim Stúfi og Stekkjastaur. Ég held að þeir hafi alltaf ver- ið ákveðnir lítilmagnar í hópnum sem hafi virkilega þurft að berjast fyrir plássi við matborðið og jafnvel sætt einelti. Ekki einvörðungu að illúðlegur Jólakötturinn hafi nagað þá í hælsbótina, heldur hafa þeir Hurðaskellur og Kjetkrókur ekki gert þeim lífið léttbært. Einna helst að Gáttaþefur tæki upp hanskann fyrir þá þegar Askasleikir var bú- inn að merkja sér matföngin eins og hver annar bardóni og Þvörus- leikir búinn að bía allt út. Já, Stúfur var einfaldlega afétinn í æsku og ég þori ekki einu sinni að nefna hvernig Stekkjastaur fór svona illa. Hins vegar væri viðskiptahugmynd fyrir Össur að splæsa í liprari fót á sveinka. Vafalítið vegna framkomu bræðra sinna fékk Stekkjastaur því framgengt að hann kæmist fyrstur úr húsi, ryddi brautina niður hlíðar Skarðsheiðarinnar fyrir Giljagaur. Stúfur fylgdi svo eftir frelsinu feg- inn og síðan aðrir ódámar koll af kolli allt þar til fordekraður Kerta- sníkir kom að kvöld Þorláks með flottasta glaðninginn. Grýla og hinn stórgerði Leppalúði eru sögð af tröllakyni og var upphaflegt markmið þeirra að hræða íslensk börn dagana fyrir jól. Ekki veit ég hvaða ódámi datt í hug þetta hegðunarmynstur. Held þó að sveitungi minn Snorri Sturluson sé með öllu saklaus. Af hverju voru forfeður okkar að gera hérlenda jólasveina svona grimma, miklu verri en kollega þeirra úti í heimi? Svo ég tali nú ekki um góðlátlega, gráskeggjaða, örláta og þéttvaxna ameríska sveina sem geisla af barn- gæsku. En sem betur fer, samhliða auknum millilandsiglingum og síðar flugi, urðu hinir íslensku jólasveinar fyrir jákvæðum erlendum áhrifum. Þeir fóru að hafa sig til, þrífa sig og urðu smám saman ekki eins stórskornir eða illúðlegir. Þeir voru ekki lengur með klær í stað fingra, ekki klofnir upp í háls, tálausir né luralegir. Þeir hafa látið af óvönduðum munnsöfnuði, rógburði og eru hættir að vera rángjarnir, einkum á börn. Þvert á móti eru þeir í dag þekktir fyrir barngæsku, færa þeim gjafir, syngja og segja brandara. Rétt eins og þeir amerísku. batnandi sveinum er best að lifa. Magnús Magnússon Sveitarstjórn borgarbyggðar hefur auglýst tillögu að breytingu á aðal- skipulagi 2010-2022 sem gerir ráð fyrir að breyta landnotkun svæðis í landi Hamars úr landbúnaði í opið svæði til sérstakra nota. Ný reið- og gönguleið verður lögð 400 m sunn- an við væntanlegt skotæfingasvæði. Nýr aðkomuvegur verður lagður að svæðinu, frá bjarnhólum sunn- an efnistökusvæðis og verður sam- nýttur með núverandi reið- og gönguleið. Samhliða því hefur ver- ið auglýst tillaga að nýju deiliskipu- lagi fyrir 16,7 ha skotæfingasvæði skammt norður af borgarnesi. Á svæðinu er gert ráð fyrir sjö bíla- stæðum, félagshúsi, skeet-velli, riff- ilbraut og göngustíg frá bílastæði að skeet-velli, og meðfram riffil- braut að takmarki og kúlufangi. Þessar skipulagstillögur liggja nú frammi í Ráðhúsi borgarbyggðar og gefst íbúum færi á að gera at- hugasemdir fyrir 21. janúar 2019. Í dag, miðvikudaginn 12. desember frá kl. 17:00 til 18:00 verða starfs- menn umhverfis- og skipulags- sviðs borgarbyggðar með opið hús í Ráðhúsi borgarbyggðar þar sem tillögurnar verða kynntar þeim sem þess óska. mm Breytingar á aðal- og deiliskipulagi vegna skotæfingasvæðis Ásmundur Einar Daðason, fé- lags- og jafnréttismálaráðherra, hefur skipað Frosta Sigurjónsson formann starfshóps sem útfæra á sértækar aðgerðir til að auðvelda ungu og tekjulágu fólki að kaupa sér íbúðarhúsnæði. Hópurinn er stofnaður í framhaldi af tillögu ráðherra sem samþykkt var á fundi ríkisstjórnar nýlega. Í stjórnarsátt- mála ríkisstjórnarinnar segir að ráðist verði í aðgerðir til að lækka þröskuld ungs fólks og tekjulágra inn á húsnæðismarkaðinn og end- urskoða í því skyni stuðningskerfi hins opinbera þannig að stuðning- urinn nýtist fyrst og fremst þessum hópum. Meðal annars verði skoð- aðir möguleikar á því að nýta líf- eyrissparnað til þessa. Velferðarráðuneytið í samvinnu við Íbúðalánasjóð hefur um skeið unnið að kortlagningu ýmissa úr- ræða sem stjórnvöld í nágranna- löndum okkar bjóða tekjulágum á húsnæðismarkaði og hafa gefið góða raun. Hafa sjónir beinst sér- staklega að tilteknum leiðum sem farnar hafa verið í Sviss og Noregi og gefist vel. „Við vitum vel hvar skórinn kreppir, við vitum hverjir þurfa helst á stuðningi að halda og við höfum ágæta sýn á hvaða leið- ir eru færar til að bæta stöðu ungs og tekjulágs fólks á húsnæðismark- aði. Nú þarf að láta verkin tala og hrinda aðgerðum í framkvæmd,“ segir Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra. Eins og áður segir mun Frosti leiða vinnu starfshópsins en í hon- um eiga einnig sæti fulltrúar frá Íbúðalánasjóði, fjármála- og efna- hagsráðuneytinu og forsætisráðu- neytinu. mm Frosti í húsnæðismálin Nýtt upphitað salernishús verð- ur byggt við afleggjarann niður á Djúpalónssand. Það er Þjóðgarð- urinn Snæfellsjökull sem stendur fyrir framkvæmdinni. Í nýja salern- ishúsinu á Djúpalónssandi verða tíu salerni, þar af tvö fyrir fatlaða. Húsið verður alltaf opið og því hægt að ganga þar örna sinna allan sólarhringinn, allan ársins hring. Frá þessu er greint á vef Snæfells- bæjar. Þessa dagana er verið að leggja rafmagn á svæðið. Í næstu viku er von á bormönnum á staðinn sem bora munu eftir vatni sem nýtt verður til þjónustunnar. Áætlað er að taka húsið í notkun nálægt mán- aðamótum apríl og maí á næsta ári, ef allar framkvæmdir ganga að óskum. „Þessu til viðbótar er rétt að minna á að í dag eru fimm sal- erni á Malarrifi og eru tvö þeirra aðgengileg allan sólarhringinn,“ segir á vef sveitarfélagsins. kgk Salernishús verður reist við Djúpalónssand Vesturhlið hússins mun líta þannig út. Teikningin er fengin af vef Snæfellsbæjar. Þriðjudaginn 1. janúar næstkom- andi verður velferðarráðuneytið lagt niður í núverandi mynd og því skipt upp í ný ráðuneyti heilbrigð- ismála annars vegar og félagsmála hins vegar. Þingsályktunartillaga um breytta skipan ráðuneyta var samþykkt á Alþingi á miðvikudag. Málefni velferðarráðuneytis munu að mestu leyti skitpast milli heil- brigðisráðuneytis og félagsmála- ráðuneytis með sama hætti og þau skiptast nú á milli heilbrigðisráð- herra og félags- og jafnréttismála- ráðherra. Það sem breytist hins vegar frá núverandi fyrirkomu- lagi er að jafnréttismál flytjast til forsætisráðuneytisins og málefni mannvirkja sem nú heyra undir umhverfis- og auðlindaráðuneyti flytjast til félagsmálaráðuneytis. Embættistitill félags- og jafnrétt- ismálaráðherra breytist og verð- ur félags- og barnamálaráðherra frá upphafi næsta árs. „Markmiðið með breyttum embættistitli er að undirstrika aukna áherslu stjórn- valda á málefni barna og ung- menna,“ segir í tilkynningu frá Stjórnarráðinu. Við uppskiptingu velferðarráðu- neytisins hefur meðal annars verið horft til þess hversu stórt það er. Ábyrgð þess nær til tíu af 34 mál- efnasviðum sem skilgreind eru í fjármálaáætlun stjórnvalda. Sum þeirra eru stór og til marks um það tekur umsýsla ráðuneytisins til rúmlega helmings af útgjöldum A- hluta ríkissjóðs. Mat stjórnvalda er með uppskiptingunni megi tryggja markvissari forystu og stjórnsýslu í málaflokkum hvors ráðuneytis fyr- ir sig. kgk Ný ráðuneyti á nýju ári Velferðarráðuneytinu skipt upp

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.