Skessuhorn


Skessuhorn - 12.12.2018, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 12.12.2018, Blaðsíða 16
MIÐVIKUDAGUR 12. DESEMbER 201816 Kolbrún Sveinsdóttir Kjarval verð- ur með opna vinnustofu og vísi að galleríi á miðvikudögum og fimmtudögum í desember milli klukkan 13 og 18. Hún hefur síð- ustu vikur unnið að því að koma upp lager til að geta selt gestum og gangandi verkin sem hún er hvað þekktust fyrir, leirfuglana. Hún verður með alls kyns leirverk til sölu í galleríinu ásamt jólakortum sem hún hefur myndskreytt fyrir Thorvaldsenfélagið. Jólakortin eru seld til styrktar sykursjúkum börn- um og unglingum. Tíu ár eru liðin frá því Kolbrún flutti inn í Arnardal á Akranesi, hús sem yngri kynslóðir Skagamanna þekkja sem frístunda- heimili en eldri kynslóðir þekkja sem gamla elliheimilið. Kolbrún er búin að innrétta neðri hæðina sem vinnustofu og þar ægir saman alls kyns verkum eftir hana; nýjum, gömlum, tilbúnum og í vinnslu. Dýra- og kirkjugarðar Það er hlýleg og róleg stemning á heimilinu og Kolbrún stússar í eld- húsinu við að hita kaffi og kveikja á kertum í borðstofunni og skapar þannig innilega stemningu. „Fugl- arnir byrjuðu sem glerungsprufa en hafa þróast yfir í það að vera mitt einkennismerki,“ segir Kolbrún þar sem hún situr og sötrar á kaffinu úr fallegum leirbolla og horfir út um gluggann, fram hjá blómunum sem prýða gluggakistuna. „Fugl- ar eru bara svo stórkostlegir. Allt- af þegar ég fer í stórborgir þá fer ég í dýragarðinn og kíki á fuglana og þá finnst mér ég sjá fólk sem ég þekki.“ Hún teiknaði mikið fugla þegar hún var við nám í Edinborg í Skotlandi. „Þá fór ég í dýragarð- inn og teiknaði fuglana og dýrin. Og svo fer ég í kirkjugarða,“ seg- ir hún og hlær og bætir við í gríni að heimsóknirnar í kirkjugarðana séu kannski orðnar tíðari, aldurs- ins vegna. Hún segir að hún verði aldrei leið á að skapa fuglana og grípi til þess að vinna þá í tíma og ótíma. „Það er mín íhugun að búa til fuglana. Ég verð aldrei leið á þeim.“ En þótt fuglasköpunin sé henni hjartfólgin, þá er hún alltaf til í að vinna önnur verkefni. Á vinnuborðinu hjá henni núna liggja flísar sem voru sérpant- aðar. „Þær eiga að vera eitthvað ís- lenskt, og mér finnst mjög gam- an að vinna þannig, því þá get ég ákveðið svolítið sjálf hvernig þær eiga að vera. Ég nota mikið teikn- ingarnar mínar, ég teikna mikið. Leiðin er léreftið mitt.“ Dýralífið allt í kring Hún segir fuglana svo tengda nátt- úrunni og hún sæki í þá, en svo er einn fugl sem tengist henni meira en aðrir fuglar. „Það er hérna máfur sem hefur komið síðustu sex sum- ur. Hún sest á handriðið hérna og heimtar mat. Ég kalla hana Gagg- Gagg,“ segir Kolbrún sem er sæl með að fá að upplifa svona tengsl við fugl. En það eru ekki einu dýr- in sem sækja í Kolbrúnu. Hún átti köttinn Nadda sem lést í júní. Eft- ir andlát Nadda gerði nágranna- kötturinn Tinni sig heimakominn hjá henni og heilsar einmitt upp á Kolbrúnu á meðan hún spjallar við blaðamann Skessuhorns. Kjalarnesið stundum farartálmi Kolbrún er fædd í Reykjavík og ólst upp þar alla sína æsku, en fór til náms til Danmerkur og Skot- lands þar sem hún lærði myndlist. Hún flutti svo aftur út til Dan- merkur árið 1968 og ætlaði að vera í eitt ár, en eitt ár varð að sextán og hún kom aftur til Íslands með fjögurra ára dóttur sína árið 1983. Fuglarnir eru hennar einkennismerki -Kolbrún Kjarval myndlistarkona hefur búið á Akranesi í tíu ár og hefur opna vinnustofu fyrir gesti og gangandi í desember. Kolbrún er þekktust fyrir leirfuglana sem hún hefur skapað í tugi ára. Kolbrún verður með opna vinnustofu á mið- vikudögum og fimmtudögum milli klukkan 13 og 18 í desember. Nágranna kötturinn kolsvarti Tinni læddist inn á myndina. Þótt það virðist vera óreiða á vinnustofunni, er regla í óreglunni. Penslar í heimagerðum krúsum. Kuðungar og krúsir.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.