Skessuhorn


Skessuhorn - 12.12.2018, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 12.12.2018, Blaðsíða 12
MIÐVIKUDAGUR 12. DESEMbER 201812 Síðastliðinn fimmtudag kvað úr- skurðarnefnd umhverfis- og auð- lindamála upp úrskurð í kærumál- um sem snerta deiliskipulag fyrir Húsafell II í borgarfirði og veitingu byggingarleyfis fyrir listaverkahús og pakkhús á deiliskipulögðu svæði. Eigendur fasteignar á samliggjandi lóð, Gamla bæ á Húsafelli I, kærðu ákvörðun byggingafulltrúa borg- arbyggðar frá 12. janúar 2016 að veita leyfi fyrir byggingu húss und- ir legsteinasafn við bæjargil í landi Húsafells II. Einnig kærðu þeir út- gáfu byggingarleyfis til að reisa pakkhús á svæðinu og þá ákvörð- un sveitarstjórnar borgarbyggðar frá 12. febrúar 2015 að samþykkja deiliskipulag fyrir Húsafell II. Mál þetta á sér nokkurra ára for- sögu og tengist uppbyggingu safn- garðs í landi Húsafells II þar sem listaverkum Páls Guðmundssonar hefur verið komið fyrir í nokkr- um byggingum; uppgerðu gömlu fjósi, súrheysturni og gömlu pakk- húsi sem flutt var fyrir nokkrum árum frá borgarnesi og komið fyrir á lóðinni. Það hús hýsir nú stein- hörpusafn Páls, en fjós og turn ann- an hluta listaverkasafns hans. Jafn- framt var sótt um og veitt bygging- arleyfi fyrir nýju húsi sem byggja átti yfir steinasafn Húsfellinga, meðal annars forna legsteina sem varðveist hafa. Ítarleg frásögn af þessum áformum birtist í Skessu- horni í mars á þessu ári. byggingar- leyfi fyrir legsteinasafni var gefið út í janúar fyrir tæpum þremur árum og er húsið nú uppsteypt, eins og sést á meðfylgjandi mynd. Fram- kvæmdir við húsið hafa hins vegar legið niðri meðan beðið var niður- stöðu úrskurðarnefndar um um- hverfis- og auðlindamál. Tveimur málum vísað frá og byggingarleyfi fellt úr gildi Niðurstaða úrskurðarnefndar er þrískipt og tekur mið af kæruat- riðum málshefjanda. Í fyrsta lagi er kröfu kæranda um ógildingu ákvörðunar byggingafulltrúa frá 18. ágúst 2015 um að samþykkja umsókn um leyfi til að flytja pakk- hús á lóðina við bæjargil í Húsa- felli vísað frá úrskurðarnefndinni. Í annan stað er sömuleiðis vísað frá kröfu kæranda um ógildingu ákvörðunar sveitarstjórnar borgar- byggðar frá 12. febrúar 2015 um að samþykkja deiliskipulag fyrir Húsa- fell 2, Steinharpan. Það gerir UUA á þeirri forsendu að ekki er til gilt skipulag fyrir svæðið. Loks í þriðja lagi úrskurðar nefndin kæranda í vil. Felld er úr gildi ákvörðun bygg- ingafulltrúans í borgarbyggð frá 12. janúar 2016 um að veita leyfi fyrir byggingu húss undir legsteinasafn við bæjargil í landi Húsafells. Húsbyggjendur í góðri trú Í reifun á málinu segir meðal ann- ars um byggingu legsteinahúss að byggingarleyfishafi hafi byrjað framkvæmdir með eðlilegar vænt- ingar til gildis umrædds deiliskipu- lags og byggingarleyfis, útgefnu af þar til bæru yfirvaldi. „Þær hafi staðið í um það bil ár án athuga- semda kæranda þegar kæra hafi verið send nefndinni. Hafi bygg- ingarleyfishafi því mátt vera í góðri trú um að öll tilskilin leyfi og formsatriði væru til staðar. Kunni framkvæmdir að verða unnar fyr- ir gíg verði kæran tekin til greina, rúmum þremur árum eftir gild- istöku deiliskipulagsins og rúmu einu og hálfu ári eftir að úrskurður nefndarinnar um frávísun og synj- un um endurupptöku málsins hafi legið fyrir. Samkvæmt lögum um úrskurðarnefndina skuli úrskurð- ir hennar vera fullnaðarúrskurðir á stjórnsýslustigi og hafi byggingar- leyfishafi því eðlilega vænst þess að niðurstaða nefndarinnar væri end- anleg.“ Þá segir í úrskurðarorðum nefndarinnar að hinu kærða bygg- ingarleyfi sjái hvorki stoð í gildu deiliskipulagi né fór málsmeðferð þess að undantekningarákvæð- um skipulagslaga um grenndar- kynningu. „Verður byggingarleyf- ið þegar af þeim sökum fellt úr gildi.“ Mál þetta er nú í ákveðinni patt- stöðu. Húsbyggjendur legsteina- safns eru nú án byggingarleyf- is þar sem úrskurðarnefndin hef- ur nú fellt það úr gildi fyrir hálf- byggt hús án byggingarleyfis og án samþykks deiliskipulags, enda má lesa úr málsreifun nefndarinn- ar að lögmæti þess orki tvímælis. Sömuleiðis kýs nefndin að vísa frá kæru er snýr að veitingu bygging- arleyfis fyrir pakkhús. Lesa má úr- skurð nefndarinnar í heild sinni á vef uua.is mm Byggingarleyfi fyrir legsteinasafn fellt úr gildi Maður var í Héraðsdómi Vest- urlands síðastliðinn miðvikudag dæmdur í sex mánaða skilorðs- bundið fangelsi fyrir að ráðast á sambýliskonu sína á hóteli í borg- arbyggð, sem og mann sem reyndi að koma henni til varnar. Mann- inum var gert að greiða konunni samtals rúmar 990 þúsund krónur með vöxtum í bætur. Fram kem- ur að árásarmaðurinn hafði náð samkomulagi við manninn sem hann réðist á um greiðslu bóta og því fallið frá bótakröfu hans fyrir dómi. Í dómnum segir að parið hafi verið að skemmta sér á hótelinu ásamt samstarfsfólki konunnar og mökum þeirra en þegar komið var upp á hótelherbergi að skemmtun lokinni réðist maðurinn á konuna. Hann hrinti konunni svo hún féll á bakið á rúmið, settist ofan á hana með hnén á bringu hennar, tók hálstaki, kýldi í andlitið og greip með fingri um munnhol hennar og hótaði að drepa hana. Hlaut konan sár á efri vör og nefi, eymsli yfir rifjum, bólgu, mar og eymsli á báðum kinnbeinum og vinstra gag- nauga, eymsli á hálsi og sár, mar og eymsli í munnholi. Auk þess varð konan fyrir mikilli geðshræringu. Konan komst að lokum undan og inn á annað herbergi þar sem ann- að par veitti henni skjól. Árásar- maðurinn reyndi síðar að komast inn í herbergið, m.a. með því að reyna að brjótast inn um glugg- ann. Á þessum tímapunkti var búið að kalla á aðstöð lögreglu og í kjölfarið ætlaði maðurinn að aka á brott. Tveir menn reyndu að koma í veg fyrir það sem endaði með því að maðurinn skallaði annan þeirra. Þá var maðurinn snúinn niður og farið með hann inn á herbergi. Framburður konunnar þótti trúverðugur og játaði maðurinn allar sakir nema að hafa tekið hana hálstaki. Ekki þótti næg sönnun liggja fyrir um það hvort hann hefði gert það eða ekki og var hann því sýknaður af þeirri háttsemi. Fyrir önnur atriði líkamsárásarinn- ar var maðurinn sakfelldur. Við ákvörðun refsingarinnar segir í dómnum að maðurinn hafi ekki áður gerst sekur um refsiverðan verknað. Í þessu máli hafi hann hins vegar verið sakfelldur fyrir tvær líkamsárásir, þar af á þáveran- di sambýliskonu sína. Aftur á móti verði að líta til þess að maðurinn hafi játað brot sín og greitt man- ninum sem hann réðist á umsam- dar bætur. Þess vegna þyki hæfileg refsing sex mánaða fangelsi, skil- orðsbundið til tveggja ára. Auk þess greiði hann skaða- og mis- kabætur til konunnar samtals að verðmæti rúmlega 990 þús. krónur og málskostnað. kgk Dæmdur fyrir tvær líkamsárásir á hóteli Réðst á sambýliskonu sína og vitni „Vegna uppsagna á 20 starfsmönn- um Norðuráls þá vill trúnaðarráð stéttarfélagana mótmæla harðlega framgöngu yfirstjórnar Norðuáls sem ítrekað er að brjóta kjarasamn- ing stéttarfélaganna og Norður- áls,“ segir í tilkynningu sem trún- aðarráð starfsmanna Norðuráls sendi frá sér síðastliðinn föstudag. „brotin er grein 8.09.1 þar sem segir að tilkynna skuli trúnaðar- mönnum með fyrirvara verulegar breytingar á rekstri og vinnutil- högun og það var ekki gert. Varð- andi ástæður uppsagna 20 manna úr ýmsum deildum fyrirtækisins er tilgreind ástæða hár launakostnað- ur fyrirtækisins. Við viljum vekja eftirtekt á viðtali síðan í febrúar 2018 sem bloomberg fréttastof- an átti við Mike bless forstjóra Century móðurfélags Norðuráls. Þar tilgreinir hann að launakostn- aður hjá álfyrtækjum Century sé ekki það sem valdi erfiðleikum í rekstri heldur hráefniskostnaður og annar fastur kostnaður. Jafn- vel launakostnaður upp á 10% sé ekki vandamál. Einnig má benda á upplýsingar um laun Mike bless frá 2017 þar sem tekið er fram að grunnlaun eru $850,000 heildar- laun $1,996,250. Greinilega má skera niður laun annars staðar en hjá starfsfólki Norðuráls,“ segir í tilkynningu trúnaðarráðs starfs- manna Norðuráls. mm Trúnaðarráð mótmælir uppsögnum Norðuráls www.skessuhorn.is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.