Skessuhorn


Skessuhorn - 12.12.2018, Blaðsíða 20

Skessuhorn - 12.12.2018, Blaðsíða 20
MIÐVIKUDAGUR 12. DESEMbER 201820 borgfirðingurinn brynhildur Dav- íðsdóttir frá Arnbjargarlæk, pró- fessor í umhverfis- og auðlinda- fræði við Háskóla Íslands, hlaut á föstudaginn heiðurverðlaun úr Verðlaunasjóði Ásu Guðmunds- dóttur Wright. Verðlaunin eru veitt fyrir brautryðjendastarf í rannsóknum í vist- og hagfræði, sjálfbærni, þróun orkukerfa og á sviði loftslagsmála. Það var Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sem afhenti brynhildi verðlaun- in við hátíðlega athöfn í Þjóð- minjasafninu. Verðlaun úr sjóði Ásu Guðmundsdóttur Wright eru veitt íslenskum vísindamanni sem náð hefur framúrskarandi árangri á sínu sérsviði í vísindum eða fræð- um og miðlað þekkingu sinni til framfara í íslensku þjóðfélagi. Rannsóknir brynhildar hafa ver- ið þverfaglegar í líffræði og hag- fræði og tengjast þær umhverfis-, loftslags- og orkumálum auk sjálf- bærni. brynhildur hefur rannsak- að samspil umhverfis og lífríkis og áhrif okkar mannanna á hvort tveggja. Hún hefur fléttað saman rannsóknir í visthagfræði og verk- fræði og sýnt með líkönum hvaða áhrif hagþróun hefur á umhverfi og auðlindir jarðar. brynhildur hefur hlotið styrki til margvíslegra og mikilvægra rannsókna sem tengjast mjög fjöl- breyttum áskorunum, m.a. rafvæð- ingu bílaflotans, endurnýjanlegum orkugjöfum framtíðarinnar, um- hverfisáhrifum jarðhitavirkjana, áhrifum veðurfarsbreytinga á fiski- stofna Norður-Atlantshafsins og hvernig sjávarútvegur getur stuðl- að að vistvænum rekstri og tak- markað losun gróðurhúsaloftteg- unda. Þá hefur brynhildur rann- sakað hvaða áhrif breytt veðurfar á Norðurlöndum hefur á orkukerfi og landnýtingu. Hún hefur einn- ig gert mat á efnahagslegu mikil- vægi þjónustu vistkerfa auk mats á vistkerfum jarðvegs og sjálfbærni í landnýtingu. Hér er fátt eitt tal- ið. Þessi fjölbreyttu verkefni hafa notið stuðnings frá ýmsum aðilum svo sem Rannís, Nordforsk, Evr- ópusambandinu og fjölmörgum smærri aðilum. brynhildur hefur ritstýrt bók- um, ritrýnt handrit bóka og grein- ar fyrir fjölda tímarita auk þess að birta sjálf mikinn fjölda vísinda- greina í virtum tímaritum. Auk rannsóknastarfa hefur hún gegnt fjölbreyttum trúnaðarstörfum fyrir Háskóla Íslands og setið í nefndum og ráðum á vegum hins opinbera. Þá má geta þess að hún er formað- ur stjórnar Orkuveitu Reykjavík- ur. brynhildur hefur kennt fjölda framhaldsnema við háskóla í rann- sóknarnámi og flutt fyrirlestra bæði innan lands og utan um fræði sín og rannsóknir. Hún hefur ver- ið virk í evrópsku samstarfi og al- þjóðlegu starfi á sviði rannsókna á loftslagsbreytingum og áhrifum manna á umhverfi sitt. brynhildur Davíðsdóttir er fædd 29. júlí 1968. Hún lauk b.S. prófi í líffræði og undirbúningsnámi til meistaranáms í hagfræði árin 1990 og 1992. Hún lauk enn fremur tvöföldu meistaranámi í alþjóða- samskiptum og auðlinda- og um- hverfisstjórnun frá boston-háskóla árið 1995 og doktorsprófi í orku- og umhverfisfræðum árið 2002 frá sama skóla. Eiginmaður brynhild- ar er Einar Örn Sigurdórsson og eiga þau tvær dætur. mm Brynhildur hlaut verðlaun úr sjóði Ásu Guðmundsdóttur Wright Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, færir Brynhildi Davíðsdóttur verðlaunin. Ljósm. Ljósmynd Háskóli Íslands; Kristinn Ingvarsson. Fyrsti aðalfundur Hestamanna- félagsins borgfirðings var haldinn þriðjudaginn 27. nóvember síðast- liðinn í félagsheimilinu Vindási. Fé- lagið varð sem kunnugt er til í janú- ar síðastliðnum eftir sameiningu félaganna Faxa og Skugga. Hauk- ur bjarnason, fyrir hönd Skáneyj- arbúsins, færði borgfirðingi farand- bikar að gjöf. Verður bikarinn veitt- ur þeim keppanda félagsins sem nær bestum samanlögðum árangri í keppnum hvers árs. Fyrsti handhafi bikarsins er Randi Holaker sem átti góðu gengi að fagna á árinu 2018. Fundurinn var rólegur og tíð- indalítill og stjórn félagsins er nán- ast óbreytt, að sögn Kristjáns Gísla- sonar ritara. „Eina breytingin er að Guðrún Fjeldsted gengur úr stjórn- inni og í stað hennar kemur Arna Pálsdóttir,“ segir Kristján í samtali við Skessuhorn. Stjórn félagsins er því þannig skipuð; Þórdís Arnar- dóttir formaður, Haukur bjarna- son, Marteinn Valdimarsson, Reyn- ir Magnússon, Sigurþór Óskar Ágústsson, björg María Þórsdótt- ir, Kristján Gíslason og Arna Páls- dóttir. Eins og venja er hafa undanfarn- ir mánuðir verið rólegir í hesta- mennskunni en fljótlega fer að draga til tíðinda þegar mótahald og keppnir hefjast á nýju ári. „Fyrsta keppni sem borgfirðingur stendur fyrir er fyrsta mótið í Kb innan- hússmótaröðinni. Það fer fram 23. febrúar næstkomandi,“ segir Krist- ján að endingu. kgk/ Ljósm. Kristján Gíslason. Borgfirðingi færður farandbikar Haukur Bjarnason, f.h. Skáneyjarbúsins, færit Hestamannafélaginu Borgfirðingi farandbikarinn að gjöf. Þórdís Arnardóttir, formaður Borgfirðings, veitir bikarnum viðtöku. Þórdís færir Randi Holaker farandbikarinn, en hún var með bestan samanlagðan árangur í keppnum ársins. Fullveldishátíð er haldin í Heið- arskóla ár hvert og var engin und- antekning þar á í ár. Hátíðin var að þessu sinni haldin á þriðjudegi í síðustu viku, 4. desember. börn af yngsta stigi í Heiðarskóla auk elstu barna frá leikskólanum Skýja- borg sungu fyrir gesti og sögðu frá þeim forsetum sem hér hafa setið, auk þess sem þau fræddu áhorfend- ur um skjaldarmerki okkar Íslend- inga. Þvínæst stigu nemendur í 6. og 7. bekk á svið og sýndu leikrit sem fjallaði um árið 1918 og það hvernig lífið var þá á Íslandi. Í leikritinu var fjallað um spænsku veikina, Kötlu- gos, frostaveturinn mikla og að sjálf- sögðu fullveldið. Að sýningu lokinni voru kaffiveitingar áður en gestir héldu heim á leið. arg Árleg fullveldishátíð í Heiðarskóla Nemendur í 6. og 7. bekk sýndu leikrit um árið 1918. Nemendur í 1.-3. bekk auk elstu barna á Skýjaborg sungu fyrir gesti. Þriðjudaginn 20. nóvember var árshátíð 1.-7. bekkjar í Kleppjárns- reykjadeild Grunnskóla borgar- fjarðar haldin í Logalandi. Var þema árshátíðarinnar mannrétt- indi með sérstaka áherslu á réttindi barna. „Við undirbúning árshátíð- arinnar kom fram sú hugmynd að skora á sveitarstjórn borgarbyggð- ar að innleiða formlega barnasátt- mála Sameinuðu þjóðanna,“ segir í tilkynningu frá skólanum. Síðastliðinn miðvikudag voru svo Gunnlaugur A Júlíusson sveit- arstjóri, Halldóra Lóa Þorvalds- dóttir og Lilja b Ágústsdóttir, fulltrúar sveitarstjórnar, viðstödd stutta athöfn í matsal skólans. „Nemendur sungu lagið Imagine eftir John Lennon við íslenskan texta Þórarins Eldjárns. Kristín Eir Hauksdóttir flutti stutt ávarp og að lokum afhenti Soffía S Isa- bella björnsdóttir sveitarstjóra áskorunina. Gunnlaugur sveitar- stjóri þakkaði nemendum kærlega fyrir og vonaðist til að nú yrði far- ið í markvissa vinnu við að fara yfir hvernig réttindi barna eru tryggð í sveitarfélaginu,“ segir í tilkynn- ingu frá skólanum. arg Vilja innleiða Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna Nemendur í Kleppjárnsreykjadeild Grunnskóla Borgarfjarðar afhentu Gunnlaugi A Júlíussyni áskorun þar sem þau skora á sveitarstjórn að innleiða Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Ljósm. GBF.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.