Skessuhorn


Skessuhorn - 12.12.2018, Blaðsíða 17

Skessuhorn - 12.12.2018, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 12. DESEMbER 2018 17 Eftir heimkomuna kenndi hún við Myndlistaskóla Reykjavíkur. „Ég var með leirdeildina þar í tutt- ugu ár. Svo var ég með gallerí og vinnustofu á Skólavörðustígnum í tíu ár.“ Árið 2008 söðlaði hún um og flutti úr ys og þys miðbæjarins í Reykjavík í rólegheitin á Akra- nesi, keypti Arnardal og kom á fót vinnustofu. „Ég finn það samt þegar ég geng í Þingholtunum, að ég verð að gæta þess að festa ekki rætur. Ég finn þær koma úr skón- um því maður þekkir það svo vel. Það fer að verða kominn lengsti tími sem ég hef búið á einum stað núna,“ segir Kolbrún hugsandi. „Það er alltaf þessi tíu ára fiðringur í mér, en það er eins og með söfn- unaráráttuna, ég er að reyna að berja þetta niður.“ Kolbrúnu finnst samt stundum langt til Reykjavík- ur, sérstaklega þegar Kjalarnesið er lokað. Fyrstu tvö árin á Akra- nesi rak Kolbrún gallerí á Skóla- vörðustígnum og keyrði daglega á milli Reykjavíkur og Akraness. „Þá var Kjalarnesinu aldrei lokað,“ segir hún. Eitt sinn hafi hún ekið með dóttur sinni í miklu roki og hríðarbyl til Reykjavíkur. „Það var rosalegt rok og mikil hálka og það koma hviða á okkur.“ Þær mæðg- ur lentu utanvegar, en voru þó heilar í óskemmdum bíl. „Akranes væri betri bær ef ferjan hefði hald- ið áfram á sumrin. Það hefði bæði stækkað Akranes og Reykjavík. Ég gladdist mikið þegar ferjan kom og keypti mér heilt klippikort sem ég sit á ennþá í von um betri tíð.“ Þessa dagana starfar Kolbrún þó alfarið á Akranesi. Hún segir að einveran sé henni dýrmæt, þó hún þurfi af og til að sækja í ys- inn í Reykjavík. Hún undirbýr sýningu sem hún fyrirhugar að halda á næsta ári, á gömlum og nýjum verkum. Þar sem Kolbrún og blaðamaður sitja við lítið rauð- dúkað borð við eldhúsgluggann, skotrar Kolbrún augunum af og til út. Hún gefur fuglunum himinsins af samviskusemi, enda eru fuglarn- ir orðnir hennar einkennismerki. klj Ferðaþjónustufyrirtækið Ocean Adventures í Stykkishólmi festi á dögunum kaup á nýjum farþegabát sem hefur fengið nafnið Elliðaey. báturinn er níu metra langur og tekur 19 farþega. Hann var áður gerður út frá Hofsósi undir nafn- inu Súla. Það eru Hulda Hildi- brandsdóttir og Hreiðar Már Jó- hannesson sem eiga og reka Ocean Adventures. Fyrirtækið stofnuðu þau í fyrravor og hafa þau því farið með ferðamenn í skemmtisiglingar í nágrenni Stykkishólms undanfar- in tvö sumur. Hulda segir nýja bát- inn hugsaðan til lundasiglinga en að eldri bátur fyrirtækisins, Austri, verði einkum notaður fyrir sjóst- angveiðiferðir fyrirtækisins. „Nýi báturinn er aðeins stærri, tekur fleiri farþega en Austri og er þægilegri til lundasiglinga. Hann er hálfyfirbyggður þannig að all- ir geta setið úti ef þeir vilja,“ seg- ir Hulda í samtali við Skessuhorn. „Það hefur verið mikil eftirspurn eftir þessum siglingum frá ferða- skrifstofunum, en við höfum ekki átt gott með að taka á móti hóp- um hingað til vegna þess að Austri er ekki nógu stór. En með tilkomu nýja bátsins þá er það orðinn möguleiki,“ bætir hún við. Hulda segir bátinn alveg tilbú- inn og að engar breytingar þurfi að gera á honum. Aðeins þurfi að merkja hann upp á nýtt með nýju nafni. Aðspurð segir hún tvær ástæður fyrir því að nýja bátnum var gefið nafnið Elliðaey. „Lunda- ferðirnar snúast mikið í kringum Elliðaey, þar heldur lundinn sig til. En þar að auki er Hreiðar mað- urinn minn og skipstjóri á bátnum ættaður úr eyjunni. Amma hans bjó þar og fólk er alveg heillað af því þegar hann segir söguna af ömmu sinni þegar siglt er í kring- um eyjuna,“ segir Hulda. Nóg að gera Hún segir meira en nóg hafa ver- ið að gera við siglingar frá því þau hleyptu fyrirtækinu af stokkun- um í fyrravor. „Okkur hefur verið mjög vel tekið og allar ferðir þétt- setnar yfir sumartímann. Við finn- um mikið fyrir því að fólk sæk- ir í persónulega þjónustu og hana reynum við að veita. Viðskiptavin- ir okkar eru ánægðir og við erum ánægð með það,“ segir hún en bætir því við að auðvitað sé minna siglt á þessum árstíma. „bátarn- ir eru litlir og allt saman er þetta mjög háð veðrinu. En það er allt- af hægt að hringja og panta ferð eða senda okkur póst og við förum með fólk í siglingu ef veður leyfir,“ segir hún. „En í vor fer síðan allt á fulla ferð aftur. Lundaferðirnar byrja um miðjan apríl þegar lund- inn mætir í eyjarnar hérna í kring- um bæinn. Síðan byrja sjóstang- veiðiferðirnar í kringum 20. apríl, eftir hrygningarstoppið í vor. Þá verður siglt á tveggja klukkutíma fresti frá Stykkishólmi, allan dag- inn frá morgni til kvölds. Sumar- ið er mikil törn en skemmtileg,“ segir Hulda Hildibrandsdóttir að endingu. kgk/ Ljósm. aðsendar. Ocean Adventures kaupir nýjan farþegabát Hulda Hildibrandsdóttir og Hreiðar Már Jóhannesson við nýja bátinn. Elliðaey SH hét áður Súla SK og var gerður út til farþegasiglinga frá Hofsósi. Kolbrún hefur komið upp vísi að galleríi í forstofu hússins, þar er meðal annars hægt að fá þessa gullfugla. Kolbrún hefur verið að koma sér upp lager af fuglum síðustu vikur. Þessir fuglar sem sitja ókláraðir á vinnustofunni þegar blaðamaður kíkir í heimsókn til Kol- brúnar verða tilbúnir fyrir jólin. Ný, gömul, tilbúin og ókláruð verk sitja á alls kyns borðum á vinnustofu Kol- brúnar. Þegar gengið er fram hjá húsi Kolbrúnar er hægt að sjá fallegar úrklippimyndir í gluggunum. Fiskarnir og sjómennirnir eru vísun í Akranes.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.