Skessuhorn


Skessuhorn - 12.12.2018, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 12.12.2018, Blaðsíða 10
MIÐVIKUDAGUR 12. DESEMbER 201810 Síðastliðinn laugardag var Guð- laug við Langasand formlega tekin í notkun. Félagar úr Sjóbaðsfélagi Akraness voru fyrstir til að vígja laugina að aflokinni stuttri sjó- ferð. Meðan sjósundsfólkið gekk í sjóinn flutti Ragnar Sæmundsson, formaður skipulags- og umhverf- isráðs Akraneskaupstaðar, ávarp og Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri fór yfir sögu mannvirkisins, kostn- að og fjármögnun. Loks var klippt á borða og laugin þar með form- lega vígð. Guðlaug er steinsteypt á þrem- ur hæðum og er alls sex metra hátt mannvirki staðsett í grjótvarnar- garði neðan við stúku Akranesvall- ar og Aggapall. Efst er útsýnispallur sem gengið er út á beint af göngu- stíg sem liggur meðfram Langa- sandi. Undir pallinum er stjórnher- bergi og heit laug samsíða honum sem vísar á móti sjónum með út- sýni yfir Akraneshöfn, Faxaflóa og til Reykjaness. Önnur grynnri laug er á neðstu hæð mannvirkisins og nýtir hún yfirfallsvatn sem rennur úr pottinum fyrir ofan. Þegar laug- in er opin er sífellt gegnumstreymi og því er ekki þörf á klór eða öðr- um hreinsiefnum. Á stórstreymi flæðir sjór í neðstu laugina. Á sand- inum framan við mannvirkið hefur verið komið fyrir nokkrum stórum steinum en hlutverk þeirra er að draga úr sjógangi og álagi á mann- virkið. Laugina hönnuðu basalt arki- tektar og Mannvit verkfræðistofa. Yfirverktaki við framkvæmdina var Ístak ehf. og Vélaleiga Hall- dórs Sigurðssonar ehf. var undir- verktaki. Rafþjónusta Sigurdórs og Píplagningaþjónustan sáu um raf- magns- og vatnslagnir í lauginni og Trésmiðjan Akur gerði búningaað- stöðuna undir stúku Akranesvallar. Verkefnið styrkt um 40% af byggingarkostnaði Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri fór yfir forsögu þess að ráðist var í framkvæmdina. Árið 2014 var minningarsjóði í nafni Jóns Gunn- laugssonar útvegsbónda og Guð- laugar Gunnlaugsdóttur húsmóð- ur frá bræðraparti á Akranesi form- lega slitið. Stjórn minningarsjóðs- ins ákvað að ráðstafa 14 milljónum króna til uppbyggingar á heitri laug við Langasand ásamt því að úthluta öðrum styrkjum til samfélagsins á Akranesi, alls 54 milljónum króna ásamt lóðum að verðmæti 66 millj- ónir. Tilgangur þessa sjóðs var að efla mannlíf og samfélag á Akranesi og veita ungum fátækum náms- mönnum á Akranesi styrki til náms sem tengdist sjávarútvegi. Með breyttum aðstæðum og atvinnu- háttum á Akranesi var samþykkt að leggja sjóðinn niður og ráð- stafa stærstum hluta hans til mál- efna tengdum slysavörnum og öðr- um samfélagsmálum á Akranesi. Í kjölfar styrkveitingarinnar var sett- ur á laggirnar starfshópur til að út- færa verkefnið um uppbyggingu á heitri laug á Langasandi og skilaði hópurinn af sér tillögu á haustmán- uðum 2015. Til viðbótar styrkn- um úr minningarsjóði bræðra- partshjóna fékkst 30 milljóna króna styrkur úr framkvæmdasjóði ferða- mannastaða. Styrkir þessir dekka tæplega 40% af byggingarkostnaði en annan kostnað við mannvirkið og búningsaðstöðu sem komið hef- ur verið upp undir stúku Akranes- vallar greiðir Akraneskaupstaður. Fram kom hjá Sævar Frey að heild- arkostnaður vegna byggingar og hönnunar Guðlaugar og búninga- aðstöðu nemur 115-120 milljónum króna. Sagði hann að það væri um 4-8% umfram upphaflega kostn- aðaráætlun við verkefnið. Nettó- kostnaður Akraneskaupstaðar verð- ur því 71-76 milljónir króna. „Guðlaug er frábær viðbót hér á Akranesi fyrir bæði heimamenn og gesti og erum við full stolts að standa hér í dag og vígja laugina,“ sagði Sævar. Tvímælalaust mun mannvirki þetta laða að ferðamenn en ekki síður auka umferð og notk- un heimafólks á þeirri náttúrupara- dís sem Langisandur er. Opin í fyrstu fjóra daga vikunnar Guðlaug verður opin í vetur alla miðvikudaga og föstudaga frá klukkan 16 til 20 og laugardaga og sunnudag frá klukkan 10 til 14. Opnunartími getur tekið breyting- um og eru gestir laugarinnar hvatt- ir til að fylgjast með upplýsingum um rekstur laugarinnar á Face- booksíðu Guðlaugar. Laugin er gjaldfrjáls. mm Guðlaug við Langasand tekin í notkun Félagar úr Sjóbaðsfélagi Akraness vígðu laugina. Hér ræðir pottverjinn Jón Pálmi Pálsson við fréttamann RUV sem mætti til að fanga augnablikið. Klippt á borða til marks um formlega vígslu Guðlaugar. F.v. Hrólfur Karl Cela arkitekt, Elín Sigrún Jónsdóttir barnabarn hjónanna á Bræðraparti, Ragnar Sæmundsson, Ólafur Adolfsson, Sævar Freyr Þráinsson og Gerður Jóhanna Jóhannsdóttir. Fjölmenni var viðstatt vígsluna. Neðri laugin tekur affall frá þeirri sem er fyrir ofan. Guðlaug. Efst er útsýnispallur en undir honum er stjórnherbergi og laug og neðsta hæðin er önnur laug sem sjór flæðir í þegar stórstreymt er. Félagar í Sjóbaðsfélagi Akraness skömmu áður en þeir vígðu laugina.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.