Skessuhorn


Skessuhorn - 12.12.2018, Blaðsíða 28

Skessuhorn - 12.12.2018, Blaðsíða 28
MIÐVIKUDAGUR 12. DESEMbER 201828 Vörur og þjónusta R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 H P Pípulagnir ehf. Alhliða pípulagnaþjónusta Hilmir 820-3722 Páll 699-4067 hppipulagnir@gmail.com SK ES SU H O R N 2 01 8 TEK AÐ MÉR GARÐAÚÐUN ALLA DAGA VIKUNNAR GARÐAÚÐUN REYNIS SIG SÍMI: 899-0304 Fyrir alla vigtun Húsarafmagn Töflusmíði Iðnaðarrafmagn Bátarafmagn Bílarafmagn RAFMAGN vogir@vogir.is Sími 433-2202 VOGIR Bílavogir Kranavogir Skeifuvogir Pallvogir Aflestrarhausar Hönnun prentgripa & alhliða prentþjónusta Drei bréf - Boðsbréf Ritgerðir - Skýrslur Reikningar - Eyðublöð Umslög - Bréfsefni Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Getum við aðstoðað þig? sími: 437 2360 olgeirhelgi@islandia.is Pennagrein Ég var nýlega staddur í Reykholts- kirkju þar sem haldnir voru minn- ingartónleikar um Heimi Klemenz- son frá Dýrastöðum, ungan tónlistar- mann sem lést fyrr á þessu ári. Tón- leikarnir voru jafnframt fjáröflun til stofnunar minningarsjóðs um Heimi. Tilgangur sjóðsins skal vera að styrkja ungt og efnilegt tónlistarfólk úr hér- aðinu til frekara náms. Reykholts- kirkja var þéttsetin enda er hún af- burða gott tónleikahús og dagskrá- in bæði vönduð og efnismikil. Lang- stærstur hluti þeirra listamanna sem komu fram á tónleikunum var heima- fólk sem hafði unnið með og tengst Heimi á einn eða annan hátt í gegn- um tónlistina. Hugurinn reikaði á meðan á tón- leikunum stóð. Meðal annars leiddist hugsunin að því hve öflugt tónlistarlíf er í borgarbyggð og hve mikið er til af góðu tónlistarfólki í ekki fjölmenn- ara samfélagi. Tónlistarfólki sem hef- ur vald á flestum ef ekki öllum teg- undum tónlistar. Söngur, hljóðfæra- leikur, ungir, eldri, klassísk tónlist, dægurtónlist, hljómsveitir, einleikur, kórar og einsöngur. Það er allur skal- inn. Grunnur að þessu öfluga tónlistar- lífi verið örugglega lagður hjá Tón- listarskóla borgarfjarðar gegnum árin. Skólinn hefur starfað í hálfa öld og einu ári betur. Styrkur tónlistar- skólans hefur verið gott og öflugt starfsfólk og styrk og metnaðarfull forysta gegnum áratugina. Theodóra Þorsteinsdóttir hefur starfað sem skólastjóri tónlistarskólans í rúmlega hálfa starfsævi hans. Á undan henni störfuðu við skólann skólastjórar sem ég kannaðist við sem öfluga tónlist- armenn. Við skólann stunda nú um 160 nemendur nám. Tónlistarskól- inn hélt t.d. upp á fimmtíu ára afmæli sitt á síðastliðnu ári með með miklum glæsibrag með uppsetningu söng- leiksins um Móglí. Upp úr því verk- efni þróaðist hugmynd um að stofna söngleikjadeild við skólann sl. haust. Deildin sýndi afrakstur starfsins nú um mánaðamótin með söngleiknum „Litla stúlkan með eldspýturnar“. Í þessu sambandi er einnig rétt að minnast á afmælistónleika Tónlist- arskólans sem haldnir voru í borg- arneskirkju sl. haust. Þar kom fjöldi listarfólks fram sem allt hafði það sameiginlegt að hafa lokið brottfar- arprófi í list sinni frá Tónlistarskóla borgarfjarðar. Fjölbreytni í tónlistarlífinu er mik- il. Nokkrir kórar eru starfandi í hér- aðinu sem bæði halda opinberar söng- skemmtanir af einu eða öðru tagi eða taka þátt í einstökum viðburðum þar sem söngurinn á vel við. Karlakór- inn Söngbræður þykir t.d. ómissandi á góðum menningarsamkomum. Í Reykholtskirkju, sem er frábært tón- listarhús, eru haldnir ófáir tónleikar þar sem klassík tónlist er í fyrirrúmi fyrir utan allt annað. Þá kemur gjarn- an fram frábært tónlistarfólk úr hér- aðinu sem hefur stundað framhalds- nám erlendis og gefur heimafólki kost á að njóta uppskerunnar. Má þar til dæmis nefna borgarfjarðardætur sem halda gjarnan tónleika um jólin þeg- ar þær eru allar á landinu. Einnig er rétt að minnast Reykholtshátíðar sem fyrir löngu hefur áunnið sér sterkan sess á landsvísu. Þar kemur gjarnan fram öflugt tónlistarfólk upprunnið í héraðinu. Safnahús borgarfjarðar og tónlist- arskólinn hafa haft með sér gott sam- starf hvað varðar verkefni fyrir yngstu nemendur skólans. Í safnahúsinu eru haldnir vortónleikar þar sem yngstu nemendurnir fá tækifæri til að sýna hvað í þeim býr. Einn úr þeirra hópi vakti slíka hrifningu sl. vor að hann var fenginn til að koma fram á hátíð- arhöldum í höfuðborginni vegna full- veldishátíðar Íslands. Ungur borgfirðingur fór um land- ið í sumar og kynnti flamengo tón- list, bæði einn og með spænskum tónlistarmönnum. Það er ekki sjálf- gefið að slík tónlist streymi fram úr borgfirskum fingrum. Heiðurstón- leikar Claptons í brún hafa áunnið sér sess í borgfirsku tónlistarlífi. Til að undirstrika fjölbreytnina má að lokum minna á kvæðamannafélagið Snorra sem heldur bæði reglubundn- ar æfingar í Reykholti og stendur fyr- ir þorraskemmtunum í mismunandi peningshúsum í héraðinu. Hér hefur aðeins verið drepið á lít- inn hluta þess tónlistarlífs sem boð- ið er upp á í hinu ágæta sveitarfélagi borgarbyggð. Margt fleira mætti upp telja s.s. það góða fólk sem alltaf er reiðubúið að taka þátt í minni eða stærri samkomum með söng og hljóð- færaleik, en einhversstaðar verður að setja punkt. Hið öfluga tónlistarlíf í héraðinu er mikill menningarauki og eykur lífsgæði íbúanna á margan hátt. Mér þótti í þessu samhengi við hæfi að gefa örlitla innsýn í það sem kom upp í hugann á stórgóðum minning- artónleikum um Heimi Klemenzson. Það er við hæfi að minningu hans verði meðal annars haldið á lofti með styrktarsjóði sem styrkir ungt borg- firskt tónlistarfólk til þess að ná hærra upp og lengra fram. Gunnlaugur A Júlíusson. Öflugt tónlistarlíf í Borgarbyggð Það hefur staðið til að umhverf- is- og auðlindaráðherra komi á fót Þjóðgarðastofnun sem mun ann- ast náttúruvernd á friðlýstum svæð- um í samræmi við náttúruverndar- lög. Með því er verið að sameina verkefni og stjórnsýslu á þessu sviði undir eina stjórn og á einn stað. Nýlega spurði ég umhverfis- og auðlindaráðherra hvort það kæmi til greina að staðsetja fyrirhugaða stofnun á landsbyggðinni og ef svo er, hvað lægi til grundvallar slíkri ákvörðun. Gott aðgengi að stjórnsýslu Þau atriði sem ráðherra telur brýnt að horfa til þegar tekin verður ákvörðun um starfsstöðvar nýrr- ar stofnunar eru tengsl stjórnenda og lykilstarfsfólks við stjórnsýsl- una. Það sé mikilvægt að stofnun- in hafi gott aðgengi að stjórnsýslu eins og ráðuneytum og öðrum stofnunum sem snúa að slíkri starf- semi. Ráðherra bendir á að hægt sé með öruggum hætti að viðhalda tengslum á rafrænan hátt en að ekki megi gera lítið úr mikilvægi beinna samskipta. Ráðherra telur mikilvægt að góð samskipti séu við hagaðila og að virkt samráð sé forsenda þess að vel takist upp. Sterk rök eru fyrir því að á hverju starfssvæði stofnunarinnar eða í hverjum landshluta þurfi að vera nokkuð öflug starfsstöð með getu til þess að sinna slíkum sam- tölum ásamt annarri þjónustu, t.d. hluta af miðlægri þjónustu stofnun- arinnar. Verkefni um allt land Verkefni fyrirhugaðrar stofnunar eru á hendi þriggja stofnana sem heyra undir umhverfis- og auðlind- aráðuneytið. Þær stofnanir starfa víða um land eins og Umhverf- isstofnun sem starfar á tíu stöð- um á landinu. Eðli starfsemi nýrr- ar stofnunar sem færi með málefni náttúrverndar, t.a.m. friðlýsingar og rekstur og umsjón friðlýstra svæða, fæli í sér að meginþungi starfsem- innar yrði á landsbyggðinni. Þekking og frumkvæði Það er ljóst að mikil þekking um náttúruvernd og náttúrurannsókn- ir býr á landsbyggðinni. Starfsfólk Náttúrustofa og Umhverfisstofn- unar um landið sinnir eftirliti með náttúru landsins með gagnasöfn- un, fræðslu, ráðgjöf, þjónustu og fleiru. Á Hvanneyri er Landbúnaðar- skóli Íslands. Sérstæða hans er að viðfangsefni skólans er náttúra landsins, nýting, viðhald og vernd- un, eins og segir á heimasíðu skól- ans. Þar er rekin öflugur skóli í bú- fræði og búvísindum auk þess sem þar er öflug rannsóknastarfsemi á sviði búvísinda, náttúru- og um- hverfisfræða. Það er því ekki erfitt að finna hentuga staðsetningu fyrir fyrir- hugaða Þjóðgarðastofnun þar sem hægt er að nálgast forsendurn- ar sem liggja til grundvallar slíkri stofnun. Halla Signý Kristjánsdóttir. Höfundur er 7. þingmaður NV kjöæmis Staðsetning fyrirhugaðrar Þjóðgarðastofnunar Pennagrein Helga K Haug Jónsdóttir, sem leiddi lista Miðflokksins fyrir bæjar- stjórnarkosningar á Akranesi í vor, hefur sagt sig úr flokknum. Með bréfi sem hún sendi forystu flokks- ins síðastliðinn föstudag segist hún miður sín yfir hegðun manna í svo- kölluðu Klausturbarsmáli. Seg- ir hún að þingmenn eigi skilyrðis- laust að segja af sér þingmennsku og kalla til varamenn. bréf Helgu er svohljóðandi: „Ég er bara miður mín yfir hegð- un manna og umræðunni síðustu daga. Eftir að hafa hlustað á upp- tökur af svokallaða Klaustursmáli þá get ég ekki annað en skorað á þá sem eiga hlut að máli að segja af sér þingmennsku og axla ábyrgð. Þetta er ekki það sem ég stend fyrir; kvennfyrirlitning og níð á minni- hlutahópa. Þið ættuð að skamm- ast ykkar fyrir talsmáta ykkar. Axl- ið ábyrgð strax. Svona eiga kjörnir fulltrúar ekki að haga sér. Það er til fullt af góðu fólki sem getur tekið við af ykkur. Þó þið haldið annað. Ég sé engar yfirbætur með hegð- un ykkar. Ég persónulega og við öll höfum skaðast. Við lögðum mann- orð okkar við þennan flokk og þessa forustu og ekki má gleyma fólkinu sem kaus okkur. Hegðun manna á Alþingi er orð- in þannig að allir ættu að líta í eig- in barm. Virðing á Alþingi hverf- ur með þessum hætti og ekki var hún nú mikil fyrir. Þið þingmenn eigið að vinna fyrir fólkið í land- inu og vera fyrirmynd þess. Ekki sitja í skotgröfunum og níða hvort annað. Og ekki batnar það þegar borgarleikhúsð býður fólki ókeyp- is að koma og hlæja að gerendum og þolendum þessa máls. Er þetta það sem við ætlum að kenna börn- unum okkar í komandi framtíð? Ég undirrituð segði hér með skilið við Miðflokkinn. Fyrrum oddviti Miðflokksins á Akranesi fyrir síðustu sveitarstjórn- arkosningar, Helga K Haug Jónsdóttir.“ Oddviti Miðflokksins á Akranesi segir sig úr flokknum Helga K Haug Jónsdóttir.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.