Skessuhorn


Skessuhorn - 12.12.2018, Blaðsíða 19

Skessuhorn - 12.12.2018, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 12. DESEMbER 2018 19 Það er margt sem skátar taka sér fyr- ir hendur og oft við frumstæðar að- stæður. Á dögunum mættu vask- ir skátar úr Skátafélaginu Stíganda í Dölum á fund þar sem verkefnið var að elda utandyra og yfir opnum eldi í kvöldmyrkrinu. Það vildi ekki bet- ur til en svo að Vetur konungur bauð upp á nístingskulda en það virtist ekki koma að sök, þar var gleðin ein við völd þegar fréttaritari leit við. Dal- astúlkan Hafdís Inga Ásgeirsdóttir og Elisa DelRio skiptinemi frá Ítalíu gáfu sér tíma til að líta upp frá pott- unum og segja örlítið frá verkefninu. „Það er mjög gaman að læra að elda úti og gera eitthvað sem er erf- itt með krökkunum,“ sagði Hafdís Inga og bætti við að hún væri til í að gera þetta oftar. Elisa var ekki síður áhugasöm en hún byrjaði nám sitt við Auðarskóla við skólasetningu í haust og skráði sig í skátana um leið og vetrarstarfið hófst. „Það er fyndið að elda úti í kulda og myrkri,“ sagði Elisa hlæjandi en hún var að upplifa snjó í fyrsta skipti. Þegar Elisa ákvað að gerast skipti- nemi langaði hana til að breyta öllu, fór úr 44.000 manna borg í u.þ.b. 270 manna þorp í Dalabyggð. „Ég þekki næstum alla í skólanum hérna, það er skemmtilegt,“ bætti hinn ítalski skáti við áður en þær stöllur stukku til og héldu eldamennskunni áfram. sm Eldað yfir opnum eldi í vetrarkulda Hafdís Inga og Elisa. Skátar elda yfir eldi. Fjárhagsáætlun Hvalfjarðarsveitar fyrir árið 2019 var samþykkt eft- ir seinni umræðu á síðasta fundi sveitarstjórnar. Gert er ráð fyrir að afgangur frá rekstri Hvalfjarðar- sveitar verði 68,9 milljónir króna á næsta ári. Áætlað er að heild- artekjur samstæðu A og b hluta sveitarsjóðs verði 864,1 milljón króna á árinu 2019. Útgjöld áætl- uð 832,4 milljónir, þar af 442,4 milljónir laun og launatengd, ann- ar rekstrarkostnaður 348 milljónir og afskriftir 41,9 milljónir. Heild- artekjur A hluta eru áætlaðar 856,3 milljónir en heildarútgjöld 824,6 milljónir. Laun og launatengd gjöld eru þar stærsti útgjaldaliður- inn, 442 milljónir, en annar rekstr- arkostnaður er áætlaður 342,1 milljón og afskriftir 40,4 milljón- ir. Fjármunatekjur A og b hluta eru áætlaðar 34,1 milljón, sem er sama upphæð og fjármunatekjur A hluta. Skuldir og skuldbindingar eru áætlaðar 168 milljónir í árslok 2019 og eigið fé A og b hluta er áætlað 2.325,5 milljónir króna og A hluta 2.305,1 milljón. Veltufé frá rekstri A og b hluta er áætlað að verði 110,3 milljónir á næsta ári en 108,9 milljónir ef að- eins er litið til A hluta. Gert er ráð fyrir fjárfestingum fyrir 33 millj- ónir króna í A og b hluta árið 2019 og afborgarnir á langtímalánum eru áætlaðar 56,7 milljónir. Ekki er gert ráð fyrir að tekin verði ný langtímalán á árinu. Útsvarsprósentan hækkar frá fyrra ári og verður 13,69% í stað 13,14% en er samt sem áður nokk- uð undir hámarksútsvari, sem er 14,52%. Álagning fasteignaskatts lækkar hins vegar í A flokki og verður 0,44% af fasteignamati í stað 0,49% áður, en sá flokkur nær til íbúðarhúsnæðis. Fasteignagjöld í b flokki vera 1,32% af fasteigna- mati og 1,65% í C flokki. Álagning lóðarleigu í þéttbýli verður 1,0% af fasteignamati. kgk Búist við afgangi af rekstri Hvalfjarðarsveitar Útsvar hækkar en fasteignaskattur á íbúðarhúsnæði lækkar Frá Hvalfirði. Ljósm. úr safni. Árlegt jólakaffi Félags eldri borg- ara á Akranesi var síðastliðinn laug- ardag. Séra Eðvarð Ingólfsson fór með gamanmál, systurnar Auð- ur og Lauga spiluðu og sungu en hjónin Rögnvaldur og Ragnheið- ur stýrðu samkomunni. Glatt var á hjalla eins og ætíð þegar þetta fólk kemur saman. ki Eldri borgarar héldu jólasamsæti 2018 17. fyrsta tölublaði nýs árs fimmtudaginn 3. janúar 2019.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.