Skessuhorn


Skessuhorn - 12.12.2018, Blaðsíða 30

Skessuhorn - 12.12.2018, Blaðsíða 30
MIÐVIKUDAGUR 12. DESEMbER 201830 MT: Stefán Gísli með verðlauna- gripinn síðastliðinn sunnudag. Hver er uppáhalds jólasveinninn þinn? Spurni g vikunnar (Spurt á Akranesi) Daníel Miguel Williamsson Kertasníkir. Bjarni Guðmundsson Kjetkrókur. Eygló Ólafsdóttir Stúfur. Hildur Ingadóttir Stekkjastaur. Sindri Már Sigurðsson Gluggagægir. Snæfell mátti játa sig sigrað gegn Hetti, 84-67, þegar liðin mættust í níundu umferð 1. deildar karla í körfuknattleik. Leikið var á Egils- stöðum á fimmtudagskvöld. Jafnt var á með liðunum fram- an af fyrsta leikhluta. Heimamenn náðu þó yfirhöndinni um hann miðjan og leiddu með níu stigum þegar leikhlutinn var úti, 23-14. Snæfellingar léku prýðilega í öðr- um fjórðungi og minnkuðu mun- inn niður í fjögur stig áður en flautað var til hálfleiks, 35-31. Þeir mættu síðan mjög ákveðnir til síðari hálfleiks, komu sér snar- lega upp að hlið Hattar og náðu forystunni snemma í þriðja leik- hluta. Heimamenn jöfnuðu í 46-46 þegar leikhlutinn var hálfnaður og náðu síðan góðum spretti og ell- efu stiga forskoti fyrir lokafjórð- unginn, 63-52. Snæfellingar náðu ekki að koma til baka í lokafjórð- ungnum. Leikmenn Hattar stjórn- uðu ferðinni og juku forskotið lítið eitt það sem eftir lifði leiks. Þegar lokaflautan gall var munurinn orð- inn 17 stig. Höttur sigraði með 84 stigum gegn 67 stigum Snæfell- inga. Reynsluboltinn Darrel Flake var stigahæstur í liði Snæfells með 19 stig og fimm fráköst að auki. Dominykas Zupkauskas átti einnig góðan leik með 17 stig, tíu fráköst og sex stoðsendingar og Aron Ingi Hinriksson skoraði 14 stig. Charles Clark var með 21 stig og sex fráköst í liði Hattar, David Guardia Ramos var með 18 stig og fimm fráköst og Pranas Skurdaus- kas skoraði 13 stig og gaf sjö stoð- sendingar. Snæfell er án sigurs á botni deildarinnar eftir níu leiki, tveim stigum á eftir Sindra í sætinu fyr- ir ofan. Næst leikur Snæfell gegn Fjölni á morgun, fimmtudaginn 13. desember. Sá leikur fer fram í Stykkishólmi. kgk/ Ljósm. úr safni/ sá. Snæfellingar töpuðu fyrir austan Stofnfundur Pílufélags Akraness verður haldinn í kvöld, miðviku- daginn 12. desember klukkan 20, í keilusal íþróttahússins við Vest- urgötu. Á fundinum verður farið yfir starf þessa nýja félags, framtíð- arsýn og tekið á móti hugmyndum fyrir starfið. Allir áhugasamir eru velkomnir, segir í tilkynningu frá stofnfélögum. mm Stofna Pílufélag Akraness ÍA vann góðan sigur á Njarðvík b í níunda leik vetrarins í 2. deild karla í körfuknattleik. Leikið var suður með sjó á laugardaginn var og lokatölur urðu 90-100, Skaga- mönnum í vil. Skagamenn hafa þar með sigr- að þrjá leiki í röð, sem er lengsta sigurhrina liðsins undanfarin ár. Liðið situr í fjórða sæti deildarinn- ar þegar mótið er hálfnað með tíu stig, jafn mörg og liðin fyrir ofan en tveimur stigum á undan næstu liðum. Skagamenn eru komnir í jólafrí í 2. deildinni og leika ekki aftur fyrr en á nýju ári. Þeir leika næst sunnudaginn 13. janúar, þegar þeir mæta liði Álftnesinga á útivelli. kgk/ Ljósm. úr safni/ jho. Þriðji sigur Skaga- manna í röð Skagamenn hlutu silfurverðlaun í stúlknaflokki á Íslandsmeistarmóti í línuklifri sem fram fór í Hafnar- firði um næstsíðustu helgina. Sylvía Þórðardóttir frá ÍA klifraði af- bragðsvel og var hársbreidd frá því að tryggja sér Íslandsmeistaratitil- inn. Um síðustu helgi héldu Skaga- menn svo árlegt jólamót í klifri og var það haldið í samstarfi við Smiðjuloftið. mm Hlutu silfur á Íslands- meistaramóti í línuklifri Hér er Sylvía Þórðardóttir í klifri á Smiðjuloftinu. „Það er ljóst að notkun stera og annarra ólöglegra frammistöðu- bætandi efna hefur aukist mik- ið síðustu ár. Það er því á okk- ar ábyrgð að viðurkenna vand- ann og bregðast við með ákveðn- um aðgerðum,“ segir í yfirlýsingu frá tíu líkamsræktarfyrirtækjum og íþróttafélögum. „Þeir notend- ur sem sjálfir grípa til slíkra ör- þrifaráða blekkja ekki aðeins sjálfa sig heldur einnig aðra þá er vilja stunda heilbrigðan lífsstíl. Notk- un stera og annarra ólöglegra frammistöðubætandi efna ýtir undir brenglaða líkamsímynd og gefur ungu fólki röng skilaboð og óraunhæfar fyrirmyndir. Því vilj- um við sameinast um að draga skýr mörk og senda rétt skilaboð.“ Eftirfarandi íþróttafélög og lík- amsræktarstöðvar fordæma hver- skyns notkun stera og ólöglegra frammistöðubætandi efna við þjálfun og lýsa því jafnframt yfir að notkun slíkra efna verður ekki liðin innan þeirra húsakynna né í keppnum á þeirra vegum. Þetta eru: Mjölnir, Hreyfing, Cross- Fit Akureyri, CrossFit Reykja- vík, CrossFit XY, Sparta, Reebok Fitness, Metabolic, Héraðsþrek Fljótsdalshéraði og CrossFit Aust- ur. mm Fordæma notkun ólöglegra frammi- stöðubætandi efna

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.