Skessuhorn


Skessuhorn - 12.12.2018, Blaðsíða 22

Skessuhorn - 12.12.2018, Blaðsíða 22
MIÐVIKUDAGUR 12. DESEMbER 201822 Akraneskaupstaður getur verið stoltur af því að ganga til samstarfs við bjarg íbúðafélag um bygg- ingu 33 íbúða í bænum. Það lýsir framsýni að taka þátt í þessu risa- vaxna verkefni til að leysa úr brýn- um húsnæðisvanda og bjóða íbúðir á sæmilegum kjörum til fólks á lág- um launum með því húsnæðisör- yggi sem fylgir langtímaleigu. Leigan verður hvað lægst á Akra- nesi af öllum þeim sveitarfélögum sem bjarg er nú að byggja í og er það meðal annars vegna lágra gjalda og skipulags sem styður við hagkvæmni í byggingaframkvæmd- um. Í síðustu viku rituðu tveir bygg- ingaverktakar greinar í Skessuhorn; Halldór Stefánsson framkvæmda- stjóri Akurs og Þráinn E Gíslason húsasmíðameistari þar sem þeir færa byggingar bjargs íbúðarfélags í tal. Í grein sinni fer Þráinn hörð- um og mjög ósanngjörnum orð- um um mig og stéttarfélögin og ég ætla að fá að leiðrétta það sem þar kom fram. Af greininni má skilja að ég hafi séð það sem sérstakan kost hversu lág laun séu í Lettlandi þar sem hluti vinnunnar við húsin fer fram. Það er ekki rétt! Það sem ég hef sagt um að flytja inn forsmíð- uð hús er að þar næst mikil stærð- arhagkvæmni auk þess sem húsin geta risið hraðar en ella sem kemur framtíðarleigjendum til góða. Modular hús eins og verið er byggja á Akranesi eru ekki enn framleidd á Íslandi. Þessi bygg- ingaraðferð hefur verið að ryðja sér rúms á Norðurlöndunum og býður uppá mikla hagkvæmni. Þrátt fyr- ir að húsin séu framleidd erlendis krefst verkefnið fjölda handtaka hér á landi við útbúning og frágang. bjarg fagnar áhuga aðila að koma að verkefnum félagsins og býður þá velkomna til fundar. Fé- lagið er með í undirbúningi bygg- ingu rúmlega 1.000 íbúða og munu fjölmargir verktakar koma að smíði þeirra. bjarg er sjálfseignarstofnun og vinnur eftir lögum um almennar íbúðir. Það er settur stífur kostnað- arrammi vegna bygginganna sem reynst hefur mikil áskorun að ná. Það er alveg ljóst að húsnæðis- kreppan sem margir okkar félags- menn upplifa á eigin skinni er bráðavandi sem verður að leysa hratt og örugglega og leitað er ýmissa leiða til að gera það. Kostur- inn við félag eins og bjarg (fyrir utan stofnframlögin frá ríkinu) er að þar má ná stærðarhagkvæmni og það er krafa að leita allra leiða við að lágmarka byggingarkostnað með nýjum leiðum og aðferðum, meðal annars einingahúsum. Þann- ig má ná lægri leigu og byggingar- tími húsanna er lágmarkaður. bjarg mun áfram vera í farar- broddi að leita nýrra leiða til að ná hagkvæmni og gera það í samstarfi við fjölmarga aðila hér innanlands en innlend fyrirtæki sem taka þátt í verkefnum bjargs eru nú á fjórða tug. Við fögnum áhuga íslenskra verktaka að koma að verkefnum á vegum bjargs og væntum mik- ils af slíku samstarfi en það er for- senda að okkur takist að ná mark- miðunum að byggja nokkur hundr- uð góðar og hagkvæmar íbúðir á næstu misserum. Drífa Snædal. Höfundur er forseti ASÍ Akranes í fararbroddi Pennagrein Framkvæmdir standa sem hæst á þúsund fermetra þjónustumiðstöð sem verið er að byggja í borgar- nesi við Digranesgötu 4, milli bón- ushússins og Arionbanka. Húsið er fyrra af tveimur sem borgarland ehf, dótturfélag Kaupfélags borg- arfjarðar byggir á lóðinni, en fram- kvæmdir eru í höndum Trésmiðju Eiríks J Ingólfssonar ehf. Að sögn Eiríks miðar verkinu vel og hús- ið nú orðið fokhelt. Unnið er við að setja upp milliveggi og glugga. Að sögn Eiríks eru verklok áætluð 10. apríl næstkomandi. Þá er einn- ig búið að malbika plan fyrir utan húsið og verið að helluleggja. arg Bygging þjónustumið- stöðvar gengur vel Ný þjónustumiðstöð í Borgarnesi er nú fokheld (myndin var tekin fyrir tveimur vikum). Ljósm. mm. Eins og ítarlega var sagt frá í Skessu- horni í síðustu viku eru tveir grunn- skólar á Vesturlandi sem senda út jólaútvarp í þessari viku. Sent er út frá Óðali í borgarnesi þar sem nem- endnur Grunnskóla borgarness standa vaktina. Meðfylgjandi mynd var tekin af krökkum í Grunnskóla Snæfellsbæjar, en þessi siður var tek- inn upp þar fyrir nokkrum árum að frumkvæði Hilmars Más Arasonar skólastjóra, sem einmitt starfaði til fjölda ára í Grunnskóla borgarness og kynntist þar jákvæðum áhrifum útvarpsrekstrar fyrir nemendur og samfélagið. mm/ Ljósm. þa Jólaútvarpssendingar í þessari viku Garnaveiki hefur greinst í sauðfé á búinu Þrándarstöðum á Fljótsdals- héraði. búið er innan Austfjarða- hólfs en þar var garnaveiki á árum áður en ekki hefur verið staðfest garnaveiki í hólfinu í rúm 30 ár. Síðasta staðfesta tilvikið var á Ás- geirsstöðum í Fljótsdalshéraði árið 1986. Sjúkdómurinn uppgötvaðist þegar sjö vetra kind drapst skyndi- lega. Ekki er vitað hvernig sjúk- dómurinn barst að Þrándarstöð- um en líkur eru á að hann hafi ver- ið nokkur ár að búa um sig þar. „Óhjákvæmilegt er að hefja bólu- setningu á fé í varnarhólfinu. Unn- ið er að öflun faraldsfræðilegra upplýsinga og í framhaldinu verð- ur tekin ákvörðun um hve víðtæk bólusetningin þarf að vera,“ segir í tilkynningu frá Matvælastofnun. Garnaveiki er ólæknandi smit- sjúkdómur, sem leggst á öll jórt- urdýr; sauðfé, geitur, nautgripi og hreindýr. Orsökin er lífseig baktería af berklaflokki (Mycobacterium avi- um s.s. paratuberculosis). Hún veld- ur bólgum í mjógörn og oft einnig í lunga, ristli og lifur. Sýklarnir ber- ast út með saur og geta lifað mán- uðum saman í umhverfinu, s.s. við gripahús og afréttargirðingar, í slát- urúrgangi og í líffærum skepna sem drepast út um haga. Sýking verður um munn með saurmenguðu fóðri og vatni. Meðgöngutími í fé er 1-2 ár eða lengri. Hægt er að halda veik- inni niðri með bólusetningu lamba á haustin og gefur ein bólusetning ævilangt ónæmi. mm Garnaveiki greindist í Austfjarðahólfi Félagar í björgunarfélagi Akraness og Slysavarnardeildinni Líf ætla að gera sér glaðan dag næstkomandi laugardag, 15. desember. Þá verð- ur þess minnst að 14. desember árið 1928, fyrir 90 árum síðan, var Slysavarnardeildin Hjálpin stofn- uð á Akranesi. Var hún ein af fyrstu deildunum sem stofnaðar voru í landinu. Í tilefni af því ætla félagar í björgunarfélagi Akraness og Slysa- varnardeildinni Líf að bjóða til af- mælisveislu næstkomandi laugar- dag. „Við ætlum að minnast þessara tímamóta í sameiningu í húsnæði björgunarfélagsins að Kalmans- völlum 2,“ segir birna björnsdótt- ir, formaður björgunarfélags Akra- ness, í samtali við Skessuhorn. „Við bjóðum öllum sem vilja að koma og kíkja á okkur, kynna sér starfið og það sem við höfum upp á að bjóða eða bara reka inn nefið og fá sér tertusneið. Veislan verð- ur bara afslöppuð og þægileg og ekki mikið tilstand, bara huggu- legt kaffiboð milli 14:00 og 16:00. Okkur þætti sérstaklega vænt um að sjá fólk sem hefur starfað með okkur að björgunarstarfi í gegn- um tíðina, en að sjálfsögðu eru allir hjartanlega velkomnir,“ segir birna björnsdóttir. kgk Níutíu ára afmæli björgunarstarfs á Akranesi Ungur og upprennandi björgunarsveitarmaður virðir fyrir sér vel útbúinn björgunarsveitarjeppa. Ljósm. Björgunarfélag Akraness.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.