Skessuhorn


Skessuhorn - 12.12.2018, Blaðsíða 29

Skessuhorn - 12.12.2018, Blaðsíða 29
MIÐVIKUDAGUR 12. DESEMbER 2018 29 AUGLÝST EFTIR UMSÓKNUM Í UPPBYGGINGARSJÓÐ VESTURLANDS Veittir verða atvinnuþróunar-, nýsköpunar- og menningarstyrkir ásamt stofn- og rekstrarstyrkjum til menningarverkefna. Á heimasíðu Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi, er að finna reglur og viðmið varðandi styrkveitingar. Umsóknarformið er á heimasíðu ssv.is og notaður er Íslykill til innskráningar: http://ssv.is/uppbyggingarsjodur-vesturlands/ Nánari upplýsingar í síma 433-2310 eða senda fyrirspurnir á netfang: uppbyggingarsjodur@ssv.is Frestur til að skila inn umsóknum rennur út á miðnætti 20. janúar 2019 Grundarfjörður - miðvikudagur 12. desember Félag eldri borgara heldur litlu jólin og bingó í Samkomuhúsinu kl. 16:00. Akranes - miðvikudagur 12. desember Stofnfundur Pílufélags Akraness verður haldinn í keilusalnum í íþróttahúsinu við Vesturgötu kl. 20:00. Farið verður yfir starf þessa nýja félags, framtíðarsýn og tekið á móti hugmyndum fyrir starfið. Allir velkomnir. Snæfellsbær - miðvikudagur 12. desember Jólasýning með Einari Mikael töframanni í Frystiklefanum í Rifi kl. 17:00 til 18:00. Miðasala á www. thefreezerhostel.com. Borgarbyggð - miðvikudagur 12. desember Vesturlandsslagur í Domino‘s deild kvenna í körfuknattleik. Skallagrímur og Snæfell eigast við í íþróttahúsinu í Borgarnesi. Leikurinn hefst kl. 19:15. Borgarbyggð - fimmtudagur 13. desember Jólatónleikar Hljómlistafélags Borgarfjarðar í Hjálmakletti. Tvennir tónleikar í boði, annars vegar síðdegistónleikar kl. 17:00 og hins vegar kvöldtónleikar kl. 20:30. Hljómsveit skipuð félögum í hljómlistarfélaginu leikur og syngur ásamt gestum. Aðalgestur tónleikanna er enginn annar en Pálmi Gunnarsson, en auk hans koma fram góðir gestir úr Borgarfirði. Forsala aðgöngumiða er í Framköllunarþjónustunni í Borgarnesi. Miðaverð er kr. 4.000. Stykkishólmur - fimmtudagur 13. desember Snæfell mætir Fjölni í 1. deild karla í körfuknattleik. Leikið verður í íþróttahúsinu í Stykkishólmi frá kl. 19:15. Skorradalur - laugardagur 15. desember Jólatrjáasala Skógræktarinnar í Selskógi í Skorradal verður helgina 15. og 16. desember. Opið frá klukkan 11:00 til 16:00 báða dagana. Fólki boðið að koma og höggva sitt eigið tré. Ketilkaffi og annað gúmmelaði í boði. Vonumst til að sjá sem flesta. Borgarbyggð - laugardagur 15. desember Jólatrjáasala Björgunarsveitarinnar Heiðars við Skógrækt Borgarfjarðar í Grafarkotsskógi helgina 15. og 16. desember. Opið frá kl. 11:00 til 16:00 báða dagana. Sama verð fyrir öll tré, óháð hæð og gerð, kr. 6.500. Um að gera að skella sér í skemmtilega skógarferð með börnin og velja sér jólatré. Björgunarsveitarmenn verða fólki innan handar og aðstoðar við val á trjám. Boðið verður upp á hressingu fyrir gesti. Tekið verður við greiðslukortum. Hvalfjarðarsveit - laugardagur 15. desember Skógræktarfélag Skilmannahrepps býður öllum sem vilja að koma og kaupa jólatré á skógræktarsvæði félagsins í Álfholtsskógi við Furuhlíð, milli kl. 13:00 og 15:30. Reiknað með að menn sagi sjálfir sitt tré ef þeir vilja (hafið sögina með). Kaffi og smákökur á borðum eftir skógarhögg. Nánar um verð o.fl. á heimasíðu Hvalfjarðarsveitar, www. hvalfjardarsveit.is. Borgarbyggð - laugardagur 15. desember Upplestur í Landnámssetrinu í Borgarnesi kl. 15:00. Landnámssetrið og Bókaútgáfa Sæmundar bjóða Borgfirðingum til bókaupplesturs. Notaleg stund yfir kakóbolla með rjóma. Þeir sem lesa eru: Gunnar Sæmundsson frá Hrútatungu; Genginn ævivegur, Lilja Magnúsdóttir frá Hraunsnefi í Borgarfirði; Svikarinn, Bjarni Harðarson bóksali á Selfossi; Í Gullhreppum, Halldóra Thoroddsen rithöfundur í Reykjavík; Katrínarsaga. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Akranes - laugardagur 15. desember Þýtur í stráum, útgáfutónleikar Kórs Akraneskirkju, verða haldnir í Vinaminni kl. 16:00. Forsala aðgöngumiða er í versluninni Bjargi við Stillholt. Aðgangseyrir er kr. 3.500. Akranes - laugardagur 15. desember Jólaævintýri í Garðalundi þar sem ævintýraheimur jólanna mun ráða ríkjum. Dagskrá hefst kl. 19:00 þegar kveikt verður á ljósunum hans Gutta, til minningar um Guðbjart Hannesson. Aðgangur er ókeypis. Sjá nánar í Skessuhorni vikunnar. Akranes - sunnudagur 16. desember Hátíðarsýning heimildarmyndar um útileiki barna. Myndin er gerð af Byggðasafninu í Görðum, í samstarfi við Muninn kvikmyndagerð, í tilefni af eitt hundrað ára afmæli fullveldis Íslands. Myndinni er ætlað að varpa ljósi á útileiki barna og hvernig þeir hafa breyst í áranna rás. Í leiðinni gefst tækifæri til að kynna gamla útileiki fyrir nýjum börnum. Gerð myndarinnar er styrkt af Uppbyggingarsjóði Vesturlands og #fullveldi1918. Hátíðarsýning fer fram í safnahúsi Byggðasafnsins og verður hún sýnd bæði kl. 15:00 og 16:00. Aðgangur er ókeypis. Borgarbyggð - sunnudagur 16. desember Hið árlega jólabingó Kvenfélags Álftaneshrepps verður haldið í Lyngbrekku kl. 16:00. Að vanda rennur ágóðinn til góðra málefna. Nýfæddir Vestlendingar Á döfinni 3. desember. Stúlka. Þyngd: 3.228 gr. Lengd: 48 cm. Foreldrar: Agnieszka Anna Marcinkowska- Kowalczyk og Artur Blazej Kowalczyk, Reykhólahreppi. Ljósmóðir: Lára Dóra Oddsdóttir. 6. desember. Stúlka. Þyngd: 4.026 gr. Lengd: 53 cm. Foreldrar: Sigurbjörg Þ. Marteinsdóttir og Einar Reynisson, Hvanneyri. Ljósmóðir: Elín Arna Gunnarsdóttir. 8. desember. Stúlka. Þyngd: 3.806 gr. Lengd: 53 cm. Foreldrar: Kolbrún Fríður Gunnarsdóttir og Sigurður Dagur Sigurðarson, Kópavogi. Ljósmóðir: Erla Björk Ólafsdóttir. Starfsmaður óskast Óskum eftir að ráða starfsmann í 100% starf við framleiðsu í áfengisverksmiðjunni í Borgarnesi. Gott er að viðkomandi hafi lyftarapróf og iðnmenntun er kostur. Reglusemi og reykleysi er skilyrði. Áhugasamir sendi umsóknir og upplýsingar á purespirits@ purespirits.is. Borgarnesdagatalið 2019 Borgarnesdagatalið 2019 er komið út. Veggdagatal með 13 myndum úr Borgarnesi, frá öllum mánuðum ársins. Myndirnar má sjá og fá nánari upplýsingar á www.hvitatravel.is/dagatal. Dagatalið fæst einnig í smásölu í Olís í Borgarnesi. ATVINNA Í BOÐI TIL SÖLU Markaðstorg Vesturlands

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.