Skessuhorn


Skessuhorn - 12.12.2018, Blaðsíða 13

Skessuhorn - 12.12.2018, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 12. DESEMbER 2018 13 Ný ljóðabók eftir Sigurbjörgu Þrastardóttur Ljóð sem einkennast af léttleika og hárfínni myndvísi – undir niðri kraumar dauðans alvara Og maður íhugar aldrei nógu vandlega verandi kona í veröld skúmaskota og hratt blánandi kinna að það er aldrei að vita hvenær maður dettur á hníf Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | Opið alla virka daga 10–18 | Um helgar 11–17 | www.forlagid.is LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA „Í dag sem svo oft áður var lækn- islaust í Grundarfirðinum. Mér skilst að læknir sem er í Ólafsvík hafi forfallast og læknir sem hér átti að vera hafi því verið fluttur þangað. Mér finnst þetta algjör- lega óásættanlegt,“ skrifaði íbúi í Grundarfirði á Facebook í liðinni viku. „Í firðinum okkar eru mikl- ar framkvæmdir og t.d. hjá G.Run eru um 40 manns alla daga vik- unnar vinnandi við nýbyggingu; í stigum, lyftum, við rafmagn með þunga hluti og fleira. Það er ótrú- legt að tryggingafélagið mitt, bæj- arstjórn og við skulum sætta okkur við þetta,“ skrifar hann. Þriðja skiptið á árinu Jóhanna Fjóla Jóhannesdóttir, for- stjóri HVE, staðfestir í samtali við Skessuhorn að skerðing hafi orð- ið á læknisþjónustu í Grundar- firði í síðustu viku vegna forfalla læknis. Hún vill engu að síður í þessu samhengi benda á að það gerist sem betur ekki oft að lækn- ir forfallist því mjög erfitt, nán- ast ómögulegt, er að fylla í skörð lækna sem forfallast með stuttum eða engum fyrirvara. „Þetta var í þriðja skiptið á þessu ári sem vant- aði lækni í Grundarfirði og það er miður. Fyrir utan dagana í síðustu viku þá gerðist það að lækni vant- aði í Grundarfjörð tvo daga í byrj- un maí og síðustu vikuna í septem- ber,“ segir Jóhanna Fjóla. „Þegar svona frávik verða er eftir sem áður hjúkrunarfræðingur á heilsugæslustöðinni sem sinnir erindum sem upp koma og hefur beint samband við lækni í Ólafsvík sem er á bakvakt ef á þarf að halda. Á síðustu árum hefur þáttur hjúkrunarfræðinga í móttöku á heilsugæslustöðvum aukist og þeim hafa verið falin fleiri verkefni. Það kom læknir frá Stykkishólmi á þriðjudaginn í síðustu viku og var hálfan daginn, sinnti m.a. dvalarheimilinu eins og venjan er á þriðjudögum. Læknirinn tók einnig að sér afgreiðslu rafrænna lyfseðla alla vikuna. Læknirinn úr Ólafsvík kom svo á föstudag og var með móttöku eftir hádegið,“ segir Jóhanna. Læknisþjónustan var aftur með eðlilegum hætti á mánudaginn í Grundarfirði. „Það er mikilvægt að það komi fram að þeir sem hringja eða leita til heilsugæslustöðvarinnar eftir þjónustu er leiðbeint og öllum bráðatilvikum er sinnt því auk hjúkrunarfræðings í Grundarfirði er læknir í Ólafsvík á bakvakt og sjúkraflutningsmenn eru á bakvakt í Grundarfirði allan sólarhringinn.“ Stöðug áskorun Jóhanna Fjóla bætir því við að endingu að það sé stöðug áskorun stjórnenda að manna stöður lækna á starfssvæðinu því erfiðlega geng- ur að manna stöður lækna á lands- byggðinni. „Síðast var auglýst eftir lækni til starfa í Grundarfirði síð- astliðið sumar en því miður barst hvorki umsókn né fyrirspurn um starfið,“ segir hún að endingu. mm/ Ljósm. úr safni; tfk. Grundfirðingar argir vegna læknaskorts Skata - Saltfiskur - Síldarréttir Rófur - Kartöflur - Heimabakað Rúgbrauð Hnoðmör - Hamsar - Smjör Mjólkurgrautur - Kaffi Verð kr. 3.900,- Árleg skötuveisla Laxárbakka verður haldin laugardaginn 22. desember 18.00 - 21.00 og sunnudaginn 23. desember frá kl. 11.30 - 14.00 Skötuveisla Laxárbakka HÓTEL LAXÁRBAKKI Pantanir í síma 551-2783 eða laxarbakki@laxarbakki.is www.skessuhorn.is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.