Hlynur - 15.06.1975, Page 10

Hlynur - 15.06.1975, Page 10
Meginhluti þátttakenda á tröppum Bifrastar. Sverre Sundt, Noregi. K.P.A. í Noregi Norska KPA var stofnað sam- tímis því sem KPA var stofnað í Samvinnuskólanum í Osló árið 1947. I Noregi hafa starfsmenn jafn- an annast rekstur KPA deildanna í frítímum sínum, en með fjárhags- legum stuðningi landssamtakanna. Fyrstu árin voru aðeins starfsmenn NKL félagsmenn, en starfsmenn kaupfélaganna hafa í stöðugt rík- ari mæli tekið þátt í starfi KPA. f dag hefur KPA í Noregi 50 fé- lög innan vébanda sinna með sam- tals 6000 félagsmenn. Mörg stærstu félögin starfa í deildum, sem skipu- leggja margskonar tómstundastarf og má þar til nefna: knattspyrnu, handbolta, skotæfingar, skíðadeild- ir og listkynningar (einkum leik- húsferðir og upplestrarkvöld). Ár- lega eru haldin íþróttamót og ný- lega var ákveðið, að þessi mót lytu reglum, íþróttasambands stofnan- ana, en það hefur í för með sér, að engir sem stunda íþróttir með keppni fyrir augum fá að vera með. KPA í Noregi stefnir kapp- samlega að því marki að geta boð- ið félögum sínum sem fjölbreytt- asta starfsemi, sem allir geta tekið þátt í. KPA í Noregi hefur ætíð borið mjög fyrir brjósti norrænt sam- starf og á hverjum vetri síðan 1949 höfum við skipulagt vináttuviku á hóteli einhvers staðar á hálend- inu. Vetrarvikurnar hafa jafnan verið mjög vinsælar og í þeim hafa tekið þátt samvinnustarfsmenn frá hinum norðurlöndunum. Á sama hátt hafa norskir samvinnustarfs- menn tekið þátt í vináttuvikum, helgarmótum og íþróttum í ná- grannalöndunum. Norska KPA mun hér eftir sem hingað til vinna að því að styrkja norrænt samstarf innan KPA. Einhverja bestu sönnun fyrir þýðingu þessa samstarfs höfum við fengið með vináttuvikunni, sem LÍS hefur skipulagt á íslandi fyrir þátttakendur frá hinum norður- löndunum. Pessi vika hefur ekki aðeins gefið þátttakendunum inn- sýn í starfsemi LlS og samvinnu- hreyfingarinnar á íslandi, heldur einnig innsýn í lífshætti og menn- ingu íslendinga. Fyrir hönd KPA í Noregi þakka ég fyrir ógleymanlega viku. Vennlig hilsen. Sverre Sundt. 10 HLYNUR

x

Hlynur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.