Hlynur - 15.02.1981, Blaðsíða 4

Hlynur - 15.02.1981, Blaðsíða 4
Samvinnustarfsmaður í 50 ár Tómas R. Jónsson flytur ávarp í kveðju- samsæti, sem samvinnufélögin á Blöndu- ósi héldu honum f maí 1980. Tómas R. Jónsson nefnist mað- ur á Blönduósi. Hann er Húnvetn- ingum vel kunnur fyrir ýmis störf. Tómas er eini maðurinn sem unn- ið hefur samfellt hjá Samvinnu- félögunum á Blönduósi í 50 ár. Það er því vel við hæfi að ræða við þennan aldna heiðursmann. — Hver er ætt b'tn og uppruni, Tómas? —- Ég er fæddur í Skagastrandar- kauptúni 8. júlí 1903; faðir minn var Jón Tómasson sjómaður. Hann var Húnvetningur í báðar ættir; af svokallaðri Smyrlabergsætt. Móðir mín, Guðný Kristín Guðmundsdótt- ir, var ættuð úr Austur-Skaftafells- sýslu. Hún var fyrsta konan, sem leitaði sér menntunar utan sýslu sinnar og nokkru fyrir aldamótin fór bún í Kvennaskólann á Ytri-Ey á Skagaströnd og var þar við nám í tvo vetur. Á Ytri-Ey kynntist hún föður mínum, Tóni Tómassyni, en hann var þá ráðsmaður hjá skólabúinu. Móðir Rætt við Tómas R. Jónsson Blönduósi mín fór aldrei austur aftur. Pau hjónin bjuggu fyrst á Skagaströnd, en fluttu síðan undir Brekku eða í Brekknabyggð fyrir utan Skaga- strönd, þar sem faðir minn gerðist bóndi. Vorið 1916 flytjast svo for- eldrar mínir til Blönduóss, og þar ólst ég síðan upp. Foreldrar mínir eignuðust tvö börn önnur, en ég var í miðið. Eldri bróðir minn, Guð- mundur Bergmann, fæddur 16. mars- árið 1900. Hann drukknaði á báti í Steingrímsfirði í febrúar árið 1923. Jónína systir mín, sem er búsett í Kaupmannahöfn, er fædd 16. janúar 1907. — Hvernig, voru bernskuárin? — Bernsku- og æskuár mín voru indæl og friðsæl. Við höfðum alltaf nóg að borða og góðan klæðnað. Faðir minn var mjög góður verk- maður í bernsku minni og unnum við mikið saman. Hann gaf mér þá mjög gott heilræði, en það var svona: „Pegar þú vinnur fyrir aðra, þá skaltu gera það eins vel og sam- viskusamlega og þú myndir best gera fyrir sjálfan þigÉg held að þessi orð hafi oft komið í huga minn í gegnum árin og ég mun alltaf hafa séð þau sem leiðarljós . . . Veturinn 1917 veiktist ég af lungnabólgu. Pá voru komnir hér í lyfjabúðina skammtar, sem voru taldir öruggir til að lækna þennan sjúkdóm og var þriðji skammtur gefinn, ef um lífið var að tefla. Gamli læknirinn, sem hér var, lét mig taka sjö skammta. Afleiðing þessara mistaka urðu þau, að ég varð steinblindur um tíma, og fékk aðeins 40% sjón, sem ég hefi svo haft síðan. Ég hefi því alltaf orðið að nota tvenn gleraugu. Pau sterkari við lestur og skriftir. — Hver var ástæðan fyirr þvt, að þú hófst störf hjá Kaupfélagi Hún- vetninga? — Árið 1923 fór ég í Bænda- skólann á Hólum í Hjaltadal, og lauk prófi þaðan vorið 1925. Á Hólum kynntist ég konunni minni, Ingibjörgu Vilhjálmsdóttur frá Bakka í Svarfaðardal. Við dvöldum á Bakka veturinn 1929—1930. Pá bauð Vilhjálmur mér jörðfina til ábúðar. Parna sá ég að bóndadraum- urinn minn var að rætast og hugði gott til, því Bakki var talinn önnur besta jörð í Eyjafirði. Hugðist ég taka foreldra mína norður til mín, en þau voru ekki orðin sjálfum sér 4 HLYNUR

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.