Hlynur - 15.02.1981, Blaðsíða 24

Hlynur - 15.02.1981, Blaðsíða 24
Verkstjóra- námskeið hjá Verk- smiðjum SÍS og fleira Sæll og blessaður Reynir! Hér koma nokkur orð frá S.V.S. á Akureyri. Jólatrésskemmtun fé- lagsins var haldin laugardaginn 27. desember og þar mættu milli 280 og 300 börn. Góðir gestir komu í heimsókn og allir héldu ánægðir heim með sinn jólapoka. Næst var það áramótadansleikur og þar þökk- uðu menn það sem Jiðið er og fögn- uðu því ókomna. Þeir Pórir Porvarðarson, kennari á Bifröst og Ævar Ragnarsson, héldu hér tvö námskeið fyrir verkstjóra og síðan var framhaldsnámskeið að Bifröst í febrúar sl. Pessi námskeið mæltust mjög vel fyrir hjá þátttak- endum. Almennur fundur var með fræðslu- fulltrúa Sambandsins, Guðmundi Guðmundssyni, um drögin að stefnu- skrá fyrir samvinnuhreyfinguna og síðan var ákveðið að mynda nokkra starfshópa innan S.V.S. og hver hóp- ur fjallaði um ákveðinn hluta af stefnuskrárdrögunum. í nefnd sem hefur umsjón með þessu eru þeir: ívar Kristjánsson, Stefán B. Stefáns- son og Sigurpáll Vilhjálmsson. Árshátíðirnar tvær voru í febrúar. Við sendum myndir og fréttir af þeim seinna. Kveðja, Bergþóra Bergsdóttir. i 24 HLYNUR

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.