Hlynur - 15.02.1981, Qupperneq 35

Hlynur - 15.02.1981, Qupperneq 35
Óskar fannst hér væri kveðið of- lof, en kunni að meta góðan hug og vel gerða vísu. Veður gerðust risjótt, þegar ftngi- tími nálgaðist. Arnór „bóndi“ gekk þá í stígvélum einum miklum og þótti sumum samstarfsmönnum og öðrum hann nokkuð tregur til að fara úr stígvélunum, er hann gekk að vinnu á þurru gólfi. Pá kvað Ókar: Enn þá bregst þú Arnór minn öllum mínum vonum.. Ekki skil ég þráa þinn að þrauka í stígvélonum. Arnór svaraði: Pó mín stígvél beig þér baki best er eigi slíku að flíka. Sé í lofti súld og raki sef ég jafnvel í þeim líka. Pótti það hressilega sagt en ekki trúlegt og áfram gekk rófan: Við stígvélin batt ég órofa ást í öllu mínu puði. Ég átti þau vís, þegar annað brást og elska þau mest — næst Guði. Um faðerni vísunnar eru tvennar sögur, en talið að hún sé orkt í Arnór Guðlaugsson. orðastað Arnórs. Að síðustu virtust umvandanir og gamansemi hafa haft áhrif. Arnór, sviptur allri ró, eftir rugl úr Páli. hefur loksins skipt um skó en skapið enn í báli. Svartsýni er slæmur Iöstur og Óskar getur varla þvegið hendur sínar af henni eftir þessa vísu: Senn er lokið ársins önn eftir stranga göngu. Mig hefur nagað tímans tönn í tætlur fyrir löngu. Mengun er vinsælt orð í umræðum manna um óhollustu á vinnustað. í orðastað þeirra er þessi vísa Óskars ef vera skyldi . . . Ekki er framtíð okkar björt en örugg dauðans gata. Lungun orðin loðin og svört og lítil von um bata. Pegar rætt var um að koma á bónuskerfi við afgreiðslu á vörum í Holtagörðum, svo sem varð, sýndist sitt hverjum. Birgir Eðvarðsson gerði þá þessa vísu: Lárus Hermannsson. Hér ég sit og horfi á hef' ei vit á neinu. Alveg bit á bónusþrá bara strit — á hreinu. Fleiri vildu leggja eitthvað til mál- anna. Óskar kvað: Að mér þrengja bónus-bönd ber því síst að fagna. Stressa bæði hug og hönd heift og efa magna. Og hann virðist hafa orðið reynsl- unni ríkari, ef taka má mark á þess- ari vísu: Víst er það bölvað, bónusstritið bakraun þung og sálarkvöl. Að endingu tók það frá einum vitið með annan var ei á slíku völ. Páll Kristjánsson fann í dóti leik- fangabyssu og þótti sýna nokkra til- burði á hermannavísu við meðhöndl- un vopnsins, en Sigtryggur gerði vísu: Með litla byssu leikur sér ljómar gleðistrengur. Gamall maður orðinn er aftur lítill drengur. Matur er manns megin (og kaffi einnig) og flestir vilja hafa sitt kaffi og engar refjar. Lárus Hermannsson, fyrrum starfsmaður í Innfl.deild, ágætur hagyrðingur, kvað, er honum þótti kaffið ekki vera sem hann vildi: Ofan í bjartan botninn sé bragðið vont — því miður. Kaffið hérna kostar fé ég kem því ekki niður. Óskar Pórðarson svaraði Lárusi á þennan hátt: Kaffið þótti þunnt í dag en því er til að svara. Að sjálfsagt kemstl það senn í lag svo við þraukum bara. Óskar vildi láta Lárús njóta sann- mælis, þótt þeir hefðu átt nokkur HLYNUR 35

x

Hlynur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.