Hlynur - 15.02.1981, Blaðsíða 14

Hlynur - 15.02.1981, Blaðsíða 14
Utanlandsferðir LÍS í sumar • Kaupmannahöfn • Sumarhús í Finnlandi • Skotland Par sem þátttaka í LÍS-ferðum undanfarin sumur hefur ekki verið sem skyldi, þá var ákveðið að draga saman seglin og haga ferðalögum í sumar á annan veg en áður. Nú verður t. d. engin tjaldferð og er það vissulega miður, því þessar ferð- ir hafa ávallt tekist framúrskarandi vel og verið þær langódýrustu í boði. Kaupmannahöfn 23. júní—2. júlí. Petta verður ferð á einstökum kjörum, en 10 dagar í kóngsins Kaupmannahöfn; flug, gisting og morgunverður mun kosta um 28.000 krónur. Lögð verður áhersla á að kynnast í leiðinni samvinnuhreyfingunni í Danmörku, með heimsóknum til samvinnufélaga og skipulagðar verða einnig heimsóknir á ýmsar forvitni- Iegar slóðir í Kaupmannahöfn og nágrenni. Jafnvel verður boðið upp á ferð til Hamborgar, ef áhugi er til staðar hjá hópnum. Sá margslyngi Porsteinn Máni Árnason, sem dvalið hefur í Kaupmannahöfn um nokkur ár, mun sjá um fararstjórnina. Par sem sætafjöldi er takmarkað- ur, er vissast að panta strax og sér- stök áhersla að hvetja þá,, sem vilja fræðast um samvinnustarf hjá ná- grönnum okkar, að koma í þessa ferð. Par mun engum leiðast. Frá Kaupmannahöfn. Til vinstri ræðast þeir við, Þorsteinn Máni Árnason, t. v. og séra Jóhann Hlíðar, en myndin er tekin í Bella- höj, í ferð LÍS um Danmörku sumarið 1977. Til hægri er sá merkilegi Sívaliturn. 14 HLYNUR

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.