Hlynur - 15.02.1981, Side 34

Hlynur - 15.02.1981, Side 34
Kve^ið i . > .d skjainn Meira af hagyrðingum í Holtagörðum Óskar Pórðarson hjá Innflutn- ingsdeild Sambandsins í Holta- görðum hefur sent Hlyni vænan bunka af kveðskap þeirra Holta- garðamanna og stuðst þar að sjálfsögðu við „andlegu fóður- bókina" hans Páls Kristjánssonar, eins og sjá mátti í 5. tbl. Hlyns í fyrra. Gefum nú Óskari orðið. Júlíus Ásgeirsson, verkstjóri í af- greiðslu, fékk sér möppur, til að raða í afgreiðslunótum, sem ekki var í frásögur færandi, en Óskari varð það samt að yrkisefni: Mappan tekur víða völd veldur stundum fári. Talsverð merki um tækniöld telst á nýju ári. Að flækja það sem auðvelt er með umstangi og grillum, og týna jafnvel sjálfum sér í sínum eigin villum. Pegar rætt var um köld veður og hörð á Góu, varð Guðnýju í Starfs- mannaversluninni að orði: Glampar klaki Góu nú geislum þakið hennar enni. Alltaf vakir vonin sú að vorið taki við af henni. Samveran við góða vinnufélaga er mikils virði og afturkoma þeirra 34 HLYNUR eftir sjúkleika ómælanleg ánægja. Um það vitnar þessi vísa Óskars: Ei mér kom á auga dúr eyddist fjör og kraftur. Páll er heimtist helju úr, hressast tók ég aftur. Sagt er að eitt stórskálda okkar íslendinga hafi eitt sinn látið sér þau orð um munn fara, ,,að hið hefðbundna Ijóðform væri loksins dautt“. Hvort sem þau orð hafa verið sögð í hálfkæringi ellegar í alvöru, er ekki svo að sjá, að fer- skeytlan hafi lotið þessum örlögum, þótt að mjög hafi sneiðst um gengj annarra hefðbundinna (rímaðra) ljóða. A. m. k. er ekki sú raunin hjá þeim í Innflutningsdeildinni í Holta- görðum og bera bækur Páls Krist- jánssonar þess vitni. Hann hefur enji sem fyrr haldið til haga allri slíkri framleiðslu. Um Lúðvík Lúðvíksson, sölumann í Búsáhaldadeild SlS, mikinn fjalla- garp, gerði vísu Arnór Guðlaugsson ,,bóndi“ og kvað dýrt: Oft til fjalla lá þín leið löngum skallar jökla seiddu. Þó var valla gatan greið grýttir hjallar þreki eyddu. Óskar Pórðarson. Sigtryggur Runólfsson var spurður þess af kunningja sínum og sjálfsagt frekar í gríni en alvöru, er hann mætti til vinnu á ný eftir veikindi, hvort hann væri nú að nálgast sitt skapadægur. Sigtryggur svaraði: Enginn markið færist fjær fæstum ljær það trega. Einum nær því enn í gær erum vissulega. Óskar Þórðarson orkti um vinnu- félaga, sem honum þótti kvennakær: Er á vappi Amorstappi út um hvappinn hér og þar. Morgunslappur kunnur kappi konur nappar allsstaðar. Pessa vísu sendi Óskar, Páli rit- stjóra „Andlegu fóðurbókarinnar". Páll er mikill furðufugl fáir skrifa betur. Ambögur og annað rugl ekki þolað getur. Ingvar Björnsson, húsvörður í Holtagörðum er ekki saklaus af sam- neyti við ferskeytluna. Á afmæli Óskars Þórðarsonar kvað hann: Aldur þó að yfir færist ekkert það á honum sér. Óskandi að öðrum lærist Óskar minn, að líkjast þér.

x

Hlynur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.