Hlynur - 15.02.1981, Side 19
Svið og veisla = sviðaveisla
Nssingar á Vopnafirði halda upp-
teknum hætti, mætast einu sinni á
ári og eyða saman kvöldi og nætur-
partíi. Að fornum sið sitjast þeir
að sviðaáti á allrnasálna- og heil-
agramessu. Húsráðendur á Refsstað
leggja til húsnæði og matarföng, en
þorpsbúar sjá um kaupstaðarvarn-
inginn. Frést hefur að mestu mat-
hákarnir líti eftir markinu tvíbitað
og ómarkað, sjái þeir lambhrút með
gott hnakkaspik í fyrstu rétt.
Mæting er yfirleitt 100%, aldrei
farið niður fyrir rúm 90%. Og oft
hafa gamlir nemendur Reykjavíkur-
skólans tekið þátt í sviðaveislu með
okkur Bifrestingum. Prúðmannleg>-
ur en svangur stígur hópurinn út
úr skólabílnum á Refsstaðarhlaði
kl. 8 að kvöldi, saddur og glaður
kveður hann og stígur syngjandi
um borð í rútuna á fjórða tíma
nætur.
Og á meðan mál manna er, að
síðasta sviðaveisla hafi borið af
þeim fyrri, höldum við áfram að
hittast í lok sláturtíðar. Áður hef-
ur verið gerð tilraun til að festa
veislugesti á mynd með lélegum ár-
angri, en vonandi hefur betur tek-
ist til núna, þar sem veislugestir
voru ekki nema á fyrsta kjamma
þegar myndatakan fór fram.
Ágústa.
Svið — svið — svið, f. v.: Guðfinna Kristjánsdóttir, Kristján Magnússon, Ágústa
Porkelsdóttir og Pórður Páisson.
... og aftursvið.f. v.: Þórður, að fá sér meira, Ásgeir Sigurðsson, Metúsalem
Einarsson og Gunnar Pálsson.
Nú er mál að linni, f. v.: Jörundur Ragnarsson, Rósa Jónsdóttir, Ragnheiður
Pórðardóttir, Arndís Hólmkelsdóttir og Guðfinna.
HLYNUR 19