Hlynur - 15.02.1981, Blaðsíða 13
á vesturleiðinni og lentum við á
Keflavíkurflugvelli kl. sjö að morgni
þess 31. okt.
Ævintýrinu var lokið — og alltaf
er best að koma heim.
Að lokum þetta. Pó ferð þessi
væri skipulögð til kynningar fyrir
þá, sem vinna að fiskframleiðslu á
vegum samvinnumanna, naut ég þess
að vera í þessum hópi, enda áður
komið nærri fiski og fiskverkun.
íslensk gestrisni hefur lengi verið
rómuð, en ekki hafði ég gert mér
ljóst, að hún væri útflutningsvara
fyrr en ég rak mig á það, að þeir
íslendingar, sem voru gestgjafar
okkar þessa daga höfðu haft hana
með sér í útlegðina. Höfðingleg
hjálpsemi og einlægni þeirra í okkar
garð sýndi það. Ég segi útlegðina,
því þetta eru útverðir okkar, sem
sendir eru til að gera gjaldeyri úr
framleiðsluvörum okkar á dýrasta
markaði heimsins, þar sem sölu-
mennska er viðurkennd sem ein
aðalgrein framleiðslunnar. Hafi þeir
Guðjón, Geir, Pálmi og ekki síður
makar þeirra, ásamt aðstoðarfólki,
fyllstu þökk,
Ymsar sögur hafa heyrst um slík-
ar kynnisferðir sem þessar og ekki
síst, að þær geti orðið allt að því
svallsamar. Ég vil því láta það koma
fram hér, að slíku var ekki til að
dreifa í þessari ferð. Aldrei sá ég
vín á neinum og í hópnum voru
menn sem aldrei bragða áfengi.
Pað eykur trú á framtíðina og er
ánægjulegt, að vera íslendingur og
ferðast með svona mönnum, flestum
um þrítugt, uppfullum af áhuga fyrir
að sjá og heyra, ef eitthvað mætti
læra sem betrum bætti starfræksluna
heima. Lá við að þeir í áhuga sínum
gleymdu sínum glæstu konum, sem
mér þótti miður, en hafði þó af
lúmskt gaman, þegar ég var látinn
gæta þeirra. Hafið öll þökk fyrir
samfylgdina.
Dómnefndinni, sem dæmdi mér
þessa ferð, einnig formanni og stjórn
Starfsmannafélagsins og öðrum sam-
starfsmönnum er ég ákaflega þakk-
látur fyrir þetta ævintýri.
Pórður J. Magmhson.
SÍS í Reykjavík skoðað
Bára Eliasdóttir, Eygló Guðjónsdóttir, Pröstur Karlsson, Guðný Ólafsdóttir og
Páll A. Magnússon.
Starfsmannafélag Kaupfélags Ey-
firðinga greip til þess ráðs að aug-
lýsa happdrætti á fundum sínum, til
að fá félagsmenn til að mæta betur.
Tveir síðustu aðalfundir hafa m. a.
verið auglýstir þannig. Á síðasta
aðalfundi voru vinningar meðal
annars skoðunarferð til Rvíkur, þar
sem skoða skyldi starfssemi SlS
einn dag. Pátttakendur í þessari ferð
voru frá Akureyri, Eygló Guðjóns-
dóttir, tölvudeild og Páll A. Magnús-
son, fóðurvörudeild; frá Dalvík,
Bára Elíasdóttir ,vefnaðarvörudeild
og Guðný Ólafsdóttir, skrifstofu
Frystihúss. Pá var haft samband við
Guðmund Guðmundsson, fræðslu-
fulltrúa SÍS, og dagurinn til skoð-
unarinnar ákveðinn mánudaginn 8.
september 1980 og skyldi mætt í
Sambandshúsinu við Sölvhólsgötu
kl. 9,00 f. h.
Par kom Pröstur Karlsson, form.
starfsmannafél. SÍS og ætlaði hann
að vera með okkur þennan skoð-
unardag. Tómas Óli Jónsson, hag-
fræðingur, sagði okkur það helsta
um starfsemi SÍS. Svo var farið að
sjá, hvernig Goða-vörur verða til,
því næst í Holtagarða og eftir skoð-
un þar, snæddur hádegisverður, sem
auðvitað var ofnhitaður Goða-matur.
Pá var farið í hús Osta- og Smjör-
sölunnar og að lokinni skoðun þar,
var okkur boðið upp á astasmakk
og voru ostarnir hver öðrum betri.
Að síðustu var svo verslunar-
miðstöðin Miðvangur skoðuð og þar
drukkið kaffi. Hér þótti nú nóg
komið, enda orðið stutt í flug til
Akureyrar. Pá er okkur efst í huga
þakkir til þeirra, er sýndu okkur
sína vinnustaði, svo og allra, er
gerðu þessa ferð að veruleika. Pá
viljum við að fram komi, að við
teljum að svona skoðunarferðir séu
mjög gagnlegar fvrir starfsfólk.
F. h. þátttakenda,
Páll A. Ma&nússon.
HLYNUR 13