Hlynur - 15.02.1981, Side 37
Bergenferð
LÍS
sl. sumar
Dagana 26. júlí til 11. ágúst sl.
sumar ferðaðist um 50 manna hópur
um Noreg á vegum LfS, en flogið
var til og frá Bergen. Fararstjóri
var sá góðkunni, Porsteinn Máni
Árnason. Dvalið var á tjaldstæðum
og ferðaleiðin var um ýmsar stór-
brotnustu byggðir Noregs, fyrst hald-
ið norður, m. a. um hina hrikalegu
firði, Sognsæ og Geirangursfjörð og
allt til Álasunds. Paðan var svo
haldið í suðurátt um Romsdal, Guð-
brandsdal og til Oslóar og þaðan
í vestur til Bergen og hringnum
lokað.
Hér verður engin ferðasaga sögð,
en gripið niður í myndamöppu eins
ferðafélagans, Gunnars Sigurjónsson-
ar. Eins er hluti af kveðju í bundnu
og óbundnu máli frá eihum úr
hópnum, Ásgeiri Gunnarssyni á
Höfn í Hornafirði, sem Ásgeir sendi
feðafélögum sínum á ferða- og
myndakvöld, sem haldið var í
Hamragörðum í haust:
,,Góðir ferðafélagar.
Mér þykir miður að geta ekki
komið í Hamragarða, en ég vil ekki
láta hjá Iíða, að þakka ykkur fyrir
síðast. Ég fór þessa ferð fyrir at-
beina barna minna og tengdabarna
og gerði hvorki að kvíða né hlakka,
en þegar ég var sestur upp í flug-
vélin á Keflavíkurflugvelli, fannst
mér það byrjun á ævintýri. Petta
hugboð brást heldur ekki, því öll
var ferðin mér eitt ævintýr. Kom þar
margt til. í fyrsta lagi ágætt veður
allan tímann, í öðru lagi bílstjórinn
okkar, Porgeir. Við íslendingar hugs-
um oft ekki út í það, þegar af stað
er farið, hversu gott er heilum vagni
heim að aka. í þriðja lagi fararstjór-
Hópurinn á fullri ferð í Bergen.
Grillað f Álasundi.
Ferðahópurinn á fögrum stað.
HLYNUR 37