Hlynur - 15.02.1981, Blaðsíða 23
Á herbergi 715
Rætt við Gunnar Hallsson hjá KEA
Kaupfélag Eyfirðinga, eins og fjölmörg önnur kaupfélög, hefur
heimilað fulltrúum starfsfólks að sitja fundi stjórnar félagsins með
málfrelsi og tillögurétti. Til þessa velur starfsfólk KEA tvo fulltrúa,
annan frá Akureyri, en hinn frá útibúum KEA. Þessir fulltrúar nú eru
þeir Rögnvaldur Skíði Friðbjörnsson, Oalvík og Gunnar Hallsson,
Akureyri.
Pegar undirritaður var í fréttaleit á Akureyri fyrir áramótin, var hug-
myndin að taka Gunnar Hallsson tali, en kappinn var þá í rjúpnaleit
vestur í Skagafirði. Seinna fréttist af honum á ASÍ-þingi og þegar því
lauk, fékk undirritaður upphringingu snemma á laugardagsmorgni og
honum tjáð, að nefndan Gunnar mætti sækja heim á herbergi 715 á
Sögu. Skömmu síðar hófst viðtalið.
— Hvenær voru starfsmenn fyrst
kjörnir til setu t stjórn KEA?
— Pað var vorið 1978. Kjörnir
eru tveir starfsmenn, annar af starfs-
mönnum KEA á Akureyri og hinn
af starfsfólki útibúanna. Sigmund-
ur Björnsson var kjörinn á Akur-
eyri, en Rögnvaldur Skíði Frið-
bjarnarson á Dalvík var sjálfkjörin
fyrir útibúin. Ég gaf kost á mér
sem varamaður þá og var kjörinn
sem slíkur, en aðal- og varamenn
eru kosnir sitt í hvoru lagi. Sl. vor
gaf ég svo kost á mér sem aðal-
maður og náði kosningu.
— Stóðst þú í kosningabaráttu?
— Ég hélt ákveðna framboðs-
fundi í kaffitímum á nokkrum
vinnustöðum og gerði grein fyrir,
að starfsmenn ættu fulltrúa í stjórn
KEA og hvaða hugmyndir ég hefði
um það, hvað þessi fulltrúi ætti að
gera á stjórnarfundum. Pað kusu
svo um 180 manns af um 600 á
kiörskrá eða helmingi fleiri en síð-
ast og ég fékk rúmlega helming
greiddra atkvæða.
— Hvað á fulltrúi starfsmanna
í stjórn samvinnufélags að láta sig
skipta?
— Mín skoðun er sú, að ég sé
þama til að upplýsa stjórnarmenn
um skoðanir og áhugamál starfs-
manna gagnvart KEA. Jafnframt
geti ég virkað sem þrýstipunktur
á þá menn í KEA, sem eiga að
framkvæma ákvarðanir félagsins og
stjórnarinnar, ef einhver bið virðist
vera á því. Ég hef látið það kotma
fram, að ég lít ekki á mig sem hler-
ara fyrir starfsmenn á stjórnarfund-
um. Ég á að koma stjórninni I
skilning um það, hvemig starfsy
fólkið hugsar, en ekki starfsfólkinu
hvernig stjórnin hugsar.'Svo vil ég
láta það koma fram, að þessir full-
trúar starfsmanna eiga að láta sig
skipta allt sem gerist í kaupfélag-
inu, sérstaklega þó, þegar taka á
stefnumarkandi ákvarðanir, er varða
starfsfólkið.
— Hvernig líka þér fundirnir?
— Vel. Ég get sagt það, að okk-
ur fulltrúum starfsmanna var og er
tekið alveg sérstaklega vel af stjómJ
inni, ekki síst stjórnarformanninum,
Hirti Pórarinssyni á Tjörn. Stjórn-
armenn virðast hafa vemlegan áhuga
á því, hvað fólki finnst um kaup-
félagið okkar.
—> En tengslin við starfsfólkið
— hvernig virka þau?
— Síðan ég var kjörinn fyrir
hálfu ári hef ég reynt að halda
áfram að kynna þessi mál með
fundum hjá starfsfólki, en ég hef
lítið orðtð var við áhuga starfs-
fólks að halda fundi. Ég er hrædd-
ur um að ef þetta batnar ekki, þá
verði ég fljótlega fulltrúi sjálfs mín
í stjórninni, en ekki fulltrúi starfs-
manna.
— Viltu breyta þessu formi á
kjöri frá því sem það er nú?
— Ég er þeirrar skoðunar, að
starfsmenn eigi að vera í stjórn með
þeim réttindum og skyldum sem
þeir hafa í dag, en félagsmenn kaup-
félagsins eiga hins vegar að sjá
sóma sinn í því að kjósa starfsmenn
sem fullgilda fulltrúa í stjórn kaup-
féalgsins á aðalfundi, enda er ekk-
ert í lögum sem hamlar því í dagj.
Svo vil ég koma því að, að þó kaup-
félag eins og KEA sé mikilvægt
bændum og neytendum, þá er það
mikilvægast starfsmönnum félagsins
og þetta eiga aðalfundarfulltrúar að
hafa í huga.
— Svona í lokin — hvernig var
að vera á ASt-þingi?
— Sem samvinnustarfsmaður
varð ég ekki var við nokkurn mun
á þeim og öðrum þingfulltrúum á
þessu þingi og hin skrifaða stefnu-
skrá ASÍ er jákvæð gagnvart samJ
vinnuhrevfingunni. Fjöldinn á þingi
sem þessu er greinilega til óskaj>-
legra vandræða. 70—80% fulltrúa
gera ekki annað en að sitja og
hlusta, en fyrst tók þó steininn úr,
þegar fór að nálgast kosningar og
þingfulltrúar voru látnir bíða tím-
irm saman meðan flokkarnir voru
að makka um, hverja ætti að klappa
inn í næstu stjórn ASÍ.
Pessir 450 fulltrúar sem sátu
þingið voru ekki fulltrúar 50 þús-
und félaga í ASf, kannski aðeins
þúsund manns, því hinn almenni
félagsmaður hefur nánast enga
möguleika til að koma með uppá-
stungur um menn á ASÍ-þing.
Sömu fulltrúarnir sitja svo þing
eftir þing. Peir sem koma svo í
fyrsta sinn og fullir af áhuga, hverfa
heim vonsviknir og heita því sumir
hverjir að koma aldrei aftur.
— Ætlar þú að koma aftur?
— Ég er sá þverhaus, að ég
myndi ekki skorast undan því að
fara aftur, en bá mundi ég reyna
að láta meira til mín taka. j
HLYNUR 23