Hlynur - 15.02.1981, Blaðsíða 20
Efri mynd: Harðjaxlarnir hjá Bifreiðadeild KEA stilla sér upp fyrir Hlyn, f. v.: Hall-
grímur Haraldsson, Tryggvi Jóhannesson, Gunnar Jónsson, Valdimar Halldórsson,
Halldór Karlsson, Stefán Porvaldsson, Kristbjörn Björnsson og Gylfi Guðmarsson,
formaður SKE.
Neðri mynd: Stund milli stríða á kaffistofunni, f. v.: Stefán, Valdimar, Sigurgeir
Jónsson og Gunnar.
Flutningar af ýmsu tagi er snar
þáttur í starfi kaupfélaganna flestra
og geysimikilvægur þáttur í hinum
dreifðu byggðum. Pegar fréttasnapar
Hlyns voru á ferðalagi á Akureyri
fyrri hluta vetrar, var litið við í
Bifreiðadeildinni og síðar í sérstæðri
þjónustudeild, sem er Böggla-
afgreiðsla KEA.
Hjá Bifreiðadeild KEA var leitað
frétta hjá Halldóri Karlssyni og hann
sagði okkur, að þar væru að jafnaði
8 flutningabílar í ferðum milli Akur-
eyrar og Reykjavíkur og annar eins
fjöldi í mjólkurflutningum. Nýjasti
bíllinn var rétt kominn á götuna og
hann var engin smásmíði, bar 11
og hálft tonn og kostaði á milli 60
og 70 milljónir gamalla króna.
Mjólkurbílarnir flytja mjólk utan frá
Ólafsfirði að vestan og Grenivík,
austan Eyjafjarðar og frá innstu
dölum. Alls hafði deildin í umfeð
rúmlega 20 bíla.
Halldór er enginn viðvaningur í
akstri hjá KEA, því hann keyrði í
22 ár milli Reykjavíkur og Akur-
20 HLYNUR