Hlynur - 15.02.1981, Blaðsíða 18
Vináttuvikugestir á ferð í Aimannagjá sumarið 1978.
Vináttuvika á íslandi
23. júní til 2. júlí í sumar
1 sumar verður í þriðja sinn á
íslandi, staðið fyrir svokallaðri vin-
áttuviku, með þátttöku samvinnu-
starfsmanna frá öllum Norðurlönd-
unum. Fyrst stóð LÍS fyrir svona
viku sumarið 1975, síðan 1978 og
var þá mest ferðast um Norðurland,
en nú er það Suður- og Suðaustur-
land, sem farið verður um. Ferðaá-
ætlunin er í stórum dráttum þannig:
Þriðjudagur 23. júni:
Komið til Islarids frá Khöfn og
gist að Flúðum.
Miðvikuda&ur 24. júni:
Dvalið á Flúðum, en sennilega
farið í skoðunarferð að Gullfossi og
Geysi. Pá verður fundur í KPA-
ráðinu.
Fimmtuda&ur 25. júní:
Ekið frá Flúðum að Skaftafelli og
gist þar í tjöldum.
Föstudagur 26. júní:
Litast um í Skaftafelli og síðan
ekið að Höfn og gist þar.
Lauftardazur 2. júní:
Skoðuð starfsemi KASK og farið
í skoðunarferð austur í Lón.
Sunnudaftur 28. júní:
Ekið frá Höfn til Hvolsvallar og
gist þar.
Mánuda^ur 29. júní:
Ekið frá Hvolsvelli til Þorláks-
hafnar, með viðkomu í Mjólkurbúi
Flóamanna og farið með Herjólfi til
Vestmannaeyja. Par farið í skoðun-
arferð og gist.
Þriðjudagur 30. júní:
Farið frá Vestmannaeyjum til
Porlákshafnar með Herjólfi og síðan
til Reykjavíkur um Þingvelli. Gist
á einkaheimilum í Reykjavík.
Miðvikudazur 1. júlí:
Farið í heimsóknir í samvinnu-
fyrirtæki í Reykjavík. Um kvöldið
lokahóf.
Fimmtudaiur 2. júlí:
Frjáls dagur í Reykjavík og haldið
heim um kvöldið.
Mjög mikil eftirspurn er eftir
að komast á þessa viku annars stað-
ar að frá Norðurlöndunum, en hvert
land hefur rétt til að senda mest 13
þátttakendur. Á það einnig að sjálf-
sögðu við um íslendinga. Pátttöku-
gjald fyrir allan tímann verður sem
svarar eitt þúsund sænskum krónum.
Sérstakt leiguflug verður til og frá
Kaupmannahöfn og auk vináttu-
vikufara, verður knattspyrnulið sam-
vinnustarfsmanna í Árósum með í
ferð í boði Starfsmannafélags SÍS.
Pá hefur verið skipulögð sérstök
ferð fyrir allt að 20 manna hóp
samvinnustarfsmanna frá Norður-
löndum, þar sem aðallega verður
dvalið vestur í Dö'íum og lögð á-
hersla á útreiðatúra og veiðiskap til
sjós og lands. Yrði þessi ferð einnig
á sama tíma og vináttuvikan.
Umsóknarfrestur til 15. maí n. k.
Peir samvinnustarfsmenn, sem á-
huga hafa á að taka þátt í þessari
vináttuviku, 23. 6. til 2. 7. í sumar,
þurfa að hafa samband við skrifstofu
LÍS, síma 91-21944 fyrir 15. maí
n. k. í síðasta lagi. Sérstök ástæða
er til að hvetja starfsmenn til að
gefa þessari viku gaum. Parna svífur
andi norrænnar samvinnu svo sann-
arlega yfir vötnum, ferðast er um
stórbrotnar slóðir og ferðakostnaður
í algjöru lágmarki, en inní þátttöku-
gjaldi er allur ferða-, uppihalds og
gistikostnaður.
18 HLYNUR