Hlynur - 15.02.1981, Blaðsíða 22

Hlynur - 15.02.1981, Blaðsíða 22
Bögqlaafgreiðsla KEA. Að Hafnarstræti 82 er svo þjón- ustufyrirtæki, sem sennilega er það eina á landinu sinnar tegundar, en það er Bögglaafgreiðsla KEA. Pessi þjónusta hefur verið starfrækt í ára- tugi og þegar litið var við, var ekki að sjá neinn verkefnaskort. Við spurðum Árna J. Haraldsson um gang mála og þarna fer fram af- greiðsla á pósti og bögglum fyrir allt Eyjafjarðarsvæðið. Pósthúsið raðar pósti í póstpoka, sem komið er með í afgreiðsluna og hingað koma einnig blöðin til dreifingar. 7 póstbílar aka svo póstinum um sveitir, flestir dag- lega á virkum dögum eða annan hvern dag. Pá er þarna afgreiðsla fyrir rútuna til Dalvíkur, Ólafsfjarðar og Hrís- eyjar, sem fer daglega á sumrin, og eins fyrir rútuna til Húsavíkur, sem fer á milli fjórum sinnum á sumrin, en þrisvar yfir veturinn. Flutninga- bílar sem taka vörur á Dalvík, Hauganesi og Grenivík, hafa einnig viðkomu í Bögglaafgeriðslunni og þangað berast pakkar frá öllum deildum KEA. Svo er það ekki aðeins pósturinn og pakkarnir, sem þarna hafa viðkomu, því mannfólkið þarf líka að fara á milli staða. Hvað er það, sem KEA gerir ekki? er stundum spurt. — RI. Á efstu mynd er Margrét Klemensdóttir að afgreiða einn viðskiptavininn, en sá er Jón Jónsson. Á myndinni t. h. er Árni Haraldsson, starfsm. Bögglaafgreiðslu, en lengst til vinstri að neðan, er Jón Ólafsson, póstur og gamall mjólkurbíl- stjóri að snara inn síðustu bréfum að „sunnan". í miðið raðar Ólafur Olgeirs- son, póstm. í póstpokana, en t. h. er Jóhann Sigurðsson, bifreiðastjóri. 22 HLYNUR /

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.