Hlynur - 15.02.1981, Blaðsíða 26
Öræfaferð frá
Svalbarðseyri
Starfsmannafélag K. S. P. efndi til
skemmtiferðar starfsfólks helgina
18.—20. júlí sl. sumar um hálendi
íslands. Var lagt af stað föstudags-
kvöldið 18. júlí kl. 19,45 frá kaup-
félaginu. Þá var rigningarsuddi og
jjoka, þegar kom upp í Vaðlaheiðina,
en allir voru í góðu skapi og bjart-
sýnir á að veðrið batnaði er liði á
ferðina, minnugir máltækisins „oft
kemur skin eftir skúr“. Er upp úr
þokunni kom, sem reyndist aðeins
vera vestan í Vaðlaheiðinni, virtist
heldur vera bjartara að sjá í suð-
austurátt, þó skýjað væri. Ferða-
félagar voru 25 talsins og Stefán
Árnason var bílstjóri á ,,LÓU“, þaul-
vanur á fjöllum og ýmsu vanur.
Ekið var nú austur Ljósavatns-
skarð og að útibúi K. S. Þ. við Goða-
foss, var þar stuttur stans og notuðu
menn tækifærið til að versla það
sem gleymst hafði, þarna er síðasta
verslun áður en lagt er á Sprengi-
sand. Var nú haldið suður Bárðardal
f Halldórsstaðaskógi stóð sumarhús
starfsmanna K. Þ. á Húsavík, en
ekki var lífsmark að sjá á þeim bæ
og því ekki kaffivon þar.
Síðasti bærinn í dalnum, Mýri,
var nú að baki og haldið á öræfin,
sást lítið af fegurð þeirra, nema það
sem næst var vegarslóðinni, en
Stefán bílstjóri sagði okkur frá því
helsta, sem markvert var að sjá,
enda er hann þaulkunnugur á þess-
um slóðum og hefir ekið með ferða-
menn yfir öræfin s. 1. 10 sumur.
Auk þess farið á vélsleða að
vetri til og lent í ýmsum æfintýrum.
Á þessar slóðir höfðu fæstir komið
og þótti því súrt í broti, að veðrið
skyldi ekki vera okkur hliðhollara,
en enn var bjartsýni á betra veður
að morgni. Að skála Ferðafélags ís-
lands í Jökuldal komum við um kl.
01,00 eftir miðnætti, skálavörður
vakinn upp og gisting fengin, enda
ekki fýsilegt að tjalda í rigningu og
aðeins fjögurra stiga hita. Drifu
menn nú svefnpoka sína inn í skál-
ann og var lagst til svefns, en Stefán
bílstjóri kaus að sofa hjá „LÓU“,
sagðist aldrei gista í skálum í sínum
ferðalögum.
Um kl. 8 að morgni fóru menn á
stjá og ÓIi ,,bryti“ hópsins tók til
morgunverð, en starfsfólk kjöt-
vinnslu kaupfélagsins hafði tekið
til ferðanesti fyrir allan hópinn og
var það vel útilátið og ríkulegt, eins
og þeirra var von og vísa. Tóku
menn hraustlega til matar síns, enda
lítið fengið síðan á Fosshóli er sam-
lokurnar voru keyptar upp. Var nú
gengið frá farangrinum í bílinn, skál-
inn þrifinn og haldið af stað í þurru
veðri en köldu.
Ekki hafði verið ekið lengi, þegar
sólin braust fram úr skýjum og sáu
menn þá, að á Sprengisandi er ýmis-
legt annað að sjá en ,,urð og grjót“.
Var næst stansað á Kistufelli og virt
fyrir sér útsýnið, Hofsjökull í norð-
vestri með Arnarfellin nær, Hágöng-
ur í austri og „fell“ og „öldur“ í
hvaða átt sem litið var. Er komið
var að Köldukvísl var liðið að há-
degi og því komið að matmálstíma.
Óli „bryti“ bauð nú upp á veislu-
mat, hangikjöt og steik með græn-
meti og kartöflujafningi og enn tóku
menn hraustlega til matar síns, enda
margir miklir matmenn með í för,
eins og sýndi sig síðar í ferðinni;.
Frá Köldukvísl lá leiðin niður að
Sigöldu og alltaf skein sólin meira
og bætti vel upp veðrið kvöldilð
áður.
Mannvirkin við Sigöldu birtust nú
eins og vin í eyðimörkinni og þar
sést vel, hvernig hægt er að græða
upp sandana. Við Sigöldu er
,,sjoppa“, þar sem matmennirnir
gátu bætt á sig nokkrum hitaeining-
um með pylsum og kók. Frá Sigöldu
var ekið inn í LandmarAialaugar og
á þeirri leið bar fyrir augu okkar þá
ljótustu sjón í ferðinni, hvernig ökuv
glaðir jeppaeigendur hafa ekið utan
vegar og skorið sundur viðkvæman
gróður. Taldi Stefán bílstjóri að
svona sár tæki tugi ára að græðast
udd, ef það tækist þá nokkurn tíma.
í Landmannalaugum var stansað,
stutt, bví ferðaáætlun var stíf, var
því rakleitt ekið að sögualdarbænum
að Stöng í Þjórsárdal og hann skoð-
aður utanfrá, þar sem hann var ekki
oDÍnn á þeim tíma er við vorum þar.
26 HLYNUR