Hlynur - 15.02.1981, Síða 31

Hlynur - 15.02.1981, Síða 31
— Or hvað gerðirðu þarna syðra? — Vann í verksmiðju, tíndi jarð- arber og var í húshjálp. Fyrst dvaldi ég á heimili og síðan bjuggum við saman, 10 skiptinemar og nýsjálend- ingar. Svo var ég í skóla að læra ensku. — Varstu eini íslendingurinn þarna? — Já, sem skiptinemi, en þarna býs Islendingur, sem heitir Kristján, sonur Steingríms, kenndan við Fisk- höllina. Annar Islendingur, Sigurður að nafni var þarna sjómaður og ís- lenska konu hitti ég, sem reyndar hafði áður lengi búið í Danmörku. Ég hitti þetta fólk aðeins einu sinni, var þarna til þess að kynnast landi og þjóð. — Er þetta ekki hálfgert Evrópu- land? — Jú, að sumu leyti. Tengsl Nýja- Sjálands við Bretland eru mjög greinileg. Svo hafa þeir hvítu ýtt þeim innfæddu til hliðar, eins og víðar. Ég er nú ekki alltaf jafn hrif- in af því, að vera af þessum hvíta, yfirgangssama kynstofni, trú því, að við höfum öll sama rétt til þess að lifa. En sem betur fer held ég, að kynþáttamisrétti sé minna á Nýja- Sjálandi, en víðast hvar annarsstað- ar. Menning frumbyggjanna hefur haft margvísleg áhrif Fólk er nægju- samara en hér heima. Nýja-Sjáland er líka miklu þægilegra land að búa í frá náttúrunnar hendi en ísland. — Ecrðaðist þú mik.ið um landið? —Já, og Nýja-Sjáland er fallegt land, en mig langaði mikið til þess að komast til Austurlanda. Fler- bergisfélagi minn lengst af var frá Jakarta í Indónesíu. Nú, ferðalagið á milli London og Nýja-Sjálands tók tvo sólarhringa og það ráðlegg ég engum að fara í einum áfanga. Vega- lengdir eru nokkuð, sem við gerum okkur enga grein fyrir hér á íslandi. Á heimleiðinni var stoppað í Sidney í Ástralíu og ég og kunningi minn frá Belgíu, vorum mjög óhress með að geta ekki stoppað í Austurlönd- um á leiðinni heim. Farmiðarnir okkar leyfðu það ekki svo við ætl- uðum því að gera okkur upp maga- veiki, þegar skipt yrði um flugvél í Bangkok í Thailandi, og verða þar Hópur skiptinema á Nýja-Sjálandi 76—77. Herbergisfélagi Jóhönnu, Corry frá Indó- nesíu, önnur frá vinstri. 3Hyr*,‘ ájpt . f W. ' ' . . . : Eitt hinna sérstæðu og fögru samkomuhúsa Maorana, frumbyggja Nýja-Sjálands. Engin þjóð á fleiri skip og báta á hvern íbúa en Nýsjálendingar. Hér er ein ágætis skúta. HLYNUR 31

x

Hlynur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.