Hlynur - 15.02.1981, Blaðsíða 11

Hlynur - 15.02.1981, Blaðsíða 11
inni. Á flugvellinum tóku á móti okkur höfðingjarnir frá Iceland Sea- food Corporation, þeir Guðjón Ól- afsson framkvæmdastjóri, Geir Magnússon og Pálmi Þórðarson aðstoðarframkvæmdastjórar. Er við höfðum komið okkur fyrir, lá leiðin á Arthur Treason matsölu, eina af þeim, þar sem sjálfsafgreiðsla er og ber gestum að skila auðum borðum, er þeir fara og henda á- höldum og diskum í ruslakassa. Ýmis félög í U. S. A. reka slíkar matstofur í hundraða eða þúsunda tali. Ein slík samstæða kaupir árlega aðeins minna af íslenskum fiski heldur en við seljum Rússum. Ekki hafði ég áður gert mér Ijóst, hversu stórt fyrirtæki ISC er með mörg hundruð manna starfsliði. Aukningu húsnæðis, sem unnið hefur verið að er ekki lokið að fullu, þó frystirými og afgreiðsla sé komið í notkun. Byggingarvinna er í fullum gangi við rannsóknarstofu, tilrauna- eldhús o. fl. Það var forvitnilegt að fara upp á slétt þakið, þar sem þeir hafa komið fyrir hluta véla- kostsins og leiðslum milli byggingar- álma, en þakið er þannig gert að ofaná loftklæðningu og einangrun er gúmmídúkur, sem soðin er sam- an svo ekki leki og til að halda honum er gróf möl sett yfir allt, þannig að þarna uppi var gengið á Iausagrjóti. Utsýnið þaðan áréttaði enn betur það sem mér hafði virst, að landamæri byggðar og borgar eru tæpast fyrir hendi. Við hlið verksmiðjunnar er stór maisakur, sem nær langt inn á lóð hennar, við hina hliðina eru mörg hundruð bílastæði við fjölfarna götu — sem gagt, borgin komin upp í sveit og sveitin til borgarinnar. Á leið okkar um verksmiðjuna varð mér hugsað til þess tíma, er ég um nokkurra ára skeið sá um vinnslu sjávarafla á erlendan mark- að. Óefað hefði ég þegið að kanna neyslulandið og söluaðstöðuna þar eins og þessir ungu menn, sem voru þarna með nefið niðri í hverjum dalli, spyrjandi og skoðandi með ráðamenn fyrirtækisins, jafn áhuga- sama á hjólum við útlistun á hverju einu. Mér tókst, held ég, að dylja hrifni mína á áhuga þeirra, en fann jafnframt, að ég var kominn úr fiskinum — þarf minna en 30 ár til. Við fengum hádegismat í mötuneyt- inu — náttúrlega fisk, framreiddan á óteljandi vegu, ágætis mat í prýði- legum félagsskap. Einhvern veginn fengu þeir Guðjón og Geir það á meðvitundina, að frúrnar væru farn- ar að fá nóg af rápinu um verksmiðj- una og kunnugir kvenlegum veik- leika, buðu þeir að aka þeim í búð;r, sem þær þáðu og fékk ég að fljóta með, höfðu strákarnir ekkert að athuga við það þó ,,karlinn“ færi með þessum ungu og glæsilegu kon- um þeirra. Mér er nær að halda að þeir hafi verið fegnir að losna við þær í bili, en þeir héldu til í verk- smiðjunni svo lengi dags, sem leyfi- legt var. Geir ók svo með okkur í eitt heljar hagkaup, a. m. k. tíu sinnum stærra en Hagkaup, þar sem hann sagði allt fást til líkama og sálar þarfa. Kvaðst hann síðan sækja okkur á tilteknum tíma, því manm skapurinn var boðínn í kvöldverð heim til Guðlaugar og Guðjóns. Það er upplyfting og léttií- í út- landinu, að koma á rausnarheimili, þar sem allir tala mannamál — jafnvel börnin sem ganga í enska skóla. Grillsteikt kjötið af húsbónd- anum úti í garði smakkaðist ágæt- lega, enda framreitt af frúnni af mikilli smekkvísi og notakennd, sem virtist þarna heimilislæg. Ósjálf- rátt datt mér í hug, hvort sá sam- vinnuandi sem ég taldi mig finna þarna á heimilinu, smitaði ekki frá sér út í verksmiðjuna, þar sem allir virtust vilja að allt gengi sem best. Gestgjafar okkar höfðu skipulagt kynnisferðir um nágrennið, m. a. til til Gettysburg, eins sögufrægasta staðar í U. S. A., þar "sem háð var orrusta fyrir um hundrað og fjörutíu árum, sem talin er hafa ráðið úr- slitum í þrælastríðinu. Svæðið var fljótlega friðlýst og er nú eitt alls- herjar minjasafn, sem hægt væri að Við afhendingu á félagsmálaviðurkenningu Sf. Sambandsins, f. v.: Þröstur Karlsson, greinarhöfundur, Anna Ásgrímsdóttir og Baldvin Einarsson. HLYNUR 11

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.