Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.2019, Síða 10

Faxi - 01.12.2019, Síða 10
10 FAXI Þannig að þú hefur verið að tengjast nemendum miklum vinaböndum? „Já, eins og með Kristján Möller. Hann kemur hingað 12 ára gamall og við tengjumst strax mjög sterkum böndum. Hann fer að sækja mikið til mín og allar götur síðan höfum við verið rosalega góðir vinir. Hann tengist mér bara eins og sonur. Og ég tengist allri hans fjölskyldu, Hófí konunni hans [Hólmfríði Karlsdóttur] og börnin þeirra eru ömmubörn- in mín. Þetta er strákur sem ég bara eignaðist stálpaðan, eins og segir í laginu, það væri gott að eignast börnin um fermingu. Síðan hefur hann verið mín stoð og stytta í lífinu, eftir að ég kynntist honum hér. Ég hef auðvitað tengst sumum krökkum meira en öðrum, en hann er sá eini sem ég hef eignast.“ Við rifjum upp gamla tímann, félagslífið í skólanum, sem var mjög öflugt á níunda áratugnum og hvað tengslin hafi orðið mikil við nemendur eins og Hreiðar Hreiðarsson, Böðvar Jónsson, Kristján Jóhannsson og fleiri nemendur þess tíma. Hún hafi líka verið nær þeim í aldri. Nú segist hún kynnast krökk- unum vel þegar þau eru að fóta sig fyrstu árin í skólanum Síðan komi ár þar sem krakkarnir eru í öðrum pælingum, en svo komi tengingin aftur í 9. og 10. bekk. Gauja talar fallega um unga fólkið. „Maður tengist krökkunum mest í 9. bekk og enn betur í 10. bekk og svo er maður gráti næst þegar þau eru að yfirgefa skólann. Þau eru orðin svo þroskuð og flott í 10. bekk að mér finnst alltaf svo erfitt að kveðja þau. Síðasti dagurinn þeirra í skól- anum er t.d. rosalega erfiður og maður er að berjast við tárin. Sum vilja ekki kveðja mig, segjast bara fara að gráta. Þau þroskast svo hratt eftir að þau eru komin í 9. bekk. Maður finnst þau vera orðin geggjuð í 10. bekk og þá missir maður þau. Mér finnst ég svo oft vera að byrja upp á nýtt.“ Skilar sínu verki sátt Þú talar um tregafull augnablik þegar krakk- arnir eru að útskrifast. Er í þér tregi Gauja nú þegar starfslokin eru að nálgast eða er bara tilhlökkun hjá þér? „Ég hlakka rosalega til að hætta af því að ég er búin að finna það að þetta er komið gott. Síðustu fjögur til fimm árin hefur mér fundist þetta erfitt. Ég hef bæði lent í veikindum svo finn ég bara að þetta er orðið gott. Ég segi alltaf, að ef ég hefði ekki haft hann Zoran minn hérna þá hefði verið mjög erfitt fyrir mig að klára fram að þessum tíma. Hann hefur verið mín stoð og stytta og hjálpað mér við verkin sem ég hef þurft að inna af hendi. Ég segi að hann hafi verið mín hægri hönd sl. fjögur ár. Ég ætlaði að reyna að klára þennan vetur en þegar ég byrjaði sl. haust þá fann ég að ég var ekki að höndla þetta og þetta væri orðið gott. Þannig að þú ert bara að skila þínu sátt? „Já, ég er rosalega sátt. Ég fann að vinnan var farin að reynast mér erfiðari og erfiðari. En auðvitað var erfitt að þurfa að taka þetta skref. En svo þegar ákvörðunin var tekin og ég var búin að setjast inn til Ásgerðar og tilkynna henni að ég óskaði eftir að fá að hætta um áramótin, þá var eins og það hefði sprungið blaðra þegar ég kom heim. Þetta var bara svakalegur léttir. Núna tel ég bara niður. En það eru alls kyns uppákomur í skól- anum núna. Krakkarnir eru að gráta af því að maður er að hætta og ég þarf að búa mig undir það. Einn drengur sagði við mig um daginn, Gauja af hverju ertu að hætta? Ég sagði, ég er bara að verða gömul og þarf bara að fara að gera eitthvað annað. Gömul, þú ert ekki gömul Gauja. Litaðu bara hárið á þér brúnt þá ertu ekkert gömul, sagði hann. Ég horfði á hann, tók utan um hann og sagði, takk elskan mín. Þetta er drengur í 5. eða 6. bekk. Hvað er það í þínu fari Gauja, sem gerir það að verkum að krakkarnir tengjast þér svona og finnst þú vera legend, eins og ég hef heyrt suma kalla þig? „Ég veit það ekki. Ég held að það sé bara af því að ég er ákveðin við þau. Þau vita nákvæmlega hvar mörkin liggja og þau fara ekkert lengra en það. Það er sama hvort það er ég eða einhver annar, við þurfum öll aga og viljum hafa aga. Ég held að það sé með krakkana líka, þau finna þarna eru mörkin og bera virðingu fyrir því. Þá ber maður virðingu fyrir þeim, þannig virkar þetta á báða bóga.“ Óskum Suðurnesjamönnum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Óskum öllum Suðurnesjamönnum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs, með þökk fyrir það liðna. VERKALÝÐS- OG SJÓMANNAFÉLAG KEFLAVÍKUR OG NÁGRENNIS SI raflagnir ehf. Garði

x

Faxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.