Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.2019, Síða 14

Faxi - 01.12.2019, Síða 14
Saga húsanna Biðskýlið í Njarðvík - Sælasjoppa Sveitarfélagið Vogar Gleðileg jól Gott og farsælt nýtt ár! Þökkum samskiptin á liðnu ári. 14 FAXI Óskum Suðurnesjamönnum nær og fjær gleðilegra jóla og farsældar á nýja árinu. Þökkum samskiptin á liðnu ári. Eldvarnir ehf. Iðavöllum 3 Sími 420 2020 - 892 7519 Sjoppan í Njarðvík, eða Sæla- sjoppa, er nefnd eftir eiganda þess til tugi ára Ársæli Friðriki Magnússyni, athafnamanni frá Höskuldarkoti í Ytri-Njarðvík. Það mun hafa verið að tilstuðlan Hreppsnefndar Njarðvíkurhrepps um 1959 að Ólafur Högni Egilsson hreppsnefndarmaður kom að máli við Ársæl, ætíð kallaður Sæli af samferðamönnum en Bóbó af fjölskyldu, hvort hann væri ekki tilbúinn að reisa biðskýli fyrir notendur Keflavikurrútunnar, SBK á leið til Reykjavíkur eða á Völlinn. Væri það tilvalið að sameina þetta sjoppu rekstri. Sæli og kona hans Ada Elísabet Benjamínsdóttir, ætíð kölluð Lella hófu reksturinn síðla árs 1959. Sjoppan hlaut það virðulega heiti, Biðskýli Friðriks Magnússonar, samanber auglýsingu í Suðurnesja- tíðindum árið 1969. Auk þess að vera hefðbundinn söluturn og biðstöð fyrir farþega Sérleyfisbíla Keflavíkur á leið til Reykjavíkur eða starfsmenn á leið til vinnu á Keflavíkurflugvelli þá var þar rekin BP bensínstöð fyrstu starfsárin (varð OLÍS). Sælasjoppa var miðpunkturinn í bæjarlífinu í Njarðvík og hefur satt hungur margra kynslóða. Má segja að sjoppan hafi verið einskonar félagsmiðstöð fyrir unga fólkið. Þar var samkomustaðurinn eftir skóla. Það var líka algengt að koma við í sjoppunni í löngu frímínútunum Eins sóttu starfsmenn frystihúsa bæjarins sjoppuna í kaffitímum. Til skamms tíma á áttunda áratugnum var rekin myndbandaleiga í norðurenda sjopp- unnar. Reksturinn hefur ætíð verið í höndum fjölskyldu Sæla og Lellu og er svo enn. Ljósmyndir eru úr einkasöfnum. Sælasjoppa í byggingu Hér má sjá glitta í Sælasjoppu eftir að hún var risin, í bakgrunni þessara malbikunarframkvæmda á Reykjanesbraut, eins og gatan hét þá. Silla Ólafsdóttir starfaði í Sælasjoppu á sjöunda áratugnum. Hún er dóttir Ólafs Högna Egilssonar sem kom að máli við Friðrik Ársæl Magnússon að byggja biðskýli fyrir farþega SBK.

x

Faxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.