Faxi

Årgang

Faxi - 01.12.2019, Side 25

Faxi - 01.12.2019, Side 25
FAXI 25 greinilegir voru mældir upp. Grunnurinn var steinsteyptur og bragginn hefur verið 21 x 8 m að flatarmáli Enn má sjá ummerki um sennilega þrjá bragga en þessar minjar voru mjög ógreinilegar sem og steinsteyptan vegg. Þá má greina ummerki um hlaðna gröf úr torfi og grjóti utan í og uppi hól vestan við Langholtið. Gröfin virðist hafa vísað inn að heiðinni. Líklegt má telja að þetta sé skot- byrgi frá hernum en þó er ekki óhugsandi að þetta hafi verið hlaðið fyrir veiðimenn. Fremur ógreiðfær vegarslóði liggur að Langholtinu að fiskþurrkunartrönum sem þarna eru og upp í grjótnámuna. Með dá- litlum ofaníburði mætti gera hann færan flestum bílum og setja upp upplýsingaskilti við vegarslóðann. Tóft við Berghóla í Leiru Á Berghólum var strandvarnarfallbyssu komið fyrir um stundarsakir í september og október 1944 og mun hún hafa staðið þar í um það bil eitt ár. Í Berghólum er all- stór tóft 22 m á lengd og vel sýnileg, um 8 metrar í þvermál og grasi gróin. Enn mátti sjá leifar af gaddavír og stálstaurum um- hverfis hana vorið 2019. Í tóftinni miðri er n.k. „púði“ eða sökkull sem byssan hefur líklega staðið á. Skotlínan er til norðurs og austurs í átt að Stóra-Hólmi. Tóftin er merkt með látlausu skilti sem á stendur „Berghóll“. Það er hugsanlegt að þetta hafi upphaflega gömul fjárborg sem hafi verið endurnýtt af hernum. Það er frekar gróið í kringum tóftina sem bendir til þess að þarna hafi verið skepnur. Skotbyrgi við Bergvík Nálægt bjargbrúninni ofan við Bergvík má finna óljós ummerki um lítið hlaðið skýli. Ekki er unnt að slá því föstu að um leifar af skotbyrgi sé að ræða en má þó telja líklegt út frá staðsetningu. Svæðið er ekki vel aðgengilegt og ekki augljóst frá Garðveg- inum. Önnur markverð svæði Í Suðurnesjabæ er að finna mun fleiri hverfi og minjar frá stríðsárunum. Þau sem eru best varðveitt eru á Fitjum, Snelling, Go- odrich og Harrisson. Snelling hverfið stóð norðan við Garðsveg og Rósaselstjarnir og þar voru um 30 braggar reistir. Hverfið hýsti fótgöngu- liða- og stórskotaliðsflokka til ársins 1944. Þarna er ennþá að finna fjöldann allan af grunnum undan bröggum og að minnsta kosti eitt hús sem hefur verið steypt. Svæðið hefur ekki verið skráð að fullu en búið er að mæla upp fimmtán hús og braggagrunna. Minjarnar eru nokkuð heillegar og sýni- legar. Þarna væri tilvalið að setja upp skilti með upplýsingum, svæðið er aðgengilegt. Víða um Suðurnes má sjá áhugaverðar minjar um stríðsárin og hersetuna, sem verðskulda það að þeim séu gerð skil og því er talsvert verk óunnið fyrir okkur sem hér búum. Innan bæjarmarka Reykjanesbæjar er t.d. að finna Hopkins, Rising og Turnerhverfin og að sjálfsögðu Patterson flugvöllinn, sem var forveri þess alþjóðaflugvallar sem við nú þekkjum. Mörg hverfi hafa nánast alveg horfið. Hopkins og Rising eru nokkuð vel varðveitt og hafa verið skráð að hluta. Búið er að setja upp upplýsingaskilti um þessi hverfi sem er ágæt fyrirmynd fyrir frekari merkingar. Arinn frá Harrison hverfinu sem stendur stakur eftir sem vitnisburður um hernámsárin. Þórshöfn Við Þórshöfn og uppi í heiðinni þar, má finna skotbyrgi og hleðslur sem eru leifar af æfingasvæði sem þar var. Auk þess eru leifar af mannvirkjum niður við sjó og steinn með áletrun frá hermanni sem hefur verið við vakt í Þórshöfn. Minjarnar við Þórshöfn hafa ekki verið mældar upp að fullu. Leifar af steyptum húsgrunnum og masturssökklum á Langholtinu. Tóftin á Berghólum. Hverfið Snelling, hús, braggar og götur. Það hefur ekki verið fullskráð.

x

Faxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.