Faxi - 01.12.2019, Side 34
34 FAXI
Það var margt um manninn á niðjamóti afkomenda hjónanna Hannesar Einars-
sonar og Arnbjargar Sigurðardóttur sem
haldið var á Flúðum þann 26. - 28. júlí sl.
Þar hittust 500 afkomendur Hannesar-
ættarinnar eins og hún er jafnan kölluð og
verður mótið því að teljast eitt það fjöl-
mennasta sem haldið hefur verið á landinu.
Í dag eru afkomendur þeirra hjóna orðnir
971 talsins og við mótsetningu sagði Ína
Björk Hannesardóttir, Einarssonar, Hann-
esar þátttökuna sýna hversu samheldin
og náin börn Hannesar og Arnbjargar
hafi verið og tryggðin mikil þrátt fyrir að
forfeðurnir séu fæddir á þarsíðustu öld og
börn þeirra öll látin.
Hér er brugðið upp mynd af lífi, starfi og
aðstæðum fyrir og eftir síðustu aldamót.
Þetta er veröld sem var og unga kynslóðin á
sjálfsagt erfitt með að skilja hversu hörð og
oft miskunnarlaus lífsbarátta forfeðranna
var. Viðhorf og aðstæður er gjörbreytt en
svo verður sagan best geymd, að samhengi
kynslóðanna rofni ekki með öllu. Þetta fólk
bjó við sömu aðstæður og ríkt höfðu frá
landnámstíð.
Hannesarættin er ættin sem kyssist og
faðmast og má ekkert aumt sjá en líka ættin
með stóra skapið, ákveðnina og jafnvel
þvermóðsku.
Hannes Einarsson, sonur Einars Hannes-
arsonar segir að þau barnabörnin hafi aldrei
kynnst öðru en hlýju frá þeim systkinum,
sama hver átti í hlut og hafi þau alltaf átt
þar athvarf.
„Það var mikill dugnaður í þessu fólki.
Það var hreinskilið og sagði sína meiningu,
sem var misvinsælt en það var alltaf samt
hlýja undir þessu yfirborði sem má segja
að sé einkenni ættarinnar. Menn geta verið
fljótir upp og sagt sína meiningu en það er
líka fljótt úr fólki.”
Hannes man ekki eftir Hannesi afa sínum
sem lést áður en hann fæddist en hann man
vel eftir ömmu sinni Arnbjörgu.
„Amma var yndisleg kona og gullfalleg
til síðustu stundar. Hún bar með sér hlýtt
yfirbragð og það var alltaf notalegt að vera
hjá henni. Hún var afar trúuð kona, hlustaði
á allar messur á sunnudögum klukkan
ellefu og þekkti hverja rödd prestanna.
Þeir voru hennar vinir. Eitt sinn sagði hún
við mömmu „Mikið var þetta nú góð ræða
hjá honum sr. Árelíusi í gær.” Þá svaraði
mamma, „nei, nei þetta var annar prestur.”
„Jú víst var þetta hann” sagði amma þá
ákveðin, „það stendur meira að segja í
blaðinu.” Seinna kom í ljós að sr. Árelíus
hafði forfallast þennan dag en þá sagði
amma, „Þetta var samt sr. Árelíus.”
Hannes Einarsson fæddist 7. febrúar 1878
en hann var sonur hjónanna Einars Guð-
mundssonar bónda í Teigi í Óslandshlíð í
Skagafirði og Guðrúnar Magnúsdóttur frá
Hóli í Tungusveit. Hannes var elstur tveggja
bræðra, þeirra Guðmundar og Sigurðar.
Arnbjörg fæddist 29. september 1887 en
foreldrar hennar voru Sigurður Vigfússon
og Sigríður Guðmundsdóttir en þau bjuggu
í Bergþórsbúð í Laugabrekkusókn á Snæ-
fellsnesi. Arnbjörg átti tvær systur, Guðrúnu
og Margréti og var yngst þeirra.
Um aldamótin lifðu einungis 40.000
manns á Íslandi en hörmungar liðinna
alda og þær þjáningar sem náttúruöflin
skópu þjóðinni ásamt farsóttum og slæmu
stjórnarfari gengu svo nærri henni að segja
Hannesarættin
Hannes Einarsson var sagður fyrsti
hestamaðurinn í Keflavík.
Frá vinstri: Lára, Guðmundur, Guðrún, Sigrún, Einar, Yngvi, Svava og Margrét ásamt Arnbjörgu.
Arnbjörg Sigurðardóttir Hannes Einarsson